Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 var lagt fram erindi Ingibjargar Baldursdóttur fh. eigenda nr. 69 við Kópavogsbraut. Í erindi felst að óskað er eftir heimild til að skipta lóðinni í tvær lóðir, með annað hvort parhúsi eða tveimur einbýlishúsum.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkti að fela Skipulags- og umhverfissviði að vinna deiliskipulagstillögu fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.
á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 var tillaga varðandi götureitinn lögð fram. Í tillögu skipulags- og umhverfissviðs dags. 4. desember 2009, kemur fram m.a. umfang skráðra bygginga í götureitnum, fjöldi íbúða, hæð byggingar og stærð lóða. Einnig eru sýndar hugmyndir að nýjum og breyttum byggingarreitum ásamt nýtingarhlutfalli hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leita eftir áliti hlutaðeigandi lóðarhafa á skipulagssvæðinu sbr. framlagða hugmynd.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi 28. janúar 2010, þar sem óskað var eftir hugmyndum lóðarhafa í götureitnum.
Í bréfi dags. 29. janúar 2010 til viðkomandi lóðarhafa var gefinn frestur til að skila erindum til 15. febrúar 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: "Fögnum því að barátta okkar í skipulagsnefnd fyrir bættum vinnubrögðum hafi borið árangur og hér eftir verði götureitir í ódeiliskipulögðum hverfum að jafnaði skipulagðir sem ein heild."
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks "mótmælum því harðlega að ekki hafi verið ástunduð góð vinnubrögð við vinnu að skipulagsmálum í Kópavogi, hvort sem er í skipulagsnefnd eða á Skipulags- og umhverfissviði."
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ""fagnar því skrefi sem nú hefur verið stigið í átt til þess að deiliskipuleggja heila götureiti í stað einstakra lóða í ódeiliskipulögðum hverfum bæjarins."
Fulltrúar Samfylkingar bóka: "Samfylkingin harmar að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna skuli velja að snúa út úr okkar orðum með því að draga starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs inn í umræðuna. Við erum á engan hátt að saka starfsmenn Skipulags- og umhverfissviðs um ófagleg vinnubrögð. Hér er um að ræða pólitískan ágreining um framkvæmd skipulags, og hefur m.a. Úrskurðarnefnd skipulagsmála fellt úrskurð í samræmi við okkar sjónarmið."
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan lögð fram á ný ásamt athugasemdum og ábendingum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan lögð fram á ný.
23. Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2008 - 2020: Staða máls.
24. Skráning gamalla húsa: Tillaga.
Samþykkt samhljóða.