Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust.