Skipulagsráð

44. fundur 04. febrúar 2019 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1901028F - Bæjarstjórn - 1188. fundur frá 22.01.2019

1811317 - Langabrekka 1. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18081615 - Bakkabraut 5D. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með níu atkvæðum gegn tveimur atkvæðum þeirra Karenar Halldórsdóttur og Guðmundar Geirdal.

1802241 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901120 - Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins við Álfsnes. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum með vísan til afgreiðslu sama erindis fyrr á fundinum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1901031F - Bæjarráð - 2943. fundur frá 24.01.2019

1803193 Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809231 Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809686 Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1810455 Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1804615 Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1811007 - Vesturvör. Gatnaskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Í tillögunni felst breytt skipulag göturýmisins. Vegtengingar eru bættar, tveimur hringtorgum er komið fyrir við gatnamót Vesturvarar og Naustavarar annarsvegar og við gatnamót Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar hinsvegar. Við austara hringtorgið er gert ráð fyrir nýrri tengingu til suðurs við Litluvör, undirgöngum vestan hringtorgsins og nýrri gönguleið milli lóðanna við Litluvör 17 og 19 sem tengir saman gönguleiðir sunnan og norðan Vesturvarar. Þá er gert ráð fyrir nýjum hljóðvörnum norðan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar og Naustavarar og bæði norðan og sunnan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar Naustavarar og Litluvarar.
Uppdrættir, greinargerð og skýringarmyndir dags. 3. desember 2018.
Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kársnesbrautar 76-84 og Vesturvör 7. Í breytingunni felst að Litlavör lengist til vesturs um u.þ.b. 95 metra og tengist fyrirhuguðu nýju hringtorgi á gatnamótum Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar. Gert er ráð fyrir undirgöngum vestan hringtorgsins ásamt nýrri gönguleið milli Litluvarar 15 og 17. Lóðamörk og götuheiti við Litluvör og Kársnesbraut breytast. Lóðirnar Kásnesbraut 76-82a verða Litlavör 15-23. Norðurmörk lóðanna við Litluvör 15-17 færast sunnar, fyrirkomulag aðkeyrslna og byggingarreitur bílageymslu breytist.
Uppdráttur, greinargerð og skýringarmynd dags. 3. desember 2018.
Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1811695 - Naustavör 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 1-3(áður Vesturvör 10). Í breytingunni felst að lóðarmörk breytast og minnkar lóðin til allra átta um 2.670 m2 og verður eftir breytingu um 2.100 m2. Lega Naustavarar austan lóðar breytist með tilkomu nýs hringtorgs og aðkoma að lóð ásamt fyrirkomulagi bílastæða breytist. Í stað tveggja fjölbýlishúsa með 9 og 8 íbúðum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir kemur einn byggingarreitur á 4 hæðum og kjallara með 17 íbúðum. Að öðru leiti er vísa í gildandi deiliskipulagsuppdrátt Bryggjuhverfis í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. september 2016.
Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1901696 - Breytingar á Vesturvör. Matskylda fyrirhugaðra framkvæmda.

Lögð fram, í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, afstaða Skipulagsstofnunar til matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vesturvör, dags. 28. desember 2018. Stofnunin telur að fyrirhugaðar framkvæmdir séu C-flokks framkvæmd sbr. tl. 10.10 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum. Ennfremur lögð fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28. janúar 2019 þar sem m.a. kemur fram í lið 5.4 í fundargerðinni að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd um tillögu að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Þá lögð fram tillaga ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna matsskyldu fyrirhugaðra framkvæmda við Vesturvör.
Í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og greinargerð skipulagstjóra dags. 31. janúar 2019, telur skipulagsráð að áformaðar breytingar á Vesturvör, sem heyra undir tl. 10.10 í 1. viðauka laganna séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.18061056 - Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Finns Björgvinssonar arkitekts dags. 11. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Grenigrundar 1 þar sém óskað er eftir leyfi til að reisa 38 m2 stakstæða bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Grenigrund 2a, 3, Furugrund 6, 8 og 10. Athugasemdafresti lauk 13. september 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 28. janúar 2019 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Gólfkóti fyrirhugaðrar viðbyggingar lækkaður um 0,25 m og heildarhæð lækkuð í 3,128 m. Einnig lagt fram skriflegt samþykki athugasemdaaðila.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1901823 - Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landmótunar sf., teiknistofu landslagsarkitekta fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Álfatúns 2, leikskóla.
Í breytingunni felst stækkun lóðar leikskólans til austurs um 760 m2 þannig að heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun verði 2.620 m2. Við þetta myndi útisvæðið stækka verulega og hægt yrði að ná fram tiltölulega flatlendu svæði senm nýtist leikskólabörnunum vel.
Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að umferðaröryggi verði aukið með því að gera gangbrautir yfir Kjarrhólma og Vallmólma og bæta þar lýsingu. Komið verði á einstefnuakstri inni á bílastæðum leikskólans. Bílastæðum á bæjarlandi við Kjarrhólma verði fjölgað um 3. Bætt verði aðgengi leikskólabarna að Fossvogsdal með hliði og stígtengingu að austanverðu. Gönguleið verði breikkuð og bætt frá Kjarrhólma. Þá er gert ráð fyrir að gerður verði áningar- og útsýnisstaður í brekkunni, austan leikskólalóðarinnar.
Greinargerð Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra dags. 28. janúar 2019 og uppdráttur í 1:500 dags. 25. janúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfatúns 1-5, Grænatúns 20, 22 og 24 og Kjarrhólma 2, 4 og 6.

Almenn erindi

9.1901587 - Austurkór, sparkvöllur og stígur. Framkvæmdaleyfi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að framkvæmdaleyfi fyrir sparkvelli og stíg í Rjúpnahæð norðan og vestan við Austurkór 76 til 92 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir Hermanns Georgs Gunnlaugssonar landslagsarkitekts í mkv. 1:200 dags. 31. janúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1901910 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Krark arkiteka fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni Urðarhvarfi 8.
Í breytingunni felst að breyta hluta niðurgrafinnar bílageymslu þar sem fyrir eru 26 bílastæði í geymslurými alls 967 m2. Núverandi fjöldi bílastæða á lóð uppfyllir kröfur um fjölda bílastæða á lóð miðað við 1 stæði á hverja 50 m2 í geymslum og 1 stæði á hverja 35 m2 í verslunar og skrifstofuhúsnæði.
Heildarfjöldi bílastæða á lóð eftir breytingu eru 390 stæði.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1901909 - Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ívars Haukssonar fh. lóðarhafa Auðnukórs 8 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins, þannig að hámarkshæð þess fari upp í 7,0 metra. Leyfileg hámarkshæð hússens er 6,3 til 7,5 metrar eftir staðsentningu innan byggingarreits. Við breytinguna mun 20m2 hluti af þaki hússins ná upp fyrir ytri byggingarreit um 0,7 metra að hámarki. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 07. júlí 2018 og greinargerð dags. 30. janúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 4-10 og Arakórs 3, 5 og 7.

Almenn erindi

12.1901656 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.

Lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, dags. 24. janúar 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til fyrirhugaðrar lokunar Bláfjallavegar nr. 417-02. Lokunin mun ná frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag.

Skipulagsstjóri og Hans Tryggvason, arkitekt PKdM gera grein fyrir stöðu málsins.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.