Skipulagsráð

50. fundur 29. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1904009F - Bæjarráð - 2954. fundur frá 11.04.2019

1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1901823 - Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1902259 - Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1902044 - Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1902720 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1904012F - Bæjarráð - 2955. fundur frá 17.04.2019

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar tillögu um breytt deiliskipulag til skipulagsráðs til úrvinnslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1904014F - Bæjarstjórn - 1195. fundur frá 23.04.2019

1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hafnar erindinu.
Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá.

1901823 - Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1902259 - Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902044 - Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902720 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

4.1904536 - Kársnesskóli, Skólagerði 8. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram, með tilvísan í 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagslýsingu fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 6.000 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
Skipulagsráð samþykkir framlagða deiliskipulagslýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar.
Tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur er lögð fram "Álitsgerð vegna bílageymslu í fjölbýli á Nónhæð í Kópavogi" unnin af Sigfúsi Aðalsteinssyni, löggilts fasteignasala, dags. 23. apríl 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.1902262 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða á svæðinu og endurskoðun byggingarreita. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir í mælikvarða 1:1000 dags. í febrúar 2019.

Skipulagsráð samþykkti að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 á umræddu svæði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. ofangreint. Tillagan verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

Lögð fram tillaga Basalt-arkitekta að breyttu deilisskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt, skipulagsskilmálum og greinargerð dag. 26. apríl 2019.
Hrólfur Karl Cela frá Basalt arkitektum gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi reita A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram,með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2010-2024 reit 29 í rammahluta aðalskipulagsins fyrir Digranes. Nánar tiltekið afmarkast fyrirhugað skipulagssvæði að Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Skólatröð í austur. Umrætt svæði er um 7.800 m2 að flatarmáli og þar eru nú 8 stakstæð einbýlishús á einni til tveimur hæðum. Húsin er mörg hver steinsteypt en einnig byggð úr holsteini, vikursteini og timbri flest byggð á árunum 1952 til 1955. Ástand þessara húsa er misgott, yfirbragð þeirra af ýmsum toga og varðveislugildi þeirra er talið litið. Í framlagðri skipulagslýsingu er tagt til að núvernadi byggð verði rifin og í hennar stað verði byggð fjölbýlishús með allt að 180 íbúðum. Húsin verði á 2-4 hæðum auk kjallara og inndreginnar þakhæðar. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er um 16.600 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall um 2,2. Er lýsingin dags. 24. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða skipulagslýsingu enda verði gert ráð fyrir möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð við Álftröð. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1812297 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Margrétar Önnu Einarsdóttur, lögmanns fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að komið verði fyrir aðstöðu fyrir heita pott ásamt búnings og sturtuaðstöðu við lóðarmörk á norðurhluta lóðarinnar. Heildarstærð mannvirkisins er 25 m2 þar af eru 2,2 m2 innandyra og 22,8 m2 utandyra. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1901510 - Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi KRark arkitekta dags. 16. janúar 2019 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Tónahvarfs 5.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni úr 3.349 m2 í 5.407 m2. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðvesturs um 9,7 metra og um 1.5 metra til suðausturs og norðvesturs. Hámarks þak,- og vegghæð lækkar og verður 14 metrar. Fjöldi bílastæða breytist og er gert ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 skrifstofu,- og verslunarhúsnæðis, einu stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og einu stæði á hverja 150 m2 atvinnuhúsnæðis nýttu sem geymslur. Bílastæðum fjölgar og verða 97 stæði á lóð eftir breytingu. Á fundi skipulagsráðs 21. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 2-12 og Víkurhvarfs 1, 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 15. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1901909 - Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 8. apríl var lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ívars Haukssonar fh. lóðarhafa Auðnukórs 8 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins, þannig að hámarkshæð þess fari upp í 7,0 metra. Leyfileg hámarkshæð hússins er 6,3 til 7,5 metrar eftir staðsetningu innan byggingarreits. Við breytinguna mun 20m2 hluti af þaki hússins ná upp fyrir ytri byggingarreit um 0,7 metra að hámarki. Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 4-10 og Arakórs 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 2. apríl 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og vísaði því til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 26. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1809231 - Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Tónahvarf 3. Í breytingunnin felast að byggð er 466 m2 inndreginn þakhæð á núverandi hús. Hámarksvegghæð verður 10 metrar frá aðkomuhæði við Tónahvarf og 15.5 metrar frá kjallara. Aðkoma breytist ekki en fjöldi bílastæða eykst um 3 stæði miðað við að 22 stæði verið fyrir kjallara sem er 2.234 m2 að stærð, og 53 stæði fyrir skrifstofur sem eru alls 2.659 m2 að stærð. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 26. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfi 2, 4, 5, 6 og 8.

Almenn erindi

12.1904534 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbygginu við Grunarhvarf 8. Í tillögunni felst að byggt er við núverandi hús um 70 m2 bygging á einni hæð sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 4. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grundarhvarfs 6, 7, 9, 10, 11, 13 og Melahvarfs 5 og 7.

Almenn erindi

13.1904537 - Heimsendi 9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Heimsenda 9. Í tillögunni felst 8 m2 stækkun til norðurs á núverandi húsi sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í apríl 2019.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1902721 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 22. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 142,2 m2 einbýlishús, byggt 1969, og byggja í stað þess 477 m2 fjórbýlishús á þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

15.1811312 - Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalsteins V Júlíussonar tæknifræðings fh. lóðarhafa Hrauntungu 16 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 131 m2 og íbúð á neðri hæð verður 142,3 m2 og þrjú bílastæði á lóð. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 6, 8, 10, 12, 14 og 18. Kynningartíma lauk 22. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.1904921 - Álfhólsvegur 37. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er álits skipulagsráðs um að reisa tveggja hæða viðbyggingu auk kjallara, um 80 m2 að grunnfleti vestan við núverandi einbýlishús á lóðinni þar sem gert verði ráð fyrir tveimur íbúðum. Í fyrirspurninni felst einnig að hækka þak núverandi húss um 1.5 m. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 29. mars 2019.
Skipulagsráð lítur jákvætt á fyrirspurnina.

Almenn erindi

17.1903916 - Sunnubraut 41. Kynning á byggingarleyfi. Stækkun bílgeymslu.

Lögð fram tillaga Ólafar Flygenring, arkitekts fh. lóðarhafa Sunnubrautar 41 þar sem gert er ráðf yrir að lengja núverandi bílskúr á lóðinni um 3,5 m til norðurs (að götu) og hækka þak bílskúrins sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 11. mars 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 39, 40 og 42.

Almenn erindi

18.1904813 - Hrauntunga 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Atla Jóhanns Guðbjörnssonar byggingarfræðings dags. 23. mars 2019 f.h. lóðarhafa Hrauntungu 1 þar sem óskað er eftir að reisa 70.1 m2 viðbygging við norðurhlið á 1. hæð hússins. Fyrir breytingu er íbúðin á 1. hæð 99, m2 en með viðbyggingu verður íbúðin 170,6 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. mars 2019.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna með tilvísan til 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 3 og Vogatungu 8-18 (jafnartölur).

Almenn erindi

19.1904820 - Hrauntunga 2. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hrauntungu 2 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka niður kantstein og fjölga bílastæðum á lóð sbr. skýringarmyndir. Hrauntunga 2 er tvíbýli og fyrirliggjandi er samþykki lóðarhafa í húsinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

20.1904817 - Víðihvammur 2. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Þorsteins Helgasonar arkitekts dags. 15. apríl 2019 fh. lóðarhafa að Víðihvammi 2 þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka húsið um 1,12 m, stækka forstofu um 4,5 m2 og koma fyrir nýjum stiga á milli hæða ásamt nýjum svölum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. apríl 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 1, 3, 4, Lindarhvamms 3 og 5 og Fífuhvamms 9 og 11.

Almenn erindi

21.1904471 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi - Esjumelar (AT5).

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 29. mars 2019 þar sem kynnt er breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og varðaðar iðnað og aðra landfreka starfsemi á Esjumelum (AT5. Tillagan er dags. í febrúar 2019 og uppfærð 19. mars 2019. Markmið breytingarinnar er að tryggja landsvæði og lóðir fyrir þá atvinnustarfsemi sem þarf af umhverfisástæðum og vegna markmiða aðalskipulags, að víkja af eldri atvinnusvæðum og skerpa á markmiðum um uppbyggingu hvers atvinnusvæðis og endurskoða landnotkunarskilgreiningar og mæta aðkallandi þörf fyrir iðnaðarlóðir.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

22.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var lögð fram að nýju að lokinni kynningu ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. nóvember 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. febrúar 2019. Á kynningartíma voru haldnir tveir íbúafundir fyrir íbúa Brekkuhvarfs, Breiðahvarfs og Fornahvarfs, sjá fundargerðir frá íbúafundum. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2019 og breyttur uppdráttur dags. 18. mars 2019 þar sem í texta greinargerðar hefur verið gert betur grein fyrir áhrifum skipulagsáætlunarinnar og einstaka stefnumiða hennar á umhverfið og tvö bílastæði sem liggja að Brekkuhvarfi færði innar á lóð.
Skipulagsráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 22. mars 2019 var afgreiðslu málsins frestað og skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa varðandi framtíðaráform þeirra um Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5. Skipulagsstjóri ásamt lögfræðingi á lögfræðideild héldu tvo fundi með umræddum lóðarhöfum. Fyrri fundurinn var haldinn 5. apríl 2019 með lóðarhöfum Brekkuhvaarfs 3 og 5 og sá síðari var haldinn 10. apríl 2019 með lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b. Á fundunum kom fram að lóðarhafi Brekkuhvarfs 1a og 1b ætli ekki að fara í frekari framkvæmdir á svæðinu, þ.e. aðrar en þær sem nú eru til meðferðar hjá Kópavogsbæ. Það sama var að segja með lóðarhafa Brekkuhvarfs 3, þ.e. ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum á lóðinni í nákominni framtíð. Hins vegar greindu lóðarhafar Brekkuhvarfs 5 frá því að þau gætu mögulega hugsað sér að fara í smávægilegar framkvæmdir, s.s. að byggja eitt parhús á horni lóðarinnar. Tillagan að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og 1b var lögð fram að nýju í bæjarráðs 23. apríl 2019, ásamt fundargerðum frá fundum með lóðarhöfum Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5 og minnisblaði lögfræðideildar dags. 11. apríl 2019 um niðurstöðu funda með lóðarhöfum Brekkuhvarfi 1-5. Bæjarráð vísaði tillögu um breytt deiliskipulag til skipulagsráðs til úrvinnslu.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.