Skipulagsráð

74. fundur 20. apríl 2020 kl. 16:30 - 19:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2003022F - Bæjarstjórn - 1213. fundur frá 14.04.2020

1910460 - Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4.
Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002609 - Kleifakór 20. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1910490 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1906334 - Skjólbraut 3a. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2001871 - Digranesvegur 48. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

2.2004266 - Megin hjóla- og göngustígakerfi í Kópavogi. Áætlun.

Lagt fram minnisblað dags. 15. apríl 2020 varðandi flokkun stígakerfis, heildrænt skipulag stofnstígakerfis og kortlagningu á flokkuðu stígakerfi og stofnstígum fyrir hjólreiðar í Kópavogi.
1)Flokkun stígakerfis í Kópavogi er í samræmi við Hönnunarleiðbeiningar fyrir reiðhjól sem gefnar voru út í fyrstu útgáfu af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni og Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2019. Flokkun stígakerfis fyrir reiðhjól var sett fram í Nýju línunni.
2.Stofnstígakerfi fyrir reiðhjól í Kópavogi miðast við vinnu samráðshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir leiðsögn Vegagerðarinnar í samstarfi við Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samkomulag um uppbyggingu á vistvænum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu útaf hágæða almenningssamgöngum þar sem kortlagt var hvaða stígar teldust til þess að vera stofnstígar fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.
3.Kortlagning á flokkuðu stígakerfi byggir á flokkun stígakerfis sem gerð var fyrir Nýju línunna og ákvörðun um hvaða stígar teljist til þess að vera stofnstígar innan sveitarfélagsins og sýnir einnig aðra tengistíga og útivistarstíga innan sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020 að breyttu deiliskipulagi Í gildandi deiliskipulagi fyrir Glaðheima vesturhluta, reit 1 er gert ráð fyrir um 88.000 m2 í atvinnuhúsnæði (verslun- þjónustu og athafnahúsnæði án kjallara og bílageymslna) en svæðið er óbyggt í dag.
Í breytingunni felst að landnýtingu á austari hluta skipulagssvæðisins er breytt og í stað athafnahúsnæðis á 5 til 8 hæðum koma 298 íbúðir í fjölbýlishúsabyggð á 5 til 12 hæðum. Byggingarmagn án kjallara og bílageymslna er áætlað um 85.000 m2. Get er ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi að núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist sem og staðsetning hringtorga. Þrjár nýjar húsagötur verða lagðar og leikskóla komið fyrir á stórri lóð sem nýtist fyrirhugaðri sem og núverandi byggð Glaðheima. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu- og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Turn verslunar og þjónustu í norðvestur hluta svæðisins lækkar úr 32 hæðum í 25. Heildaryfirbragð hverfisins verður í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og svæðið verður í góðum tengslum við nærliggjandi íbúðar og þjónustusvæði.
Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu komi til með að búa 800 íbúar.
Nýtingarhlutfall reitsins sem er hlutfallið milli gólfflatar fyrirhugaðrar byggðar og stærð skipulagssvæðisins án kjallara (eins og útreikningar voru gerðir í gildandi aðal- og deiliskipulagi) er óbreytt eða um 1.0
Heildarbyggingamagn á skipulagssvæðinu er um 140.000 m2 þar af um 40.000 m2 í niðurgröfnum bílageymslum.
Eitt bílastæði er áætlað á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 1.760 stæði, þarf af 1.070 neðanjarðar. Með tilliti til bílastæðakröfu getur fjöldi stæða breyst ef hlutföll milli verslunar, þjónustu og athafnasvæðis í húsnæði breytast.
Aðkoma að svæðinu breytist með breyttri legu Glaðheimavegar og nýjum húsagötum. Lóðamörk breytast en breyting á heildar stærð lóða er óveruleg.
Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag 2012 til 2024 m.s.br. en umrætt svæði er skilgreint sem miðsvæði og þróunarsvæði. Tillagan er einnig í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um uppbyggingu á samgöngumiðuðum þróunarsvæðum.
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 10. nóvember 2009 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. nóvember 2009.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A0) dags. 20. apríl 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B, minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 20. apríl 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í apríl 2020.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.

Almenn erindi

4.1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 16. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn VSÓ dags. 17. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Greint frá stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

6.2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. febrúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 3. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 20. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2003273 - Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf. dags. í mars 2020 fh. Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að breyttu deiliskipulagi Kópavogskirkjugarðs. Breytingin er þríþætt: a) Í tillögunni gerð sú breyting að þrír stakstæðir byggingarreitir fyrir þjónustubyggingar í vesturhluta garðsins eru sameinaðir í einn byggingarreit fyrir einnar hæða byggingu alls um 500 m2 að flatarmáli b) Gatnakerfi fyrir akandi umferð innan garðsins er endurskoðað c) Skipulagsmörk og kortagrunnur eru endurbætt miðað við uppfærð gögn m.a. hvað varðar fyrirkomulag duftreits. Uppdrættir ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. í mars 2020. Þá lögð fram fundargerð sóknarnefndar Lindasóknar dags. 3. mars 2020. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var styttur þar sem fyrir lá samþykki hagsmunaaðila.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1910427 - Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ívars Haukssonar byggingatæknifræðings dags. 6. september 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 5c þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 6. september 2019.
A fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a , b, d og e og Bakkabrautar 7a til 7d. Kynningartíma lauk 8. apríl 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn erindinu.

Almenn erindi

9.2001089 - Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. fh. lóðarhafa Löngubrekku 7 um að reisa tvíbreiðan bílskúr 55 m2 að grunnfleti á suðaustur hluta lóðarinnar sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. desember 2019. Samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 59 liggur fyrir sbr. erindi dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 5, 9, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 1. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Þjónusta við íbúa við Kópavogsbraut 5a.

Lögð fram drög að breyttu deiliskipulagi AVH ehf. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Drögin gera ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið.
Afstöðumynd í mkv. 1:200 ásamt skýringum dags. 8. apríl 2020. Greint frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 samanber minnisblað frá fundinum. Ennfremur lagt fram minnisblað velferðasviðs Kópavogs dags. 20. apríl 2020 um fyrirhugaða starfsemi í húsinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð óskar eftir að framlögð drög verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

Almenn erindi

11.2004306 - Vogatunga 45. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Vígfúsar Halldórssonar byggingatæknifræðings dags. 22. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Vogatungu 45 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að reisa 11,9 m2 sólstofu á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 22. febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vogatungu 23, 25, 27, 29, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 47 og 49.

Almenn erindi

12.2002332 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 69 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur íbúðarhús og bílskúr úr steinsteypu og timbri, byggt 1950, samtals 164,9 m2. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020.
Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. febrúar 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 16. apríl 2020. Athugasemir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.2002333 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 71 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur óskráður geymsluskúr samkvæmt fasteignamati. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020.
Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. febrúar 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 16. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

14.2004344 - Kynningar á skipulagstillögum á tímum covid-19. Verklag.

Farið yfir hvernig kynningum á skipulagstillögum er háttað m.a. hjá Kópavogsbæ á tímum covid-19.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:30.