Umhverfis- og samgöngunefnd

97. fundur 12. mars 2018 kl. 16:30 - 20:10 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Karl Eðvaldsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1803757 - Hundagerði í Kópavogi

Frá formanni Umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram tillagað að hundasvæði.
Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar kynnti tillöguna.
Vísað til afgreiðslu skipulagsráðs varðandi grenndarkynningu á breyttri notkun á svæðinu.

Almenn erindi

2.1803858 - Hundasvæði í Kópavogi

Frá formanni Umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram tillagað að hundasvæði.
Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar kynnti tillöguna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu um hundasvæði á Vatnsendaheiði. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til úrvinnslu umhverfissviðs. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2018 (1803663).

Almenn erindi

3.1803663 - Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2018

Frá Garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að framkvæmdum á útivistarsvæðum í Kópavogi 2018.
Andri Steinn Hilmarsson óskar eftir samantekt á ráðstöfunarfé við uppbyggingu Trjásafnsins í Meltungu til þessa og leggur til að afgreiðslu þessa liðar sé frestað þar til þessi gögn liggja fyrir.
Hjördís Ýr Johnson, Hreiðar Oddsson, Andri Steinn Hilmarsson greiddu atkvæði með tillögunni, Sigurður M. Grétarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Hreggviður Norðdahl bókar að hann leggist gegn því að afgreiðslu tillögunnar sé frestað.
Andri Steinn Hilmarsson bókar að rétt sé að yfirlit yfir heildarkostnað liggir til grundvallar frekari ákvörðunartöku.
Hjördís Ýr Johnson tók undur bókun Andra Steins Hilmarssonar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir öll önnur atriði framlagðrar áætlunar um framkvæmdir á útivistarsvæðum í Kópavogi árið 2018.

Almenn erindi

4.1309346 - Grenndargámar í Kópavogi

Formaður Umhverfis- og samgöngunefndar óskar efir kynningu á núverandi fyrirkomulagi grenndargámastöðvar í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að endurskoða staðsetningu grenndargáma með hliðsjón að vera á fjölfarnari stöðum en þeir eru staðsettir í dag s.s. við verslunarkjarna. Hirðuflokkar grenndargámastöðva verði samhæfðir við núverandi meðhöndlun heimilisúrgangs í sveitarfélaginu ásamt málmum, minniháttar raftækjum, batteríum, vefnaði og skilagjaldskyldum umbúðum.
Þjónustustig verði aukið með því að fjölga hirðuflokkum á hverri stöð.

Almenn erindi

5.1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu var lögð fram í skipulagsráði 19. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 27. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Vinnslutillagan var jafnfram kynnt á opnu húsi 30. janúar 2018 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar og 1. febrúar 2018 í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni. Enginn mætti á kynningarnar.

Tillagan: Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
Lagt fram og kynnt.
Umhverifs- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að farið verði í hönnun á útfærslu og legu Dalvegar sem fyrst.

Almenn erindi

6.1801743 - Bláfjöll.

Þríhnúkagígur. Hugmyndir um að gera gíginn aðgengilegri almenningi og byggja upp aðstöðu til fræðslu og þjónustu ferðamanna í Þríhnúkagíg:
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1802654 - Glaðheimar, yfirborðsfrágangur gatna.

Kynnt niðurstaða á yfirborðfrágangi á Glaðheimasvæði.
Umhverifs- og samgöngunefnd harmar að málið hafi ekki komið til nefndarinnar áður en útboðsferli hófst og óskar eftir gögnum um málið.
Frestað.

Almenn erindi

8.1803101 - Hönnunarreglur fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús

Lögð fram tillaga að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús
Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi og felur umhverfissviði að fara yfir stöðuna á uppbyggingarsvæðum Kópavogsbæjar og innleiða hönnunarreglunar.

Almenn erindi

9.1802612 - Búnaður til rafrænnar vöktunar í hverfum Kópavogs

Kynnt tillaga að búnaði og staðsetningu til rafrænnar vöktunar í hverfum Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir áframhaldandi vinnu við verkefnið og uppsetningu í samræmi við framlagða tillögu.

Almenn erindi

10.1803740 - Lagfæringar á útivistarsvæði vestan við Menningarhúsin

Lagt fram erindi forstöðumanns Menningarhúsanna varðandi lagfæringar á útivistarsvæði vestan við Menningarhúsin dags 28. febrúar 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að koma með tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar í samræmi við efnistök erindis.

Almenn erindi

11.1803743 - Aðgengi og flæði um Hlíða-, Holta- og Hæðasmára

Lagt fram erindi Miröndu Haskell varðandi aðgengi og flæði um Hlíða-, Holta- og Hæðasmára. Ökutækjum er lagt við göturnar og m.a. tekið þannig stæði sem starfsmenn og viðskiptavinir fyrirtækja á þessu svæði gætu annars notað og skapar hættur fyrir umferð og gangandi dags. 7. mars 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að boða hluteigandi aðila á fund og fara yfir stöðu mála og greina nefndinni frá tillögum að úrlausn á næsta fundi nefndarinnar.

Almenn erindi

12.1803744 - Mávar við Kópavogstjörn

Lögð fram ábending íbúa varðandi ágang máfa við Kópavogstjörn í Kópavogsdal dags. 1 mars 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að taka saman upplýsingar um málið og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

Önnur mál

13.1803859 - Brúarhandirð á brú á Digranesvegi

Frá sviðstjóra umhverfissviðs lögð fram tillaga að brúarhandirði á brú á Digranesvegi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að þróa áfram tillögu að opnari útfærslu á brúarhandriði á Digranesveg.

Önnur mál

14.1803860 - Óskað eftir yfirlit yfir allar göngu- og hjólaleiðir á reitum 1-9 á Kársnesi frá Hjördísi Ýr Johnson

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir yfirlit yfir allar göngu- og hjólaleiðir á reitum 1-9 á Kársnesi með tilliti til umferðaröryggis, tengingu við núverandi stígakerfi, uppbyggingar kerfisins og þróun.
Gerð verði grein fyrir umferð inn á gatnakerfi Kársness miðað við nýtt deiliskipulag svæðisins.

Önnur mál

15.1803861 - Óskað eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu leiðarkerfis almenningssamgangna Strætó bs. í Kópavogi frá Hjördísi Ýr Johnson

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu leiðarkerfis almenningssamgangna Strætó bs. í Kópavogi með það að leiðarljósi að stytta bið- og ferðatíma íbúa með bættri þjónustu og góðri tengingu við nágranna sveitafélög. Stuttri greinagerð um rökstuðning leiðarvals og tillagna á breytingu fylgi.

Önnur mál

16.1803862 - Óskað eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu stofnstígakerfis fyrir hjólreiðar í sveitarfélaginu frá Hjördísi Ýr Johnson

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir kortlagningu á tillögu að uppbyggingu stofnstígakerfis fyrir hjólreiðar í sveitarfélaginu ásamt flokkun stíga fyrir næst fund nefndarinnar ásamt stuttri greinagerð um rökstuðning leiðarvals.

Fundi slitið - kl. 20:10.