Umhverfis- og samgöngunefnd

153. fundur 31. maí 2022 kl. 16:30 - 18:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2201614 - Bókun 535. fundar stjórnar SSH - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið

Lagt fram drög að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið sem vísað var til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar af bæjarráði.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir ánægju með fyrirliggjandi drög að sameiginlegri loftslagsstefnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Almenn erindi

2.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 04. mars 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 voru lagðar fram framkomnar athugasemdir, ábendingar og umsagnir. Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn dags. 13. maí 2022, greinargerð dags. 13. maí 2022 og breyttur uppdráttur dags. 13. maí 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 13. maí 2022.

Bókun Indriða Stefánssonar:
Í ljósi friðunar blátoppu er óheppilegt að matsskýrsla hafi ekki verið uppfærð.

Almenn erindi

3.2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu dags. 18. nóvember 2021 þar sem fram kemur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umvherfisáhrifum.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir og umsagnir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022. Skipulagsráð samþykkti erindið og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2022 var málinu vísað aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á mislægar gatnamótalausnir við Geirland og að gert verði ráð fyrir göngu, hjóla- og reiðleiðum í tengslum við útivistarsvæðið við Selfjall.
Bókun Jóns Magnúsar Guðjónssonar:
Þarna er verið að byrja á hliðarvegi án þess að endanleg útfærsla mislægra gatnamóta við Geirland liggi fyrir.
Indriði Stefánsson bókar að hann lýsi yfir óánægju með að nokkur mál sem hann hefur lagt fyrir nefndina hafi ekki verið tekin fyrir nefndina á núverandi kjörtímabili.

Fundi slitið - kl. 18:00.