Leikskólanefnd

Leikskólanefnd fer með málefni leikskólanna, í umboði bæjarstjórnar, og málefni daggæslu í heimahúsum og gæsluleikvalla. Nefndin er skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.

Verkefni leikskólanefndar eru eftirtalin: Að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum bæjarfélagsins, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í bæjarfélaginu.

Leikskólanefnd hefur forystu um að sett sé almenn stefna um leikskólahald í bæjarfélaginu og hún kynnt fyrir íbúum þess. Þá staðfestir hún skólanámskrá og starfsáætlun hvers leikskóla. Leikskólanefnd sér til þess að gagnvirt samstarf sé á milli leikskóla og grunnskóla. Þá veitir hún umsögn um leyfi til að reka einkaleikskóla.

Síðast uppfært 16. nóvember 2023