Svæðisskipulagsnefnd

Svæðisskipulagsnefnd vinnur svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, viðheldur því og annast reglubundna endurskoðun. 

Nefndin starfar í umboði og undir yfirstjórn hlutaðeigandi sveitarfélaga. Hver sveitarstjórn skipar tvo fulltrúa í nefndina að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúar Kópavogs eru Helga Jónsdóttir og Hjördís Ýr Johnson. Hlutverk svæðisskipulagsnefndar er í aðalatriðum tvíþætt. Annars vegar að fylgjast með þróun og framkvæmd gildandi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og fjalla um og afgreiða breytingar á því. Hins vegar að annast reglubundna heildarendurskoðun og vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Síðast uppfært 21. ágúst 2023