Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

26.08.2025 kl. 10:30 - Salurinn

Jazz- og spunasmiðjur fyrir tónlistarfólk og nema

Dagana 26.- 28. ágúst býðst tónlistarfólki og tónlistarnemum að sækja tónlistarsmiðjur hjá íslensku og pólsku jazz- og spunatónlistarfólki í fremstu röð. Smiðjurnar fara fram í Salnum í Kópavogi og eru liður í pólsk-íslensku verkefni sem snýst um að efla samstarf og tengslanet íslenskrar og pólskrar jazztónlistarsenu. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en takmarkaður fjöldi kemst að.Tónlistarfólk frá Póllandi og Íslandi mun deila þekkingu sinni hvað varðar tónlistarflutning og sviðsreynslu auk þáttum sem snúa að tónlistarbransanum í víðara samhengi. Til þess að sækja um þarf að senda stuttan póst (ekki meira en 200 orð) með upplýsingum um nafn, aldur, tónlistarnám og tónlistarbakgrunn. Smiðjurnar verða allar teknar upp og síðar settar á netið. Með umsókninni lýsir þátttakandi yfir samþykki varðandi upptöku.Vinsamlegast sendið póst á ensku á workshops@plateaux.pl Dagskrá tónlistarsmiðjanna er sem hér segir:   Þriðjudagur 26. ágúst 2025 TÓNLISTARSMIÐJA 1 10:30 - 12:00 Gítaleikarinn Rafał Sarnecki [PL] leiðir tónlistarsmiðju TÓNLEIKAR 16:00 Húsið opnar 16:15 Kvintett Kacper Smoliński [PL/IS] 17:20 Unnur Birna Bassadóttir og hljómsveit [IS/PL] Miðvikudagur, 27. ágúst 2025 TÓNLISTARSMIÐJA 2 10:30 - 12:00 Slagverksleikarinn Matthías Hemstock [IS] leiðir tónlistarsmiðju TÓNLISTARSMIÐJA 3 12:30-14:00 Tónlistarsmiðja með Birgi Steini Theodórssyni, kontrabassaleikara  TÓNLISTARSMIÐJA 4 14:30-16:00 Söngkonan og fiðluleikarinn Unnur Birna Bassadóttir [IS] leiðir tónlistarsmiðju Fimmtudagur, 28. ágúst 2025 TÓNLISTARSMIÐJA 5 10:30 - 12:00 Tónlistarsmiðja með píanóleikaranum Piotr Wyleżoł [PL] TÓNLISTARSMIÐJA 6 12:30-14:00 Kacper Smoliński [PL] munnhörpuleikari leiðir tónlistarmiðju TÓNLISTARSMIÐJA 7 14:30-16:00 Vinnusmiðja með Krzysztof Bober [PL] (PLX VR) // Dolby Atmos + 360 VR vídjó
29.08.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
29.08.2025 kl. 20:00 - Gerðarsafn

Gjörningakvöld | Hamraborg Festival

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á stórkostlega kvöldstund fulla af gjörningum í Gerðarsafni, þar sem fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra listamanna kemur saman til að fagna listinni á fjölbreyttan hátt! Listamenn sem koma fram eru Improv for Dance Enthusiasts, Óþekkt Tríó, Niko Płaczek, Styrmir Örn Guðmundsson og Atagata. Nánari upplýsingar um hvern gjörning verða birtar fljótlega. Gjörningakvöldið á Gerðarsafni er ókeypis og öll velkomin. Hátíðin er styrkt af:Menningar- og mannlífsnefnd KópavogsMyndlistarsjóði hamraborgfestival.is
29.08.2025 kl. 10:00 - Gerðarsafn

Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 8. ágúst kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar sem farið verður eftir aðferðum Sjónarafls. Sjónarafl er kröftugt fyrirmyndarverkefni Listasafns Íslands sem snýr að þjálfun myndlæsis fyrir börn í tengslum við námsskrá skólanna. Með því að nota þær aðferðir sem kynntar eru í Sjónarafli fá þátttakendur lykla sem auðveldar þeim að njóta myndlistar. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu. Verkefnið er stutt af Safnasjóði. 
02.09.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
03.09.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
03.09.2025 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs

Leslyndi með Sigríði Hagalín

Með mikilli gleði tilkynnum við að Leslyndi hefst aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 3. september kl. 12:15. Fyrsti gestur haustsins er ekki af verri endanum því sjálf Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun koma og segja okkur frá þeim bókum sem haft hafa áhrif á hana. Sigríður Hagalín er fædd í Reykjavík 11. febrúar 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, lærði svo sagnfræði og spænskar bókmenntir við HÍ og háskólann í Salamanca og blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Sigríður hefur sent frá sér skáldsögurnar Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018), Eldarnir (2020), Hamingja þessa heims (2022) og Deus (2023) og hafa þær vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda. Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Viðburðaröðin hefur notið mikilla vinsælda og skapað sér fastan sess undanfarin misseri, þegar fólk flykkist að til að sjá hina ýmsu rithöfunda deila með okkur sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
03.09.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Lúllabæ - Sigga Eyrún útgáfutónleikar

Sigga Eyrún fagnar útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Í þetta sinn er um að ræða frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau hafa sungið fyrir börnin okkar og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk og verður að finna á helstu streymisveitum. Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs hafði lengi langað að gera vögguvísuplötu. En þau ákváðu að víkka hugtakið aðeins. Þetta eru að vísu lög sem þau hafa sungið fyrir börnin sín í gegnum tíðina. En ekki endilega vögguvísur sem slíkar. Bara falleg og hugljúf lög héðan og þaðan. Lög úr söngleikjum og teiknimyndum, þjóðlög og klassísk sönglög. Svo er þarna áður óútgefið lag eftir Magga Eiríks sem gaf plötunni nafnið sitt; Lúllabæ. Og þrjú lög eftir Kalla Olgeirs. Þau fengu Togga Jóns með sér á kontrabassa og Lára Björk Hall syngur með þeim í einu lagi á plötunni. Þannig að þetta er algjör draumaplata. Þau hlakka mikið til að spila þetta á tónleikum. Og fleiri lög sem passa inn í stemninguna. Það má lofa yndislegri kvöldstund í Salnum!
04.09.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Carpenters NOSTALGÍA

Guðrún Árný Karlsdóttir snýr aftur í Salinn með geysivinsælu tónleikana Carpenters NOSTALGÍA. Guðrún Árný Karlsdóttir hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna yfir árin og stígur nú á svið með einvala liði hljóðfæraleikara undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar og syngur perlur Carpenters. Það verður öllu til tjaldað svo lögin fá að njóta sín sem best, enda eru útsetningar og raddsetningar Carpenters systkina ekkert smáræði. Léttleiki og ljúft yfirbragð verður einkennandi fyrir kvöldið, því Guðrún hefur hvað mest gaman af því að spjalla á léttum nótum við áhorfendur milli þess sem hún syngur af einlægni og vandvirkni sín uppáhalds Carpenters lög. Tónlistarstjóri og píanó: Vignir Þór StefánssonTréblástur og slagverk: Sigurður FlosasonFiðla: Chrissie Telma GuðmundsdóttirHljómborð: Haraldur Vignir SveinbjörnssonGítar: Ásgeir ÁsgeirssonBassi: Róbert ÞórhallssonTrommur: Sólrún Mjöll Kjartansdóttir Raddir:Sara GrímsdóttirKarl Friðrik HjaltasonMarteinn Sævarr Sigurðsson
04.09.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs

Lesið á milli línanna

Á fundinum 4. september tökum við fyrir bókina ,,Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu" eftir Olgu Tokarczuk. Í afskekktri pólskri sveit eyðir Janina dögum sínum í að lesa stjörnuspeki, þýða kveðskap Williams Blake og sjá um sumarhús fyrir auðuga íbúa Varsjár. En einn daginn finnst nágranni hennar, sem hún kallar Háfeta, dauður við einkennilegar aðstæður. Svo fjölgar hinum dauðu og eftir því sem rannsókn lögreglu vindur fram blandar Janina sér æ meira í hana þar sem hún þykist viss um hvað búi að baki morðunum.Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu er bókmenntaleg glæpasaga og ævintýri sem er auk annars ögrandi rannsókn á hinum myrku og óljósu mörkum heilbrigðis og geðveiki, réttlætis og hefðar, sjálfsstjórnar og örlaga. Bókin fékk frábærar viðtökur, var m.a. tilnefnd til hinna virtu, alþjóðlegu Man Booker-verðlauna árið 2019 og varð mikil metsölubók í Póllandi.Olga Tokarczuk er einn virtasti rithöfundur heims og hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2018. Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur! Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs. Hjartanlega velkomnar!
04.09.2025 kl. 16:00 - Gerðarsafn

Benjamín Magnússon | Fyrirlestur

Benjamín Magnússon arkitekt segir frá ferli sínum og verkum í Kópavogsbæ fimmtudaginn 4. september klukkan 16:00 - 17:00 í Gerðarsafni. Benjamín hefur komið víða við á löngum ferli en mörg verka hans er að finna í Kópavogsbæ. Hann skipulagði meðal annars bæði miðbæ Kópavogs og Kópavogstún, teiknaði Félagsheimili Kópavogs, Gerðarsafn og fjölda íbúða og fjölbýla þ.á.m. Hamraborg 14-38, Álfatún 27-35, Vogatungu, Sæból 26-30, Hlíðarhjalla 51-76, Trönuhjalla 7-11, Lautarsmára 1-13 og 27-53 og Vindakór 14-16. Ekki missa af þessum einstaka og fróðlega viðburði.
04.09.2025 kl. 18:00 - Gerðarsafn

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug | DJ AMMA

Konur á eftirlaunaaldri þeyta skífum þann 4. september kl. 18:00 í Gerðarsafni. Þær spila sín uppáhaldslög og segja persónulegar sögur sem tengjast tónlistinni. Hvaða minningar kvikna þegar tónlistin ómar? Þessar konur hafa átt alls konar líf. Söguþráður kvöldsins samanstendur af viðburðum úr lífi þessarra kvenna. Ásrún Magnúsdóttir er danshöfundur og hefur unnið að ólíkum verkum í gegnum tíðina bæði hérlendis og erlendis. Hún er stöðugt að teygja út hugmyndina um dans og kóreógrafíu og hverjir geta dansað og að gefa ólíku fólki og nýjum röddum sviðið hverju sinni. Halla er rithöfundur, menningarrýnir og verkefnastjóri með áherslu á bókmenntir, samfélag og hinsegin sjónarhorn. Í verkum sínum skoðar hún samspil persónulegra og pólitískra radda. Hún trúir á umbreytingarmátt orðsins. Fyrir utan að vera æskuvinkonur hafa Halla og Ásrún unnið að verkum saman bæði fyrir Umbúðalaust, verkefni innan Borgarleikhússins og Útvarpsleikhúsið.
Fleiri viðburðir