21.01.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
21.01.2025 kl. 18:00 - Salurinn
Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 21. janúar 2025. Við sama tilefni verða úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.
Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Jóns úr Vör. Hljómsveitin Brek frumflytur nýtt lag við ljóð Jóns úr Vör. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.Um Ljóðstaf Jóns úr VörÁrið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á vegum Lista- og menningarráðs Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs, sem hlaut nafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, í minningu skáldsins sem lést 4. mars 2000.
Jón fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917 en starfaði lengst af í Kópavogi þar sem hann var hvatamaður að stofnun bókasafnsins og síðar fyrsti bæjarbókavörður bæjarfélagsins. Jón starfaði að menningarmálum með ýmsum hætti, var til dæmis bæði bóksali og ritstjóri, en fyrst og fremst var hann brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Fjölmargar ljóðabækur hans lifa með þjóðinni og ber þá helst að nefna óð hans til æskustöðvanna, ljóðabálkinn Þorpið. Jón úr Vör lést 4. mars árið 2000.Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik.
Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár silfurskreyttan göngustaf, sem var í eigu Jóns úr Vör. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. Verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á fæðingardegi Jóns úr Vör þann 21. janúar ár hvert.
Eftirfarandi hafa hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör
2024Vala Hauksdóttir: Verk að finna2023Sunna Dís Másdóttir: Á eftir þegar að þú ert búin að deyja
2022Brynja Hjálmarsdóttir: Þegar dagar aldrei dagar aldrei
2021Þórdís Helgadóttir: Fasaskipti
2020Björk Þorgrímsdóttir: Augasteinn
2019Brynjólfur Þorsteinsson: Gormánuður
2018Sindri Freysson: Kínversk stúlka les uppi á jökli
2017Ásta Fanney Sigurðardóttir: Silkileið nr. 17
2016Dagur Hjartarson: Haustlægð
2015Ljóðstafur ekki veittur
2014 Anton Helgi Jónsson: Horfurnar um miðja vikuna
2013Magnús Sigurðsson: Tunglsljós
2012Hallfríður J. Ragnheiðardóttir: Triptych
2011Steinunn Helgadóttir: Kaf
2010Gerður Kristný: Strandir
2009 Anton Helgi Jónsson: Einsöngur án undirleiks
2008Jónína Leósdóttir: Miðbæjarmynd
2007Guðrún Hannesdóttir: Offors
2006 Óskar Árni Óskarsson: Í bláu myrkri
2005 Linda Vilhjálmsdóttir: Niður
2004 Hjörtur Marteinsson: Hvorki hér né …
2003 Ljóðstafur ekki veittur
2002 Hjörtur Pálsson: Nótt frá Svignaskarði
21.01.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs
Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi.
Ásdís Óladóttir hefur gefið út fjölda ljóðabóka. Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út hjá Andblæ árið 1995. Ásdís hefur einnig verið í ritnefnd Andblæs og setið í dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör og ljóðasamkeppni Hinsegin daga. Ásdís var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár í flokki fagurbókmennta. Auk þess hafa ljóð eftir hana verið notuð í verkum íslenskra tónskálda
Valdimar Tómasson hefur hefur gefið út fjöldann allan af ljóðabókum en fyrsta bókin hans Enn sefur vatnið kom út árið 2007. Ljóð Valdimars eru að mestu knappur stuðlaðir textar með sterkri hrynjandi. Þau þykja mörg hver meitluð og harmþrungin, innblásnar af óblíðri náttúru, myrkar og fagrar í senn þar sem sjálfur dauðinn er aldrei langt undan.
Sunna Dís Másdóttir er skáld og sjálfstætt starfandi sem þýðandi og ritstjóri. Sunna sendi frá sér ljóðabókina Plómur sem tilnefnd var til Maístjörnunnar 2023 og var jafnframt handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja. Sunna er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim sent frá sér skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021, og ýmsar ljóðabækur.
Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2002 og Fjöruverðlaunin 2007. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála í tengslum við bókmenntaþing, ljóðahátíðir og safnrit. Hún hefur unnið með ljósmyndurum, tónskáldum og skáldahópnum Metropoetica og nýjasta bók hennar er Flaumgosar.
22.01.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
22.01.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
22.01.2025 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Ljóðaupplestur á Bókasafni Kópavogs á Dögum ljóðsins.
Skáldin Guðrún Hannesdóttir, Halla Þórðardóttir, Jón Hjartarson og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr bókum sínum fyrir gesti og gangandi á notalegri ljóðastund á safninu.
Léttar veitingar í boði. Frítt inn og öll velkomin.Viðburðurinn er liður í Dögum ljóðsins í Kópavogi 2025 sem styrktir eru af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
22.01.2025 kl. 16:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennara og skapa eigið listaverk.
Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint að einhverju áhugaverðu í umhverfinu hverju sinni. Allur efniviður verður á staðnum.
Viðburðirnir henta vel fyrir börn á aldrinum 3 ára til 8 ára.Hlökkum til að sjá ykkur!-----------------------------------------------------------------------Welcome to the workshop Art and nature in the Natural History Museum in Kópavogur. Once each month there will be a simple workshop for children in the Natural History Museum from 4 - 5 p.m. in collaboration with the Gerðarsafn in Kópavogur. The aim is to create time and space for families to be together after school.The theme will always be connected to nature where we will use art to explore the subject. Material will be available.The workshops are great for ages 3 to 8 years old.We look forward to seeing you!
23.01.2025 kl. 19:30 - Bókasafn Kópavogs
Jane Austen er flestum kunn en hún var rithöfundur sem skrifaði meðal annars bækurnar Emma og Hroki og hleypidómar.
Um heim allan starfa virkir og skemmtilegir aðdáendaklúbbar Jane Austen. Bækur Jane, ævi og samtími er gullkista sem dásamlegt er að sækja í töfra, ánægju og lífsspeki.
Í ár eru 250 ár liðin frá því að þessi stórmerkilega kona fæddist og því stígum við fram og stofnum okkar aðdáendaklúbb hér á Íslandi. Endilega mættu á bókasafnið og vertu stofnfélagi.
Þetta verður dásamleg samverustund, huggulegar veitingar og hlýjar móttökur.
Heiðursgestur Silja Aðalsteinsdóttir
23.01.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Verið innilega velkomin á ljóðakvöld Blekfjelagsins. Viðburðurinn fer fram í forsal Salarins og er haldinn í samstarfi við Kópavogsbæ í tilefni af Dögum ljóðsins 2025. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Blekfjelagið er nemendafélag ritlistarnema í Háskóla Íslands. Fjelagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og útgáfu. Fram koma Elín Elísabet Einarsdóttir, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sölvi Halldórsson, Védís Eva Guðmundsdóttir, Vala Hauksdóttir og Þórdís Helgadóttir. Léttar veitingar og notaleg stemning. Við hlökkum til að sjá ykkur.---Nánar um þau sem fram koma.
Elín Elísabet er myndlistarmaður og teiknari sem vinnur með ljóð í verkum sínum. Hún kemur ljóðlínunum fyrir inn undir pensilförunum; notar málverkið til að skapa ljóðin og öfugt. Úr verður nærmynd af hversdegi, af smáatriðum, af einum steini, einum vangasvip, einni langferð í toyotu corollu árgerð 2005, einni mús í nestiskassa, einu jarðarberi, tíu fingrum, af svörtum hrafni og hvítri rjúpu og einni hrukku milli augabrúna.Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og skáld. Hún útskrifast úr meistaranámi í ritlist nú í febrúar. Hún hlaut önnur verðlaun fyrir ljóð sitt Skyggnishnignun í Ljóðstaf Jóns úr Vör 2023.
Sunna Dís Másdóttir er skáld og sjálfstætt starfandi sem þýðandi og ritstjóri. Hún er ein Svikaskálda. Sunna hefur sent frá sér skáldsöguna Kul og ljóðabókina Plómur sem tilnefnd var til Maístjörnunnar 2023. Hún er jafnframt handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja.Sölvi Halldórsson er ljóðskáld frá Akureyri. Nýjasta bók hans heitir Þegar við vorum hellisbúar. Sölvi skrifar bókmenntagagnrýni fyrir Víðsjá og er hluti af ljóðagenginu Múkk.Vala Hauksdóttir hefur skrifað smásögur, ljóð, dagbækur og hugleiðingar frá barnsaldri og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Að loknu námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands nam Vala ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi og hefur unnið fjölbreytt störf tengd ferðaþjónustu í rúman áratug. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024 fyrir ljóðið Verk að finna.Védís Eva Guðmundsdóttir stundar meistaranám í ritlist. Hún hreppti aðalverðlaun Júlíönu - hátíð sögu og bóka vorið 2024 með smásögunni Hvalreki sem birtist í veftímaritinu Stelki stuttu síðar. Védís mun lesa upp úr óútgefnu handriti ljóðabókar sem ber vinnutitilinn Þvottadagar.Þórdís Helgadóttir er skáld og rithöfundur og er ein Svikaskálda. Þórdís hefur gefið út skáldsöguna Armeló, smásagnasafnið Keisaramörgæsir og ljóðabókina Tanntaka sem var tilnefnd til Maístjörnunnar og Fjöruverðlaunanna Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóðið Fasaskipti.
Viðburðurinn er hluti af Dögum ljóðsins í Kópavogi 2025 og er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
24.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
25.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!
Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
25.01.2025 kl. 17:00 - Gerðarsafn
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Stara laugardaginn 25. janúar kl. 17:00 í Gerðarsafni. Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.
Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.
Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
Mynd: An Obscure Self Portrait, Adele Hyry, 2020.
Listafólk:Adele HyryDýrfinna Benita BasalanJenny RovaJH EngströmJói KjartansKristinn G. HarðarsonMichael RichardtSadie Cook