Föstudaginn 29. ágúst er stefnt á að malbika Nýbýlaveg á milli Dalvegar og Valahjalla í norðurátt. Veginum verður lokað á meðan og umferð send hjáleið um Skemmuveg.
Kaflinn er um 390 m að lengd. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 11:00 til kl. 17:00 föstudaginn 29. ágúst.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
