Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

13.04.2024 kl. 15:00 - Gerðarsafn

List og náttúra - listsmiðja fyrir börn

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi.Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint að einhverju áhugaverðu í umhverfinu hverju sinni. Allur efniviður verður á staðnum.Viðburðirnir henta vel fyrir börn á aldrinum 3 ára til 8 ára. Hlökkum til að sjá ykkur!
16.04.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
17.04.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
17.04.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
17.04.2024 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvað er mold?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er í anda komandi birtu og sumars þar sem Ólafur Arnalds, líffræðingur mun fjalla um mold en Ólafur er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði jarðvegsrannsókna. Ólafur Arnalds hefur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Hann leiddi verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins. Ólafur vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. Ólafur tók virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins. Bók hans, Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra, kom út árið 2023 og hlaut viðurkenningu Hagþenkis. Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
18.04.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Íslenskar lækningajurtir

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, segir frá algengum íslenskum drykkjar- og lækningajurtum og leiðbeinir um söfnun þeirra, verkun og notkun. Hann veitir jafnframt tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu og veitir innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna. Viðburðurinn fer fram á 2. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
18.04.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
19.04.2024 kl. 20:00 - Salurinn

KLARA ELÍAS

Lagahöfundurinn og söngkonan Klara Elias hefur átt kaflaskiptan feril; fyrst með stúlknabandinu Nylon, svo í Los Angeles með Charlies og nú sem sólólistamaður hér heima. Tónlist hennar hefur verið flutt af popplistamönnum um allan heim auk þess sem lög hennar hafa hljómað í sjónvarpsþáttum á borð við Shameless, Selling Sunset , Love Island og Love is blind.  Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríkra tónlistarmanna sem semja og spila sín eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi nýja tónleikaröð mun beina athygli að þessum listamönnum, varpa ljósi á margvíslegar aðferðir listamanna við lagasmíðar og gefa þjóðþekktum lögum meiri dýpt sem fylgir því að heyra sögur af tilurð þeirra.  „Ég hlakka mikið til að taka þátt í tónleikaröðinni Söngvaskáld. Á mínum tónleikum ætla ég að taka lög sem ég hef samið fyrir sjálfa mig en einnig lög sem ég hef samið fyrir annað tónlistarfólk og hefur komið út víðsvegar um heiminn. Ég ætla líka að svara spurningum úr sal fyrir þá sem eru forvitnir um ferlið sem fer í það að smíða lag eða vilja vita meira um lögin og hvernig þau urðu til.“Klara Elias
20.04.2024 kl. 13:00 - Gerðarsafn

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum palestínsku útsaumshefðina tatreez. Leiðbeinendur eru Oroob AbuShawareb og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, fylgihluti og hvers konar heimilisprýði og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í frelsisbaráttu Palestínu um áratugaskeið. Hér gefst kostur á að kynnast þessari merkilegu hefð og spreyta sig á ólíkum mynstrum. Smiðjan er á arabísku, ensku og íslensku. Smiðjan er opin öllum aldri, en verkefni hennar henta þó best fjölskyldum með börn eldri en 6 ára. Boðið verður upp á auðveldari verkefni fyrir yngri gesti. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Welcome to a multilingual art workshop that brings together cultures through the Palestinian embroidery tradition tatreez. The instructors are Oroob AbuShawareb and Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. The Palestinian embroidery tradition tatreez is a vibrant and centuries old tradition and was recognized by UNESCO as an important intangible cultural heritage. The tradition is characterized by diverse and colorful patterns, embroidered on clothing, accessories and all kinds of home decoration and has played an important role in the Palestinian freedom struggle for decades.Here you have the opportunity to get to know this remarkable tradition and try out different patterns. The workshop is in Arabic, English and Icelandic. The workshop is open to all ages, but its projects are best suited for families with children over 6 years old. Easier activities will be offered for younger visitors. You can stop by at any time and stay as long as suits you. Children are expected to be accompanied by an adult. The workshop is oin collaboration with the aid organization GETA. Admission is free and everyone is welcome.
21.04.2024 kl. 13:30 - Salurinn

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

Duo Ultima er skipað þeim Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. Á þessum tónleikum flytja félagarnir einkar kraftmikla og spennandi efnisskrá þar sem hljóma þrjú splunkuný tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Charles Ross og Wes Stephens en verkin voru öll samin sérstaklega fyrir Duo Ultima. Ásamt nýju verkunum flytja þeir félagar sónötur eftir rússneska tónskáldið Edison Denisov og pólsk-bandaríska tónskáldið Robert Muczinski auk ljóðræns Intermezzo eftir Atla Heimi Sveinsson. Um flytjendurGuido Bäumer er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2005. Að loknu tónlistarnámi í Bremen í Þýskalandi stundaði hann framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss, þaðan sem hann lauk einleikaraprófi með hæstu einkunn, og við Bowling Green State University í Ohio í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur Guido m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Íslenska saxófónkvartettnum og haldið spunatónleika. Aladár Rácz píanó er fæddur í Rúmeníu en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999. Að loknu tónlistarnámi við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest stundaði Rácz framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Aladár hefur haldið nokkra einleikstónleika í Salnum í Kópavogi og komið í tvígang fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Duo Ultima hefur starfað í rúm 20 ár og hefur á þeim tíma komið fram á fjölda tónleika og tekið upp þrjá geisladiska í samvinnu við upptökufyrirtækið Fermötu sem komið hafa út á vegum alþjóðlega útgáfufyrirtækisins Odradek Records. Nýjasti diskur Duo Ultima, Dances and Delights, var eingöngu unnin hjá Odradek-Records, þ.e. einnig tekinn upp í upptökustúdíói Odradek á Ítalíu. Tónleikarnir eru í samstarfi við Salinn í Kópavogi og styrktir af Tónlistarsjóði. Efnisskrá Snorri Sigfús Birgisson (f. 1954)Passacaglie (2023)         Edison Denisov (1929-1996)Sonate (1970)               - Allego- Lento- Allegro Moderato Wes Stephens (f. 1983)Vignettes fyrir einleikssaxófón (2023)       - Beaux and Arrow- Saudade- March of the Bureaucats- Apparitions- Falling up Atli Heimir Sveinsson (1938-2019)Intermezzo (1976)               Charles Ross (f. 1965)These are Ferns (2023)       Robert Muczinski (1929-2010)Sonata - Andante Maestoso- Allegro Energico https://open.spotify.com/artist/1TtrHyCVjUQlgartIjVkMz?si=hAYfy9V5TXeMjzjEMqww3g
23.04.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
24.04.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet