57. starfsári Vinnuskólans lokið

Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum.
Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum.

57. starfsári Vinnuskóla Kópavogs er nú lokið. Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum og unnu þau samtals um 119.000 klukkustundir í sumar. Fjölbreytt störf voru í boði en hægt var að vinna við ýmis störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu. Ráðið var í störfin eftir aldri og áhugasviði.

 

Á síðu Vinnuskólans má sjá myndir af afrakstri garðvinnu sumarsins en flokkstjórar tóku gjarnan “fyrir og eftir” myndir af beðum sem ráðist var í.

 

Hér má sjá afrakstur 9. bekkjarins á Kársnesinu.

     

 

9. og 10. bekkur í Lindaskóla löppuðu upp á þessi þrep.

 

.         

 

Þá tók 8. bekkur í Lindaskóla þetta beð í gegn.

   

 

Við þökkum fyrir samstarfið í ár og hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.