Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

31.05.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
01.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Sumarjazz í Salnum | Unnur Birna & Björn Thoroddsen

Samstarf þeirra Unnar Birnu og Björns hófst fyrir fimm árum. Björn Thoroddsen þarf vart að kynna, en hann er einn af okkar virtustu tónlistarmönnum og spannar ferill hans allt aftur til áttunda áratugarins. Unnur Birna hefur verið áberandi á íslensku tónlistarsenunni síðastliðin ár. Hún hefur lokið burtfararprófum bæði sem fiðluleikari og jazzsöngkona og kemur mikið fram með sín eigin tónlistarverkefni, en einnig með öðrum listamönnum og hljómsveitum og hefur m.a. starfað mikið og komið fram með breska tónlistarmanninum Ian Anderson og hljómsveit hans Jethro Tull, síðast á tónleikum í Hörpu núna í maí síðastliðnum. Með þeim leikur bassaleikarinn Sigurgeir Skafti Flosason, en hann hefur, allt frá því hann útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH árið 2017, verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi, bæði sem hljóðfæraleikari og sem skipuleggjandi og umsjónarmaður listviðburða. Fram koma:Unnur Birna Björnsdóttir – söngur og fiðlaBjörn Thoroddsen – gítarSigurgeir Skafti Flosason – bassi
04.06.2023 kl. 14:00 - Gerðarsafn

Leiðsögn listamanns

Sunnudaginn 4. júní kl. 14:00 verður Rósa Gísladóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna FORA í Gerðarsafni.  Þegar gengið er inn á sýningu Rósu Gísladóttur vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar. Í sölunum ríkir ró. Þyngd verkanna veitir okkur jarðtengingu. Eða er hún ógnandi? Súlur sem þessar standa í þúsundir ára, þangað til þær gera það ekki lengur. Verðum við vitni að því augnabliki þegar þær falla? Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan konstrúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými. Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Hún var fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna 2020, en þau eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur með skúlptúr og rýmisverk. Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.
08.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Sumarjazz í Salnum | Rebekka Blöndal

Tríó Söngkonunnar Rebekku Blöndal mun telja í eftirlætis jazz standarda Rebekku í bland við blús og frumsamið efni.   Rebekka hefur síðastliðin ár vakið mikla athygli sem jazz- og blús söngkona og komið fram við ýmis tækifæri, bæði í sjónvarpi, á tónleikum og tónlistarhátíðum. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin nú í ár fyrir söng ársins. Rebekka gaf í fyrra út plötuna Ljóð og hefur einnig sungið inn á plötur annarra listamanna. Hún lauk árið 2022 B.Mus.Ed námi í Rytmískri söng- og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands og lauk þar áður framhaldsprófi í jazzsöng frá Tónlistarskóla FÍH og MÍT(Menntaskóla í tónlist), auk þess að hafa stundað nám við Söngskólann í Reykjavík og  Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Með henni leika þeir Daði Birgisson og Sigmar Þór Matthíasson, sem báðir eru mjög virkir í íslensku tónlistarlífi. Fram koma:Rebekka Blöndal - söngurDaði Birgisson – píanó/hljómborðSigmar Þór Matthíasson - kontrabassi
15.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Sumarjazz í Salnum | Marína Ósk 

Söngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk hefur síðustu misseri fangað tónlistareyru og augu landans. Nýjasta plata hennar, “One Evening in July” (2022) hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og fyrir tónverk af þeirri plötu hlaut Marína Ósk Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 auk þriggja annarra tilnefninga. Hún mætir nú á Sumarjazz í Salnum ásamt góðum vinum og mun flytja þar lög af umræddri plötu, auk annarra vel valinna gersema úr íslensku dægurlagasöngbókinni. Tónlist Marínu Óskar ber með sér anda eldri tíma þegar rómantík og hlýyrði gengu hönd í hönd niður eftir Laugarvegi og hámarkshraði gatna var almennt undir 50 km/klst. Ást hennar á jazztónlist frá 50’s og 60’s síðustu aldar má greina auðveldlega og leika áheyrilegar laglínur og snoppufríðir textar lausum hala, áheyrendum til yndisauka og hjartahlýju.  Með henni leika þeir Steingrímur Teague og Andri Ólafsson, sem báðir eru í hópi okkar þekktustu tónlistarmanna og m.a. meðlimir í hljómsveitinni Moses Hightower. Fram koma:Marína Ósk - söngurSteingrímur Teague - píanóAndri Ólafsson - kontrabassi
17.06.2023 kl. 13:30 - Menning í Kópavogi

17. júní

17. júní verður fagnaði í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug með glæsilegri hátíðardagskrá. Hátíðarhöldin hefjast kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátana í broddi fylkingar. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarfólk stíga á stokk á hátíðarsvæðunum á Rútstúni og við Salalaug þar sem meðal annars koma fram Bríet, Friðrik Dór, Gunni og Felix, Eyrdís og Halaldur úr Draumaþjófnum, Saga Garðars og Snorri Helga, Eva Ruza og Hjálmar Örn ásamt fleirum góðum gestum. Tívolítæki og hoppukastalar eru hluti af þeirri skemmtun sem boðið verður uppá á hátíðarsvæðunum tveimur og eru þau gestum að kostnaðarlausu eins og undanfarin ár. Þá gefst krökkum tækifæri á að prófa veltibílinn sem staðsettur verður við Sundlaug Kópavogs. Þá verður Sirkus, húllahopp, andlitsmálning og hægt að fara á hestbak við menningarhúsin í Kópavogi. Að venju  verður 17. júní hlaup í umsjá Frjálsíþróttadeild Breiðabliks um morguninn sem hefst klukkan 10.00, ætlað börnum í 1.-6. bekk, þar sem allir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur þjóðhátíðardeginum.
22.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Sumarjazz í Salnum | Tríó Jóns Árnasonar

Tríó Jóns Árnasonar er leitt af gítarleikaranum Jóni Ómari en er að auki skipað þeim Nico Moreaux á kontrabassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur. Þeir leika tónsmíðar Jóns ásamt vel völdum húsgöngum og jazzlögum sem eru í uppáhaldi hljómsveitarmeðlima. Gítarleikarinn og tónskáldið Jón Ómar Árnason lauk BA í tónlistarfræðum frá Leeds Conservatoire á Englandi með áherslu á jazz tónlist árið 2010. Hann hefur lengi fengist við spilamennsku og tónleikahald og starfar nú sem tónlistarkennari við Menntaskóla í tónlist, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Árbæjar ásamt því að koma reglulega fram með Tríói Jóns Árnasonar, HJAL kvartett og JÁ Tríó. Jón Ómar er framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur frá árinu 2019. Með honum leikar þeir Magnús Trygvason Eliassen, sem er einn af okkar eftirsóttustu trommuleikurm og leikur m.a. með hljómsveitunum Moses Hightower og ADHD og franski bassaleikarinn Nico Moreaux, en hann hefur búið hér á landi undanfarin ár og er mjög virkur á jazzsenunni og eftirsóttur bassaleikari. Fram koma:Jón Ómar Árnason - rafgítarNico Moreaux - kontrabassiMagnús Trygvason Eliassen - trommur
27.08.2023 kl. 13:29 - Salurinn

Spunatónleikar í Tvímánuði || 2/3

Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023. Davíð Þór mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum sem teygja sig yfir hálft ár. Allir tónleikarnir fara fram á sunnudegi þegar sólin er hæst á lofti og þegar mánuðir eru við það að renna saman. Fyrsti viðburðurinn fer fram á Alþjóðlega jazzdeginum 30. apríl, miðþáttur í ágústlok og tónleikaveislunni lýkur 29. október en saman munu þessir tónleikar mynda eina lífræna heild. Hverjir og einar tónleikar einkennast af ævintýrum, forvitni og opnum huga þar sem tónlistarmaðurinn bregst við hljómi Salarins, andrúmslofti gesta, veðrabrigðum og árstíðabundnum sveiflum, hann sækir í tónlistararfleifð og uppsprettur, snýr út úr, fléttar áfram, tvinnar saman stefjum, hljómum og takti, splunkunýjum og eldgömlum. Báðir flyglar Salarins verða nýttir í óvissuferðinni, voldugir Steinway-flygill og Bösendorfer þar sem tónlistarmaðurinn leikur hvort tveggja á hljómborð þeirra og innviði. Viðburðurinn tekur um tvær klukkustundir. Óhætt er að lofa geysispennandi óvissuferð um lendur tónlistarsögunnar. Dav­íð Þór er með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna lands­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spil­að á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim. Dav­íð Þór hef­ur gert tónlist og hljóð­mynd­ir fyr­ir fjölda leik­sýn­inga. Hann hef­ur einnig tón­sett út­varps­leik­rit og sjón­varps­verk af ýmsu tagi auk þess að semja tónlist fyr­ir dans­verk.. Hann hef­ur einnig unn­ið náið með sviðslista­fólki og mynd­list­ar­mönn­um og mætti þar helst nefna Ragn­ar Kjart­ans­son, en sam­an hafa þeir skapað þrjú tón­list­ar- og mynd­bands­verk:­ Guð (Sorgin sigrar hamingjuna) frá 2007; The End, fram­lag Ís­lands á Fen­eyj­art­víær­ingn­um árið 2009 og Visitors frá 2012. Davíð Þór samdi tónlist við kvikmyndir Benedikts Erlingssonar, Hross í oss og Kona fer í stríð en fyrir þá tónlist hefur hann hlotið fjölda verðlauna, má þar nefna Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin og Aubagne-verðlaunin.
27.10.2023 kl. 20:30 - Salurinn

Sunnanvindur | Eftirlætislög Íslendinga

Sunnanvindur er framhald tónleika sem haldnir voru undir sama nafni til minningar um Örvar Kristjánsson harmonikkuleikara. Nú breikkar lagavalið og fluttar verða sívinsælar dægurperlur. Á dagskránni verða lög eins og Góða ferð, María Ísabel, Segðu ekki nei, Litla sæta ljúfan góða, Hvítur stormsveipur, Því ertu svona uppstökk, Ást, Vegir liggja til allra átta, Ég er kominn heim,  Það er bara þú, og Láttu mjúkra lokka flóð auk vinsælustu laga Örvars eins og Sunnanvindur, Siglt í norður og Við förum bara fetið.  Þetta er úrval laga sem hafa lifað með okkur Íslendingum og flust á milli kynslóða. Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi að geyma eftirlætislög Íslendinga.
29.10.2023 kl. 13:11 - Salurinn

Spunatónleikar í Górmánuði || 3/3

Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023. Davíð Þór mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum sem teygja sig yfir hálft ár. Allir tónleikarnir fara fram á sunnudegi þegar sólin er hæst á lofti og þegar mánuðir eru við það að renna saman en saman mynda þeir eina heild. Fyrsti viðburðurinn fer fram á Alþjóðlega jazzdeginum 30. apríl, miðþáttur í ágústlok og tónleikaveislunni lýkur 29.október en saman munu þessir tónleikar mynda eina lífræna heild. Hverjir og einar tónleikar einkennast af ævintýrum, forvitni og opnum huga þar sem tónlistarmaðurinn bregst við hljómi Salarins, andrúmslofti gesta, veðrabrigðum og árstíðabundnum sveiflum, hann sækir í tónlistararfleifð og uppsprettur, snýr út úr, fléttar áfram, tvinnar saman stefjum, hljómum og takti, splunkunýjum og eldgömlum. Báðir flyglar Salarins verða nýttir í óvissuferðinni, voldugir Steinway-flygill og Bösendorfer þar sem tónlistarmaðurinn leikur hvort tveggja á hljómborð þeirra og innviði. Viðburðurinn tekur um tvær klukkustundir. Óhætt er að lofa geysispennandi óvissuferð um lendur tónlistarsögunnar. Hægt er að kaupa áskrift á alla þrjá tónleika raðarinnar á 10.000 kr. Kaupa áskrift Dav­íð Þór er með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna lands­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spil­að á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim. Dav­íð Þór hef­ur gert tónlist og hljóð­mynd­ir fyr­ir fjölda leik­sýn­inga. Hann hef­ur einnig tón­sett út­varps­leik­rit og sjón­varps­verk af ýmsu tagi auk þess að semja tónlist fyr­ir dans­verk.. Hann hef­ur einnig unn­ið náið með sviðslista­fólki og mynd­list­ar­mönn­um og mætti þar helst nefna Ragn­ar Kjart­ans­son, en sam­an hafa þeir skapað þrjú tón­list­ar- og mynd­bands­verk:­ Guð (Sorgin sigrar hamingjuna) frá 2007; The End, fram­lag Ís­lands á Fen­eyj­art­víær­ingn­um árið 2009 og Visitors frá 2012. Davíð Þór samdi tónlist við kvikmyndir Benedikts Erlingssonar, Hross í oss og Kona fer í stríð en fyrir þá tónlist hefur hann hlotið fjölda verðlauna, má þar nefna Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin og Aubagne-verðlaunin.
04.11.2023 kl. 10:00 - Salurinn

Frelsaðu kraftinn innra með þér

Hvernig getum við styrkt tengingu hugar og hjarta og aukið sjálfstraustið með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, hreyfingu og náttúrumeðferð?Hvernig getum við nýtt okkur bæði meðvitaða öndun og öndunaræfingar til þess að auka jafnvægi í daglegu lífi; líkamlega, andlega og tilfinningalega?Hvenær byrjar breytingaskeiðið? Hvernig er hægt að bæta lífsgæði kvenna á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf til muna? “Þitt eigið breytingaskeið” Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og stofnandi GynaMEDICA Hvenær byrjar breytingaskeiðið? Hvernig er hægt að bæta lífsgæði kvenna á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf til muna. Kynlöngun og kynheilbrigði er skoðað út frá hormónakerfi líkamans. “Sterkari með sjálfsþekkingu” Bjargey Ingólfsdóttir fyrirlesari og eigandi Frelsaðu kraftinn Hvernig getum við styrkt tenginu hugar og hjarta og aukið sjálfstraustið með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, hreyfingu og náttúrumeðferð. Frelsaðu kraftinn innra með þér og leyfðu þér að vera þú sjálf! “Andaðu léttar” Eva Katrín Sigurðardóttir læknir og viðurkenndur Wim HofMethod þjálfari Taugakerfið okkar, streita og álag. Eva fræðir okkur um leyndardóma andardráttarins og hvernig við getum nýtt okkur bæði meðvitaða öndun sem öndunaræfingar til þess að auka jafnvægi í daglegu lífi; líkamlega, andlega og tilfinningalega
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet