Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

04.11.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
06.11.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
06.11.2024 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs

Leslyndi með Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í nóvember og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. --- Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún er með bachelor gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. Fyrsta ljóðabók hennar Daloon dagar kom út árið 2011. Árið 2017 gaf hún út ljóðabókina Flórída sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Skáldsagan Svínshöfuð kom svo út haustið 2019 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess að hljóta Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna. Ljóðsagan Allt sem rennur kom út haustið 2022, hlaut Bóksalaverðlaunin og Maístjörnuna. Brot úr bókum hennar hafa verið þýdd og birt í ýmsum bókum og tímaritum um allan heim. Nýjasta útgefna verk Bergþóru er skáldsagan Duft sem út kom haustið 2023. Auk þess að sinna ritstörfum hefur Bergþóra sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon myndlistarkonu undir formerkjum Wunderkind Collective og hafa verk þeirra verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og listviðburðum á Íslandi og í Evrópu. Bergþóra hefur einnig komið að handritun kvikmynda, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórn á sviðum lista og menningar. Hún hefur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, Myndlistarsjóði, Rithöfundasambandi Íslands og menningarsjóðum Norðurlandaráðs.
06.11.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Elham flytur okkur persneska tóna í tónleikaröð á Bókasafni Kópavogs sem tileinkuð er heimstónlist. Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus. Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir. Elham Fakouri (hún/hennar) er persnesk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu úr Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist einnig með bakkalárgráðu árið 2016 í íranskri tónlist með áherslu á íranska blásturshljóðfærið Ney. Síðan þá hefur hún unnið með ýmsu írönsku og íslensku tónlistarfólki. Elham performs Persian music at a world music event at the Library of Kópavogur. Free entrance and everyone welcome. Elham Fakouri (she/her) is a Persian musician based in Reykjavík. She graduated from the Master of Music in New Audiences and Innovative Practice at the Iceland University of the Arts. She completed an undergraduate degree in Iranian music performance with a main focus on the Ney, an Iranian woodwind instrument, in 2016. Since then, she has been working and collaborating with different artists in Iran and Iceland.
06.11.2024 kl. 16:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Heimur hljóðsins

Komdu með í vísindaferðalag þar sem við uppgötvum leyndardóma hljóðsins!🌟  Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig hljóð berst okkur til eyrna? Eða af hverju við heyrum ekki í geimnum?  🤔 Í smiðjunni munum við svara þessum spurningum, en  látum ekki staðar numið þar því við búum til dósasíma! 📞🎶 Og veltum því fyrir okkur hvernig hljóð getur ferðast gegnum mismunandi efni.  Aldur: 6–10 ára Staðsetning: Tilraunastofan í Náttúrufræðistofu Kópavogs Dagsetning: 6. nóvember frá 16:15 – 17:00  Smiðjan hefst með stuttir fræðslu 16:15, svo gerum við tilraun að henni lokinni.  Ekki missa þessu hljóðferðalagi. Vísindin bíða þín! ✨  ___________________________________________  Í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs þarf ekki að sækja um inngöngu heldur bara mæta! Skólinn verður með mánaðarlega viðburði í allan vetur fyrsta miðvikudag hvers mánaðar frá 16:15- 17:00. Við framkvæmum tilraunir og fræðumst um náttúruna á skemmtilegan hátt. Öll fá að bregða sér í hlutverk vísindafólks, gera tilraunir, fræðast og draga ályktanir!
07.11.2024 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs

Lesið á milli línanna

Á fundinum 7. nóvember tökum við fyrir bókina Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur. Armeló er margslungin og áhrifarík skáldsaga sem tekst á við áleitnar spurningar um sjálfsmynd, samkennd og svik.Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún nú samt komin hingað, í þennan smábæ úti í rassgati, í hitabylgju, með Birgi. Nema hvað Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beinlínis hvatvís. Reyndar hefur framtaksleysið alltaf verið límið í hjónabandinu - og kannski er það af einskæru framtaksleysi sem Elfur ákveður, frekar en að takast á við aðstæðurnar, að ganga beint af augum út í skóg.Birgir er breyttur maður eftir að hann byrjaði að vinna hjá Nanoret, sprotafyrirtæki sem stefnir á að lækna alla augnsjúkdóma veraldar. Og það var eitthvað sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló. Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur! Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs. Hjartanlega velkomnar!
09.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.  Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
09.11.2024 kl. 13:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Undur vísindanna

Gagnvirk og lifandi vísindasmiðja fyrir forvitin börn á öllum aldri. Syngjandi skál, teikniþjarkar, spennandi tilraunir, óvæntar uppgötvanir og margt fleira má rannsaka og undrast yfir í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Á sýningunni Brot úr ævi jarðar, nýrri og veglegri grunnsýningu Náttúrufræðistofu má svo fá innsýn í sögu plánetunnar okkar, þróun lífsins og samspil dýra og plantna við umhverfið og hvert annað. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. **********Um Vísindasmiðju Háskóla Íslands.Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins.Vísindasmiðja HÍ tekur á móti skólahópum og birtist auk þess víða um land og borg sem farandsmiðja. Vísindasmiðjan hefur undanfarin ár komið reglulega í Kópavoginn og miðlað undrum vísindanna í fjölsóttum og fjörugum fjölskyldustundum.visindasmidjan.hi.is********** Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
11.11.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika? Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
12.11.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
12.11.2024 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs

Haltu mér - slepptu mér: kvíði ungmenna

Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Kvíði ungmennaBerglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum. Berglind Brynjólfsdóttir - sálfræðingurBerglind hefur lokið BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands og Kandídatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Einnig lauk hún sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og hefur setið fjölda námskeiða,  vinnustofa og sérhandleiðslu í sértækum verkefnum, s.s. áfallavinnu, hegðunarmótun og meðferðarvinnu einhverfra barna/unglinga. Önnur erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við karlmennskuhugmyndir, miðlalæsi og lestrarvenjur ungmenna. Ókeypis aðgangur og öll velkomin. 24. september 2024, kl. 20:00Miðlalæsi: Algóritminn sem elur mig uppSviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands, Skúli Bragi Geirdal, heldur erindi um miðlalæsi og samfélagsmiðlanotkun ungmenna. Skúli fer yfir þau atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum. Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu. 22. október 2024, kl 20:00Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmennaÞorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna, algóritma samfélagsmiðla og hvernig er hægt að skapa og styðja við jákvæða karlmennsku. 3. desember 2024 kl. 20:00Bókaval og lestrarvenjur ungmennaJón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um bækur fyrir ungmenni, val á bókum og mikilvægi þess að ungmenni fái og finni bækur sem vekja áhuga þeirra og eru við hæfi.
12.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
Fleiri viðburðir