Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

21.11.2024 kl. 20:30 - Salurinn

Sigga Beinteins | Af fingrum fram í 15 ár

Sigga Beinteins er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og hefur verið að í áratugi. Hljómsveit þeirra Grétars Örvarssonar, Stjórnin, fór aftur á stjá fyrir nokkrum árum og vinsældir sveitarinnar eru síst minni en þegar þau voru á sínum hátindi í kringum Eurovision hér um árið. Á tímabili starfaði Sigga við dúklagningar en góðu heilli hefur hún ekki þurft að veggfóðra eða dúkleggja um árabil því það hefur sko verið yfirdrifið nóg að gera í tónlistinni með tilheyrandi tónleikahaldi og plötuútgáfu. Eitt lag enn, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni og fleiri góðir smellir verða á dagskránni ef að líkum lætur. Með þeim Jóni verður Róbert Þórhallsson á bassa.
21.11.2024 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókaspjall

Benný Sif Ísleifsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson og Guðrún Eva Mínervudóttir verða gestir Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur í árlegu bókaspjalli Bókasafns Kópavogs. Þau lesa brot úr glænýjum skáldsögum sínum og taka þátt í líflegum samræðum um skáldverk sín sem eru Speglahúsið eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, Mennska eftir Bjarna Snæbjörnsson og Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Boðið verður upp á laufléttar veitingar og notalega stemningu. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Speglahúsið eftir Bennýju Sif ÍsleifsdótturMiðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið. Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra. Mennska eftir Bjarna SnæbjörnssonBjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning. Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu MínervudótturÍ skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.
23.11.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Söngvaskáld | gugusar

gugusar pródúserar og semur öll sín lög ein síns liðs. Hún gaf út sína fyrstu breiðskífu Listen To This Twice þegar hún var einungis 15 ára gömul. Önnur breiðskífa gugusar kom út árið 2021. Báðar breiðskífur voru tilnefndar í flokknum Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. gugusar vann einnig í flokknum Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022.Það er erfitt að skilgreina tónlist gugusar samkvæmt einni tónlistarstefnu. Tónlistin hennar fer um víðan völl og á ekki heima í neinu boxi. Tónlistin getur verið draumkennd, róleg og lagræn, en á svipstundu breytist það í drum & bass. gugusar er óhrædd við að skrifa og semja bæði á íslensku og ensku, eða jafnvel á engu tungumáli, þar sem hún ómar og syngur án orða. Tónlist gugusar er tilraunakennd og spennandi, þar er erfitt að segja hvað er handan við hornið þegar maður leggur við hlustir. Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríks tónlistarfólks sem semur og spilar eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi tónleikaröð beinir athygli að slíku listafólki, varpar ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar og gefur þjóðþekktum lögum meiri dýpt.
23.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.  Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
23.11.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Könglar og kósý

Daginn er tekið að stytta og hátíð ljóss og friðar færist nær. Í þessari notalegu samverustund gefst börnum og fjölskyldum færi á að skapa saman fallegt jólaföndur úr náttúrulegum efniviði sem finna má allt í kringum okkur. Ókeypis er í smiðjuna og öll hjartanlega velkomin. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
24.11.2024 kl. 13:30 - Salurinn

Óvænt svörun

Á þessum tónleikum hljóma glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinet- og saxófónleikara og tónskáld, Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld. Tónlistin er samin sérstaklega fyrir Cauda Collective sem er að þessu sinni skipuð þeim Björk Níelsdóttur, söngkonu, Sigrúnu Harðardóttur á fiðlu, Þóru Margréti Sveinsdóttur á víólu og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló. Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin. Tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. EfnisskráSigrún JónsdóttirÉg fann rödd - Vókalísa  I. UppgjörII. Ég fann röddIII. Andakt Samúel Jón SamúelssonÞrjár vögguvísur Björk Níelsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir & Þórdís Gerður JónsdóttirSöngvar Úrsúlu I. Friðarkross (SH)II. Öskur Úrsúlu (ÞGJ)III. Hungangskambur (ÞMS)IV. Ó, djúprauða blóð (BN) Haukur GröndalSjö hvísl sálarinnarI. UpphafII. TárIII. HjartaIV. OrðV. VonVI. LjósVII. EndirHafdís BjarnadóttirHyrnan 6Romsa - Veður Cauda Collective hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónleikaformið en hópurinn hefur starfað frá árinu 2018, komið fram á ótal tónleikum og tónlistarhátíðum, hérlendis og erlendis við frábærar undirtektir.  Tónleikar Caudu Collective fléttast gjarnan í kringum ákveðin stef eða þemu þar sem aldagömul tónlist er sett í nýtt og frjótt samhengi auk þess sem nýsköpun hefur skipað veigamikinn sess á efnisskrám hópsins.  Cauda Collective hefur unnið náið með tónskáldum úr ólíkum áttum, má þar nefna tónskáld svo sem Báru Gísladóttur, Mugison, Ragnhildi Gísladóttur og Úlf Eldjárn auk fjölda annarra. https://open.spotify.com/playlist/095QuijW8ahVQn0gqG8e37?si=7376fe9faf944bfd
24.11.2024 kl. 13:00 - Salurinn

Óvænt svörun | Tónleikaspjall Tíbrár

Tónleikaspjall í tali og tónum þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins. Viðburðurinn fer fram í fordyri Salarins og hefst klukkan 13 en umsjón með spjallinu hefur Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Á Tíbrártónleikum dagsins mun Cauda Collective frumflytja ný verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Gröndal, Samúel J. Samúelsson og Sigrúnu Jónsdóttur.
25.11.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika? Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
26.11.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
26.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
27.11.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
27.11.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
Fleiri viðburðir