Lokanir 14. og 15. júlí vegna malbiksframkvæmda

Eftirfarandi götulokanir verða í Kópavogi 14. og 15. júlí vegna malbiksframkvæmda.

  • Skógarlind milli hringtorgs við Dalveg og hús Kraftvéla við Skógarlind 6-8 verður lokuð mánudaginn 14. júlí milli kl. 9:00 og 14:00 og þriðjudaginn 15. júlí milli kl. 8:00 og 13:00. Bent er á hjáleið um Smáratorg.

Lokun

  • Fífuhvammsvegur við Reykjanesbraut og römpum til og frá Reykjanesbraut til suðurs verður lokað þriðjudaginn 15. júlí milli kl. 12:00 og 18:00 vegna malbikunar. Nánar tiltekið mun:
    • Fífuhvammsvegur til vesturs verða lokað við rampa til og frá Reykjanesbraut til norðurs. Hjáleið um Skógarlind eða Lindarveg.
    • Rampi frá Reykjanesbraut til suðurs til Fífuhvammsvegar verða lokað. Hjáleið um Hagasmára.
    • Rampi frá Fífuhvammsvegi til Reykjanesbrautar til suðurs verða lokað. Hjáleið um Skógarlind og Arnarnesveg.

Lokun

 

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru allir vegfarendur óháð fararmáta beðnir um að sýna tillitssemi, halda hraða í hófi og virða merkingar.