22.04.2025 kl. - Bókasafn Kópavogs
Umhverfis ofurhetjan er vitundarvakningarverkefni sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem börn geta leyst fimm umhverfistengd verkefni og að því loknu fá þau afhent viðurkenningar skjal um að þau séu umhverfis ofurhetjur.
Einnig fá þau fræ í verðlaun sem þau geta gróðursett heima. Verkefnið mun svo standa fram á haust.
Hægt er að velja 5 af eftirfarandi atriðum, sum þeirra eru verkefni sem öll fjölskyldan vinnur saman, og sum eru árstíðarbundin.
Þegar barnið hefur klárað 5 verkefni getur það komið á safnið og fengið skjalið og verðlaunin afhent annað hvort í barnadeild eða hjá starfsmanni náttúrufræðistofu:
Taka bók á bókasafninu um náttúruna og náttúruvísindi t.d. dýr, gróður, himingeiminn og lesa heima eða fá einhvern til að lesa fyrir sig.
Skoða vandlega náttúrufræðisýninguna í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Fara með einhverjum fullorðnum á endurvinnslustöð eða í grenndargám með flokkað rusl og efni.
Plokka, fara með einhverjum fullorðnum og týna upp rusl úr náttúrunni. (Athuga að vera með hanska, og fara varlega og rólega í verkefnið og ræða fyrir fram um að passa sig að taka ekki upp neitt oddhvasst eins og nálar og glerbrot).
Fá fjölskylduna sína til að elda eina máltíð úr frystinum.
Borða afganga.
Fá fjölskylduna til að elda eina grænmetismáltíð (kjöt og fiskvinnsla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor, og það að borða einu sinni í viku grænmetismáltíð er mjög gott fyrir umhverfið)
Velja að gefa fremur upplifun eða notaða gjöf í afmælis- eða tækifærisgjöf. Taka virkan þátt í hringrásarhagkerfinu, gefa, selja eða kaupa notaða hluti frekar en nýja.
Labba einu sinni eitthvert sem þið farið venjulega á bíl.
Búa til pödduhótel í garðinum.
Leyfa túnfíflunum að vera í garðinum (ekki tína þá, ekki slá þá) en þeir eru nauðsynleg næring fyrir fyrstu skordýrin á vorin.
Planta birkitré (birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni og birkiskógar eru fjölbreytt vistkerfi þar sem fjöldi lífvera lifir í samlífi hver við aðra.)
Umhverfisverkefni að eigin vali
03.05.2025 kl. 13:00 - Salurinn
Eitt ár síðan ég sá ykkur 10 sinnum í Salnum og síðan þá hef ég droppað Elli Egils, Steik og Sushi, Til i allt 3 og ég veit ekki hvað og hvað
Ég hlakka til að taka á móti öllum kynslóðum
3. og 4. maí í Salnum
Tónleikarnir eru styrktir af 66 Norður
EKKERT ALDURSTAKMARK
23.05.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Jónas Friðrik skildi eftir sig ótrúlegt safn texta og ljóða sem fyrir löngu hafa orðið þjóðargersemar. Hann samdi fyrir Ríó Tríó, B.G og Ingibjörgu, Björgvin Halldórsson o.fl. o.fl.
‘Ég skal syngja fyrir þig, Eina nótt, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Gullvagninn og Góða ferð’ eru meðal þeirra laga sem flutt verða í Salnum þann 23.maí. Einar Ágúst og Gosarnir frá Vestmannaeyjum færa ykkur margar af þekktustu perlum Íslandssögunar þetta kvöld.
Frábær kvöldstund sem tónlistarunnendur munu hafa gaman af.
Silfurtún er skipuleggjandi tónleikanna
23.05.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
24.05.2025 kl. 13:00 - Salurinn
VÆB fjölskyldutónleikar
VÆB halda sína fyrstu tónleika og bjóða allri fjölskyldunni á skemmtun sem er engri lík.
Eftir að hafa unnið Söngvakeppnina 2025 með laginu sínu RÓA hefur VÆB æðið aldrei verið stærra. Landsmenn hafa verið að bíða eftir tónleikum og VÆB bræðurnir róa eins og enginn sé morgundagurinn og svara kallinu!
Ekki láta þig vanta í geggjað fjör og upplifun fyrir alla aldurshópa í Salnum í Kópavogi.
Gestir verða tilkynntir síðar.
24.05.2025 kl. 14:00 - Gerðarsafn
Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýningu Guðrúnar Bergsdóttur með Margréti Norðdahl laugardaginn 24. maí kl. 14:00 í Gerðarsafni.
Margrét og Guðrún Bergsdóttir unnu saman um árabil og Margrét sýningarstýrði fjölda sýninga á verkum Guðrúnar Bergsdóttur frá 2007 til 2022. MA verkefni hennar frá LHÍ var eigindleg rannsókn á stöðu listafólks með þroskahömlun þar sem Guðrún Bergsdóttir var einn viðmælanda. Margrét ritaði texta um Guðrúnu og feril hennar í nýútkominni bók um Guðrúnu og verk hennar.
Margrét M. Norðdahl er myndlistarkona, kennari og listrænn stjórnandi með yfir tuttugu ára reynslu af myndlist, menntun og menningarstjórnun. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og gjörningum á Íslandi og erlendis. Hún vinnur með teikningar, málverk, innsetningar og ýmsa miðla og verk hennar fjalla gjarnan um mynstur í samskiptum og hegðun fólks, sýnilegum og ósýnilegum reglum samfélagsins, fegurð hversdagsins og leitina að kyrrð. Margrét er með BA í myndlist og MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað víða sem kennari, m.a. við LHÍ, Myndlistaskólann í Reykjavík og hjá Fjölmennt.
Hún er stofnandi og framkvæmdastýra Listvinnzlunnar, listmiðstöðvar og stýrði hátíðinni List án landamæra um árabil. Margrét hefur einnig setið í stjórnum Listahátíðar í Reykjavík, Safnasafnsins og List án landamæra, auk þess að sinna sýningarstjórn, ráðgjöf og fyrirlestrahaldi. Fyrir störf sín hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar. Í allri sinni vinnu sameinar hún listræna sköpun, samfélagslega meðvitund og djúpa trú á mikilvægi aðgengis og þátttöku allra í menningu og listum.Margrét býr og starfar í Reykjavík og er með vinnustofu í miðborginni.
Aðgöngumiði að safninu gildir, frítt fyrir árskortshafa.
25.05.2025 kl. 13:30 - Salurinn
Nýtt píanótríó, skipað Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara, Herdísi Mjöll fiðluleikara og Liam Kaplan píanóleikara, flytur glæsilega efnisskrá sem hverfist um stórbrotið píanótríó Schuberts. Glænýtt verk eftir Liam Kaplan og píanótríó Clöru Schumann en bæði eru þau innblásin af tríói Schuberts.
Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður inn í efnisskrá dagsins.Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Salarins og FÍT-klassískrar deildar FÍH.
Franz Schubert (1797-1828)Píanótríó Nr. 2 í e-moll (1827)
-HLÉ-
Liam Kaplan (1997)Frederic (2023)
Clara Schumann (1819-1896)Píanótríó í g-moll, op. 17 (1846)
Um efnisskrána:
Síðara píanótríó Franz Schubert í Es-dúr er eitt dáðasta tríó tónbókmenntanna. Það var samið á síðasta æviári tónskáldsins, en hann lifði bara til 31 árs. Verkið er alveg massíft, bæði í formi og tilfinningalegu innihaldi. Það er 50 mínútur í lengd og á að geyma eitt ógleymanlegasta stef Schuberts, en það er tregafulla aðalstef annars kaflans, tifandi hjarta verksins, sem birtist svo aftur á töfróttan hátt í lokakaflanum.
Frederic er nýtt verk innblásið af fagra stefi Prelúdíu Op 28 no.4 Chopins, eftir píanóleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónskáldið Liam Kaplan. Hér er um að ræða opinberan frumflutning en verkið mun koma fram á nýrri plötu hans Sunflower fields sem kemur út á þessu ári.
Píanótríó Op. 17 eftir Klöru Schumann var skrifað þegar hún var aðeins 27 ára gömul og er það fullt af gífurlega fallegum og bitur-sætum laglínum og er eitt af mest spiluðu verkum hennar. Eiginmaður hennar Robert var mikið innblásin af þessu fallega verki þegar hann skrifaði sitt píanótríó ári síðar. Líkt og í píanótríói Schubert, fá öll þrjú hljóðfærin að njóta sín jafn mikið. Með því hefur þetta Schumann tríó og Schubert tríóið haft mikil áhrif á kammertónlist rómantíska tímabilsins.
Um flytjendur:
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hefur haslað sér völl sem einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið mikið lof fyrir "afar músíkalskan flutning", "endalaus blæbrigði" og "dýpt og breidd" í túlkun (Morgunblaðið). Hún hefur komið fram í mörgum af helstu tónleikasölum heims, þar á meðal Carnegie Hall í New York, Southbank Centre í Lundúnum, Fílharmóníunni í Varsjá og Banff Centre í Kanada. Hún hefur einnig leikið sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins og Sinfóníuhljómsveit Konunglegu tónlistarakademíunnar í Lundúnum. Hún hefur svo starfað sem Unglistamaður hjá Tónlistarhátíð Unga Fólksins og Tónlistarakademíunni í Hörpu. Sumarið 2021 hélt Geirþrúður í tónleikaferðalag um Ísland þar sem hún lék allar sex einleikssellósvítur J.S. Bach á tónleikum víðsvegar um landið. Lokatónleikarnir fóru fram í Norðurljósum í Hörpu og hlutu mikið lof gagnrýnanda, sem ritaði um flutning hennar, "túlkunin einkenndist af snerpu og skaphita, sannfærandi flæði og músíkölsku innsæi. Smæstu blæbrigði voru einstaklega fallega mótuð, en meginlínurnar skýrar… Þetta var mögnuð upplifun (Fréttablaðið)." Geirþrúður hefur holtið ýmis verðlaun fyrir flutning sinn en þar má nefna alþjóðlegu Anton Rubinstein sellókeppninna, í Hellam Young Artist keppninna, New York International Artists Association keppnina og Thaviu strengjakeppninna. Hún var nýlega í undanúrslitum í alþjóðlegu Lutoslawski sellókeppninni í Póllandi og var valin sem listamaður hjá City Music Foundation í London.
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðluleikari hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Lilju Hjaltdóttir við Allegro Suzukiskólann. Hún lærði í kjölfarið hjá Guðnýju Guðmundsdóttir í tónlistarskóla Reykjavíkur og lauk diplómanámi frá Listaháskóla Íslands árið 2017 hjá Guðnýju og Sigrúnu Eðvaldsdóttir. Hún flutti þá til Bandaríkjanna til að stunda BMus nám við Oberlin Conservatory hjá Sibba Bernharðssyni en útskrifaðist síðan með MM frá Yale School of Music árið 2023 undir handleiðslu sólóistans Augustin Hadelich. Herdís nýtur þess að vinna með tónskáldum frá byrjunarreit sköpunarferlisins og taka þannig virkan þátt í að blása lífi í nýja tónlist og kanna nýja möguleika í tónlistinni. Hún hefur leikið tugi nýrra verka sem einleikari og sem meðlimur kammer og hljómsveita, þar á meðal Aspen Contemporary Ensemble, New Music New Haven, Oberlin Contemporary Ensemble, Elja Kammersveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2024 frumflutti hún fiðlukonsert Missy Mazzoli sem ber titilinn „Dark with Excessive Bright“ með Aspen Contemporary Ensemble í Norður-Ameríku. Árið 2020 frumflutti Herdís fiðlukonsert Liam Kaplan með Tim Weiss og Oberlin Contemporary Ensemble. Hún kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2017 sem sigurvegari í keppni Unga Einleikara. Herdís er sjálfstæður starfandi tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Píanóleikarinn og tónskáldið Liam Kaplan hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2024. Liam var meðlimur Aspen Contemporary Ensemble árin 2022-23 og hefur hann frumflutt mörg verk með þeim. Liam hefur komið fram á ýmsum tónleikaröðum á Íslandi, þar á meðal með kammermúsikklúbbinum, Tíbrá í Salnum Kopavogi, og 15:15. Hann hefur komið fram sem einleikari með Oberlin Sinfonietta, Oberlin Orchestra, og Aspen Conducting Academy Orchestra. Herdís Mjöll Guðmundsdóttir frumflutti fiðlukonsert Liams með Tim Weiss og Oberlin Contemporary Ensemble árið 2020. Hann hefur gefið út tvær einleiks plötur sem innihalda seinni hluta Das Wohltemperierte Klavier, og Goldberg afbrigðin eftir J.S. Bach. Seinni plata Liams inniheldur einnig 8 Prelúdíur eftir hann sjálfan og Orpheus Suite eftir Elizabeth Ogonek. Liam lauk bakkalárgráðu við Oberlin Conservatory þar sem hann lærði píanóleik hjá Alvin Chow og tónsmíði hjá Stephen Hartke.
26.05.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
27.05.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
28.05.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
28.05.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Hjónin Regína Ósk og Svenni Þór voru að gefa út plötu í fyrsta sinn saman. Tónleikarnir eru útgáfutónleikar á nýrri plötu sem var að koma út. Platan inniheldur 8 ástardúetta sem er blanda af lögum sem að allir þekkja og svo nýju frumsömdum eftir þau hjónin ofl.
Á efnisskránni verða líka lög sem þau hafa gefið út í gegnum árin, flutt opinberlega og lög sem hafa verið í uppáhaldi hjá þeim í gegnum tíðina. Þema tónleikana er Lífið og Ástin
Regína Ósk: Söngur
Svenni Þór: Söngur og gítar
Bergur EInar: Trommur
Þórir Úlfars: Píanó
Valdimar Olgeirsson: Bassi
Vignir Snær Vigfússon: Gítar
28.05.2025 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs
Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið?
Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin.
Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi miðvikudaginn 28. maí til miðvikudagsins 4. júní. Laugardaginn 31. maí verður Garðyrkjufélag Íslands einnig með plöntuskiptidag fyrir utan safnið.