Vegglistaverk sumarsins 2025

Vegglistahópurinn: Alexandra Rán Viðarsdóttir, Arey Ingibjörg Sveinsdóttir, Blær Þorfinns og Þorlei…
Vegglistahópurinn: Alexandra Rán Viðarsdóttir, Arey Ingibjörg Sveinsdóttir, Blær Þorfinns og Þorleifur Þrastarson. Leiðbeinandi: Arnór Kári Egilsson.

Vegglistahópur á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins, líkt og fyrri ár, en starfi þeirra lauk í lok júlí.

 

Vegglistahópurinn 2025 samanstóð af fimm listamönnum en það voru þau Alexandra Rán Viðarsdóttir, Arey Ingibjörg Sveinsdóttir, Blær Þorfinns og Þorleifur Þrastarson. Leiðbeinandi þeirra var Arnór Kári Egilsson.

 

Eftirfarandi vegglistaverk má finna í undirgöngunum við Bókasafn Kópavogs, undirgöngunum við Kópavogstjörn, og í gryfjunni á bak við Kóraskóla.

 

 

 

 

 

 

Hópurinn heldur úti síðu á instagram undir nafninu @vegglist þar sem fá má frekari innsýn í starf sumarsins.