11.12.2024 kl. - Bókasafn Kópavogs
Skiptimarkaður jólasveinsins er á 2. hæð aðalsafns.
Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur hjá okkur fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða.
Skiptimarkaðurinn verður opinn til 23. desember.
02.12.2024 kl.
Komdu á Náttúrufræðisstofu og taktu þátt í jólabingói!Öll fyrirbærin á bingóspjaldinu má finna einhverstaðar í sýningunni okkar. Aftan á því er svo smá fróðleikur um hvert og eitt þeirra og jafnvel vísbendingar. Fundvísir þátttakendur eiga síðan möguleika á því að vinna jólaglaðning!
Munið bara að skrifa nafn og tengiliðaupplýsingar á miðann og skila honum í plexíglersúluna fremst í sýningnni og þá eruð þið komin í pottinn.
Dregið verður út 9. desember, 16. desember og 23. desember.
04.12.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Kaupið miða á alla þrjá tónleikana á sérstöku verði!
MIÐAR Á JÓLAÞRENNU
Jólaundirbúningur hljómsveitarinnar Los Bomboneros hefst á vænni flís af feitum sauð því hljómsveitin býður til sannkallaðrar veislu í desember þar sem engu verður til sparað.
Fyrstu tónleikarnir verða þann 4.des þar sem hefðir bóleró - formsins og son cubano spilastílsins verðar heiðraðar. Gestur kvöldsins er enginn annar en Unnsteinn Manuel. Aldrei að vita hvort eitt og eitt jólalag komi með til byggða.
Þann 11.des verður hins vegar hljómur strengjahljóðfæranna í algerum forgrunni. Við fáum til okkar Sólveigu Thoroddsen með hörpurnar sínar og Sergio Coto með lútur og gítara og leitum aftur í akústíska tíma að kertaljósum og klæðum rauðum.
18.des - Jólaball Los Bomboneros. Nýjustu jólarannsóknir sýna að það eina sem virðist slá almennilega á stressið í desember er að hætta að hugsa um rauðkál og lufsast út á gólf í almennlegt jólatjútt. Lýðheilsubætandi svitakast með Los Bomboneros ásamt Óskari Guðjónssyni og Samúel Jóni Samúelssyni.
Hljómsveitina Los Bomboneros skipa Kristófer Rodriguez Svönuson (bæjarlistarmaður Kópavogs 2024), Alexandra Kjeld, Daníel Helgason og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
11.12.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
11.12.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Gerður Kristný verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 11. desember kl. 16:00
Hún mun ræða bók sína Jarðljós og lesa úr henni fyrir gesti.
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
11.12.2024 kl. 12:15 - Gerðarsafn
Verið velkomin á listamannaleiðsögn um sýningu Finnboga Péturssonar, Parabólu, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Leiðsögnin fer fram miðvikudaginn 11. desember klukkan 12:15. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.Finnbogi Pétursson hefur gert það að ævistarfi sínu að skapa aðstæður þar sem áhorfandinn tekur eftir, skynjar, þessa krafta. Oft í gegnum bylgjur, sem heyrast stundum en í öðrum verkum sjást. Í Parabólu gerir hann takt Jarðar sýnilegan. Listamaðurinn notar hljóð en það ómar ekki heldur skapar hreyfingu. Hljóðið gárar vatnið eins og ósýnilegur dropi sem fellur og kemur af stað bylgjum sem ferðast eftir vatnsfletinum. Með hætti sem einskorðast við þessa plánetu.
“Það er ekki hægt að breyta bylgjunum mikið, í ljósi aðdráttaraflsins og áhrifa himintunglanna sem eru að verki hér á Jörðinni,” segir Finnbogi.
Gárurnar eru í takti. Sínusbylgjur púlsa yfir afmarkaðan flöt vatnsins sem er rammað inn í ílangar laugar. Ljósið varpar hreyfingu vatnsins upp svo við sjáum hana í efni sem við leiðum hugann sjaldan að, loftinu sem umlykur okkur. Þegar ljósið hittir bylgjuna í hámarki sínu sjáum við hana sem skæra ljósrák en í lágmarki hennar myndast skuggi. Þegar bylgjurnar endurkastast af grensunum sem listamaðurinn hefur sett þeim umbreytast þær í negatíft form sitt. Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu.
Þetta er ekki hvaða púls sem er heldur er þetta sveiflan sem efni leitast við að vera í. Listamaðurinn notar vatn, loft, ljós og hljóð sem efni til að forma. Notar þekkingu mannsins á eðlisfræðilögmálum Jarðarinnar til að stýra efnum sem erfitt er að eiga við. Við þekkjum þennan takt, hann býr innra með okkur. Þegar við orkum á heiminn gerum við það iðulega í takt við þessar sveiflur hans. Hvort sem við ýtum barni í rólu, stillum flugvélahreyfla, hrærum í baðvatni eða sveiflum hverju sem er.
„Við reynum að lifa þannig að við séum í réttir sveiflu, að hún sé okkar. Ég fylgdist með dóttur-dóttur minni þegar hún var að læra að róla og hvernig hún fann nákvæmlega hvenær hún átti að setja niður tána til að viðhalda hreyfingunni. Þetta er okkur svo eðlilegt. Viðhald á hreyfingu er það sem við leitum að til að sem minnst orka fari í að viðhalda flæðinu.“
Í rúmfræði er parabóla eitt af þremur sniðum keilu. Keilan er hér ljóskeila, þríhyrningur og uppruni jafnhendrar bylgju, eins og þeirra sem við sjáum munstra loftið. Í forvitni um grunnlögmál eðlisfræðinnar nýtir listamaðurinn þekkingu mannsins á náttúrufyrirbærum Jarðar til að skapa upplifun á þeim. Með því að kryfja formið býr hann til sneiðmynd af ferlum sem við þekkjum – kannski án þess að átta okkur á því. En hér er samt ekki ætlast til neins af okkur nema að skynja. Gefa okkur tíma, sem skiptir öllu máli, í öllu.
“Ég er bara að eltast við grunnform frá mismunandi hliðum.”
Verk Finnboga eru falleg. Þau virðast næstum einföld. Þar liggur galdurinn, í útreiknaðri einangrun lögmálanna og formun viðsjárverðra efna. Framsetningin er hrein og bein, búið að fjarlægja allt sem ekki þjónar hugmyndinni, búa til ofurstýrt umhverfi, einskonar leiksvæði fyrir eðlisfræðileg fyrirbæri. Kerfi sem umkringja okkur eru eimuð niður í einn sýningarsal. Við erum umlukin náttúrufyrirbærum í sýningunni en erum á sama tíma svo fjarri náttúrunni, rétt eins og hlutar úr eðli hennar hafi verið sóttir og sett á stall. Svo við getum tilbeðið þau í næði.Leiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrk af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
12.12.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs spila ljúfa jólatónlist fyrir gesti og gangandi á 1. hæð aðalsafns dagana 5. desember, 12. desember og 19. desember kl. 16:00.
Piparkökur og hugguleg stemning.
Öll velkomin!
13.12.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
14.12.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar.
Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp friðinn sem gleymist oft í undirbúningi jólanna. Una ætlar að skapa friðsælt og ljúft andrúmsloft eins og henni einni er lagið.
Ímyndaðu þér heitt súkkulaði, heitt súkkulaði með eins miklum þeyttum rjóma og þig lystir, heitt súkkulaði og tvö piparkökuhjörtu á undirskál. Finnurðu hlýjuna? Svona mun þér líða þegar þú kemur að sjá Unu Torfa í jólafötunum í Salnum þann 14. desember.
14.12.2024 kl. 16:00 - Gerðarsafn
Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, laugardaginn 14. desember kl. 16 í Gerðarsafni.
Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir.
Kristofer Rodriguez Svönuson og hljómsveit flytja tónlist. Léttar veitingar verða í boði.
Gerðarverðlaunin eru veitt með stuðningi frá Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
15.12.2024 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi
Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 13 og 15.Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakappi Hurðaskellis, risastóra jóladagatalinu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, jóladagatal, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur.
Nánari tímasetningar:Jólaball Rófu
13:1013:4014:1014:35
Örtónleikar barnakóra í Kópavogi
13:00 við inngang13:20 við kaffihúsið13:40 við leiktækin14:10 við kaffihúsið14:30 við inngang
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
17.12.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs