Sumarnámskeið í Kópavogi

Yfir sumarið er boðið upp á fjölbreytt úrval sumarnámskeiða fyrir börn og ungmenni. Opnað er fyrir skráningar á sumarnámskeið frístudundadeildar á Sumardaginn fyrsta. Verið velkomin í litríkt sumarstarf í Kópavogi.

Í Kópavogi eru starfrækt fjölmörg sumarnámskeið á vegum Menntasviðs Kópavogs, íþróttafélaga bæjarins, tómstundafélaga og félagasamtaka með starfssemi í Kópavogi. Boðið er upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára, vinnutengd sumarnámskeið fyrir unglinga 14 til 16 ára og vinnutengd verkefni fyrir ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára.
Kynningarefni sumarnámskeiða er að finna á sumarvef Kópavogsbæjar.

  • Starfsreglur sumarnámskeiða

    Gerðar eru miklar kröfur um þjálfun og þekkingu starfsfólks á viðfangsefnum námskeiðanna og um að fyllsta öryggis sé gætt. Sérstök aðgát er höfð í sundferðum, siglingum og þegar ferðast er með börnin á milli staða. Í öryggisskyni eru ekki fleiri en 20 börn á hvern leiðbeinanda nema á sértækum námskeiðum svo sem siglingum og á námsleiðum fyrir börn með sérþarfir, þar eru börnin færri á hvern leiðbeinanda.

  • Öryggismál

    Allir starfsmenn sumarnámskeiða ljúka námskeiði í skyndihjálp, fá leiðsögn í viðbrögðum á mismunandi hegðun barna og brýnustu öryggismálum í umhverfi námskeiðanna, varðandi sund, siglingar og ferðir með börnin.

  • Reglur og tilmæli til foreldra

    Mælst er til að mætt sé tímanlega með barnið/ börnin á námskeið. Oft er lagt upp í lengri eða styttri ferðir kl. 09:00 að morgni og kl. 13:00 eftir hádegi. Foreldrar eru beðnir að tilkynna, á hverjum morgni, til forstöðumanna ef forföll verða, t.d. vegna veikinda. Ef barn á við sjúkdóm eða fötlun að einhverju tagi er æskilegt að slíkt sé tekið fram við skráningu á námskeið. Þannig er hægt að mæta þörfum barnsins frá fyrsta degi.

Síðast uppfært 25. mars 2021