Menningar- og mannlífsnefnd hefur frá árinu 2014 valið bæjarlistamann Kópavogs.
Árlega auglýsir menningar- og mannlífsnefnd eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Bæjarlistamaður hefur jafnframt fengið veglegan styrk frá bænum. Við val á bæjarlistamanni hefur menningar- og mannlífsnefnd fengið tilnefningar og lagt áhersla á að fá tilnefningar sem flestra listgreina.
Þeir sem útnefndir hafa verið sem bæjarlistamenn Kópavogs eru:
- 2014 Hljómsveitin Tazmania
- 2015 Jón Adolf Steinsson
- 2016 Ásgeir Ásgeirsson
- 2017 Sigtryggur Baldursson
- 2018 Stefán Hilmarsson
- 2019 Ragna Fróðadóttir
- 2020 Herra Hnetusmjör
- 2021 Sunna Gunnlaugsdóttir
- 2022 Guðjón Davíð Karsson
- 2023 Lilja Sigurðardóttir
- 2024 Kristofer Rodrgíuez Svönuson
- 2025 Sigga Beinteins