Á síðunni Að eldast getur eldra fólk og aðstandendur nálgast hagnýtar upplýsingar í tengslum við það að eldast. Markmiðið með síðunni er að auðvelda fólki að finna allar helstu upplýsingarnar á einum stað og styðja við öruggt og innihaldsríkt líf á efri árum. Á síðunni má meðal annars finna upplýsingar um:

  • Búsetukosti – valkostir varðandi heimili, þjónustuíbúðir og dvalarheimili.
  • Heimaþjónustu og stuðning – hvaða aðstoð er í boði til að styðja við búsetu heima, t.d. heimahjúkrun og félagslega þjónustu.
  • Réttindi og greiðslur – upplýsingar um lífeyri, tekjutengdar greiðslur og aðra fjárhagsaðstoð.
  • Heilsa og líðan – ráð og upplýsingar um heilsuvernd, hreyfingu og andlega vellíðan.
  • Samgöngur og þátttaka – upplýsingar um afslætti, akstursþjónustu og tækifæri til félagslegrar virkni.
  • Ráð og leiðbeiningar fyrir aðstandendur – hvernig best er að styðja við foreldra eða aðra nákomna.