Upplýsingar

Barnvænt sveitarfélag

Barnvænt sveitafélag er bær, borg eða samfélag sem stýrt er af sveitar- eða bæjarstjórn þar sem markmiðið er að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda barna s.s. við gerð stefnu, verkefna eða við aðra ákvarðanatöku. Hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF en það hefur verið innleitt í fjölda sveitarfélaga víðsvegar um heim. 

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð að lögum árið 1990 en allar þjóðir heims – að undanskildum Bandaríkjunum – hafa samþykkt sáttmálann sem samanstendur af 54 greinum um réttindi barna. Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992 en fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.

Mælaborð barna

Í tengslum við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi hefur verið þróað mælaborð sem hefur að geyma safn mælinga úr rannsóknum á velferð og stöðu barna og ungmenna í Kópavogi. Mælingarnar eru 83 talsins en auk yfirlits yfir einstakar mælingarnar hefur verið reiknuð vísitala barnvæns sveitarfélags á grundvelli mælinganna.

Barnaþing

Á hverju er haldið Barnaþing Kópavogs sem skipað er fulltrúum barna úr öllum grunnskólum Kópavogs og fulltrúum úr ungmennaráði. Barnaþing er haldið í kjölfar skólaþinga í grunnskólum bæjarins. Barnaþing fjallar um tillögur af skólaþingum og forgangsraðar tillögum sem sendar eru út í kosningu í grunnskólum. Að vori ári hvert eru þær tillögur sem börnin kjósa mikilvægastar kynntar fyrir bæjarstjórn.

Réttindaskóli, frístund og félagsmiðstöð

Í réttindaskólum, frístund og félagsmiðstöðvum byggir á hugmyndafræði sem tekur mið af Barnasáttmálanum. Við innleiðingu á Barnasáttmálanum í réttindaskóla, frístund og félagsmiðstöð er byggt upp lýðræðislegt umhverfi sem styður börn í því að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

Okkar skóli

Okkar skóli snýst í stuttu máli um að leik- og grunnskólar fá úthlutað fjármagni sem börnin fengu að ráðstafa sjálf. Það er mismunandi milli skóla hvernig aðferðafræði er beitt í því að safna hugmyndum og velja á milli þeirra.