Skrifstofa bæjarritara

Skrifstofa bæjarritara annast lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og veitir stuðning við bæjarstjóra og fastanefndir bæjarins.

Pálmi Þór Másson er bæjarritari Kópavogsbæjar.

Skrifstofa umbóta og þróunar

Skrifstofa umbóta og þróunar vinnur að innleiðingu lausna sem gera starfsemi og þjónustu bæjarins skilvirkari. Hún sinnir jafnframt menningarmálum og hefur umsjón með miðlun.

Umbóta og þróunarstjóri er Védís Hervör Árnadóttir.


Meira um skrifstofu umbóta og þróunar.

Heimasíða Mekó.

Skrifstofa þjónustu

Skrifstofa þjónustu tekur við erindum í gegnum þjónustuver, síma og net, og veitir kerfis-, rekstrar- og notendaþjónustu. Hún sér einnig um samskipti við ytri birgja í upplýsingatæknimálum, ásamt rekstri mötuneytis, fasteignaumsjón og innkaupum.

Þjónustustjóri er Loftur Steinar Loftsson.

Skrifstofa áhættu og fjárstýringar

 

Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar sinnir stefnumótun og greiningu á áhættu og fjárfestingum. Hún mótar áhættustefnu og tryggir virka áhættustýringu í starfsemi og rekstri bæjarins. Skrifstofan hefur umsjón með fasteignastefnu og stefnu vegna eignarhalds í félögum, annast skipulega greiningarvinnu þvert á svið og gerir fjárfestingaráætlanir.

Áhættu og fjárstýringarstjóri er Sindri Sveinsson.

 

Skrifstofa mannauðs og kjaramála

Skrifstofa mannauðs- og kjaramála annast verkefni tengd mannauðsstjórnun, kjaramálum og starfsmannastefnu bæjarins. Hún sér um launavinnslu og styður við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum.

Mannauðsstjóri er Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.