Skrifstofur
Stjórnskipulag Kópavogsbæjar byggir á þremur fagsviðum: menntasviði, umhverfissviði og velferðarsviði. Þvert á þessi svið starfa skrifstofur bæjarins: skrifstofa þjónustu, skrifstofa áhættu- og fjárstýringar og skrifstofa mannauðs- og kjaramála. Þá starfa skrifstofa bæjarritara og skrifstofa umbóta og þróunar þvert á fagsviðin og aðrar skrifstofur. Þær sinna verkefnum sem ná yfir alla starfsemi bæjarins.




