Næstum fyndið hvað ég er mikill Kópavogsbúi
Það má með sanni segja að Auður Jóhannsdóttir sé Kópavogsbúi í húð og hár. Hún ólst upp í Hólmunum og hafði viðkomu í Túnunum, Kórunum og Sölunum áður en hún settist að í Smárahverfi. Hún starfar á Heilsugæslunni í Salahverfi, dansar og stundar ræktina í Sporthúsinu, sækir alla þjónustu í Kópavog og er farin að skoða sig um í Sunnuhlíð. Hún segist ekki sjá tilganginn í því að búa neinsstaðar annarsstaðar.
