Stjórn Strætó

Strætó bs. er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju sveitarfélagi.

Eigendur Strætó bs. eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. Hvert sveitarfélaganna skipar einn fulltrúa í stjórn og einn til vara. Fulltrúinn skal vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og formennsku. 

Fulltrúi Kópavogsbæjar er Andri Steinn Hilmarsson .

Síðast uppfært 15. júní 2022