Stjórn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins starfar í umboði sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sex eða fulltrúum þeirra og jafnmörgum til vara. Bæjarstjóri Kópavogs situr í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur eftirtalin verkefni:

  • Að hafa eftirlit með rekstri byggðarsamlagsins og sjá um að lögum, reglugerðum, samþykktum og markaðri stefnu sé fylgt.
  • Að samþykkja áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál sem síðan er lögð fyrir aðildarsveitarfélögin.
  • Að samþykkja fjárhagsáætlun og starfsáætlun þar sem markmiðum í rekstri og þjónustustigi er lýst.
Síðast uppfært 18. september 2024