Forsætisnefnd

Forsætisnefnd bæjarstjórnar Kópavogs skipuleggur starf bæjarstjórna og dagskrá bæjarstjórnarfunda. Nefndin er skipuð þremur bæjarfulltrúum og jafnmörgum til vara. 

Forsætisnefnd hefur eftirtalin verkefni:

  • Skipuleggur starf bæjarstjórnar og dagskrá bæjarstjórnarfunda.
  • Fer yfir umræður bæjarstjórnar og leggur fram athugasemdir á næsta fundi bæjarstjórnar ef ástæða er til.
  • Hefur umsjón með alþjóðasamstarfi bæjarins.
  • Fjallar um tillögur á breytingum á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykktir fyrir einstakar nefndir.
  • Fjallar um starfskjör kjörinna fulltrúa og gerir tillögu til bæjarstjórnar þar um.
  • Fjallar um starfsaðstæður bæjarfulltrúa og gerir tillögur til bæjarstjórnar þar um.
  • Fjallar um álitamál er geta komið upp í málsmeðferðum í nefndarkerfi og bæjarstjórn Kópavogsbæjar.
  • Fjallar um önnur mál sem forseti leggur fyrir hana, aðrir nefndarmenn eða bæjarstjóri óskar að ræða.
Síðast uppfært 04. mars 2024