Ungmennaráð

Ungmennaráð heyrir undir bæjarstjórn Kópavogs. Ráðið er skipað 15 fulltrúum á aldrinum 13-20 ára. 

Ráðið er skipað níu fulltrúum sem tilnefndir eru frá grunnskólum og félagsmiðstöðvum (sameiginlegur fulltrúi grunnskóla og félagsmiðstöðvar), tveimur fulltrúum frá Menntaskólanum í Kópavogi og fjórum fulltrúum frá ungmennahúsinu Molanum. Bæjarstjórn kýs svo tvo fulltrúa úr sínum röðum sem eru tengiliðir bæjarstjórnar við Ungmennaráð Kópavogs.

 Hlutverk ungmennaráðs er m.a. að veita ungu fólki vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Ráðið skapi þátttakendum vettvang til fræðslu og þjálfunar í lýðræðislegum vinnubrögðum og gæti að hagsmunum barna- og ungmenna í Kópavogi. Ungmennaráð sé einnig bæjarstjórn Kópavogs og örðum nefndum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna.

Síðast uppfært 17. janúar 2024