Leikskólar

Kópavogsbær rekur 19 leikskóla og auk þess eru 2 þjónustureknir og 2 einkareknir leikskólar í bæjarfélaginu.

Leikskólar Kópavogsbæjar starfa eftir aðalnámskrá leikskóla.  Í henni kemur fram fagleg stefnumörkun og lýsing á sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.

 • Innritun

  Innritun í leikskóla fer fram í gegnum Þjónustugátt. Innritunarfulltrúi er með símatíma frá 11-12 alla virka daga nema miðvikudaga.

  Börn raðast á biðlista eftir aldri en ekki eftir umsóknardegi og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla. Foreldrar merkja við einn leikskóla sem aðalumsókn og allt að tvo til vara. Einnig er hægt að merkja við „hvaða leikskóla sem er“. Börnum er almennt einungis boðin dvöl í þeim leikskólum sem sótt er um, nema foreldri merki við „hvaða leikskóla sem er“.

 • Kynningarmyndbönd af leikskólum Kópavogs

  Leikskólinn Austurkór

  Leikskólinn Arnarsmári

  Leikskólinn Álfatún

  Leikskólinn Álfaheiði

  Leikskólinn Baugur

  Leikskólinn Dalur

  Leikskólinn Efstihjalli

  Leikskólinn Fagrabrekka

  Leikskólinn Fífusalir

  Leikskólinn Furugrund

  Leikskólinn Grænatún

  Leikskólinn Kópahvoll

  Leikskólinn Kópasteinn

  Leikskólinn Lækur

  Leikskólinn Marbakki

  Leikskólinn Núpur

  Leikskólinn Rjúpnahæð

  Leikskólinn Sólhvörf

  Leikskólinn Urðarhóll

 • Námskrár

  Menntamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá leikskóla.
  Aðalnámskrá er fagleg stefnumörkun og lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.  Aðalnámskrá er ákveðinn rammi um leikskólastarfið og undirstaða frekari skólanámsskrárgerðar.  

  Námsskrá leikskóla Kópavogs
  Námskrá leikskóla Kópavogs
  er sameiginlegur grunnur að skólanámsskrá og inniheldur það sem er sameiginlegt í starfi leikskólanna. Skáletraður texti í lok flestra kafla í námsskránni er sá hluti sem hver leikskóli vinnur sérstaklega. Skólanámsskrá fyrir hvern leikskóla er að finna á heimasíðum leikskólanna.

   

 • Sérkennsluúrræði

  Í leikskólum starfar sérkennslustjóri sem veitir m.a. ráðgjöf til foreldra.

  Önnur sérfræðiþjónusta s.s. þjónusta sálfræðinga, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og sérkennsluráðgjafa er veitt gegnum leikskóladeild menntasviðs Kópavogs.

 • Verklagsreglur í leikskólum

  Í stofnunum Kópavogsbæjar er vanræksla, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi eða annars konar óviðeigandi hegðun ekki liðið gagnvart börnum. Ef grunur vaknar um slíkt skulu stofnanir bregðast strax við.

  Sjá nánar hér á Velferð barna

  Aðrar verklagsreglur:

   

 • Gjaldskrá fyrir almenn leikskólagjöld

  Prenta gjaldskrá

  Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2020. 

  Almennt gjald

  Dvalarstundir
  Dvalargjald
  Með hressingu
  Með hádegismat
  Með fullu fæði
  4 stundir
  12.088 kr.
  14.432 kr.
  4,5 stundir
  13.599 kr.
  15.943 kr.
  20.396 kr.
  22.740 kr.
  5 stundir
  15.110 kr.
  17.454 kr.
  21.907 kr.
  24.251 kr.
  5,5 stundir
  16.621 kr.
  23.418 kr.
  25.762 kr.
  6 stundir
  18.132 kr.
  24.929 kr.
  27.273 kr.
  6,5 stundir
  19.643 kr.
  26.440 kr.
  28. 784kr.
  7 stundir
  21.154 kr.
  27.951 kr.
  30.295 kr.
  7,5 stundir
  22.665 kr.
  29.462 kr.
  31.806 kr.
  8 stundir
  24.176 kr.
  33.317 kr.
  8,5 stundir
  29.119 kr.
  38.260 kr.
  9 stundir
  39.009 kr.
  48.150 kr.

  Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 3.022,- fyrir hverja klukkustund á mánuði. Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 6.797,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.344,-.  Gjald fyrir full fæði verður 9.141, á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 4.943,- á mánuði. Fyrir næstu hálfu stund kr. 9.890.

  Lægra gjald

  Þeir sem greiða lægra gjald, eru einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku 75% eða meira. Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er þá afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.

  Lægra grunngjald v/8 stunda dvalar eða minna verður 2115,- fyrir hverja klukkustund á mánuði, Gjald fyrir hádegisverð verður 6.797,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu  2.344,-. Gjald fyrir full fæði verður 9.141 á mánuði.  Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 3.460,- á mánuði,-. Fyrir næstu hálfu stund kr. 6.923.

  Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini fær greidd framlög frá Kópavogsbæ vegna dvalar hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af matargjaldi.

  Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2020.

  Dvalarstundir
  Dvalargjald
  Með hressingu
  Með hádegismat
  Með fullu fæði
  4,0 stundir
  8.460 kr.
  10.804 kr.
  4,5 stundir
  9.518 kr.
  11.862 kr.
  16.315 kr.
  18.659 kr.
  5,0 stundir
  10.575kr.
  12.919 kr.
  17.372 kr.
  19.716 kr.
  5,5 stundir
  11.633kr.
  18.430 kr.
  20.774 kr.
  6,0 stundir
  12.690 kr.
  19.487 kr.
  21.831 kr.
  6,5 stundir
  13.748 kr.
  20.545 kr.
  22.889 kr.
  7,0 stundir
  14.805 kr.
  21.602 kr.
  23.946 kr.
  7,5 stundir
  15.863kr.
  22.660 kr.
  25.004 kr.
  8,0 stundir
  16.920 kr.
  26.061 kr.
  8,5 stundir
  20.380 kr.
  29.521 kr.
  9,0 stundir
  27.303 kr.
  36.444 kr.
Síðast uppfært 29. apríl 2020