Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2023 og gildir til 31.ágúst 2023.
Almennt gjald
Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 3.458,- fyrir hverja klukkustund á mánuði. Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.682-. Gjald fyrir full fæði verður 10.462, á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 5.657,- á mánuði. Fyrir næstu hálfu stund kr. 11.321.
Lægra gjald
Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku (75% eða meira).
Hægt er sækja um ofangreinda afslætti með því að opna "umsókn um leikskóla" í þjónustugátt. Endurnýja þarf umsókn um afslætti fyrir upphaf hvers skólaárs eða fyrir 1. september ár hvert.
Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og er þá afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.
Lægra grunngjald v/8 stunda dvalar eða minna verður 2.421,- fyrir hverja klukkustund á mánuði, Gjald fyrir hádegisverð verður 7.780,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu 2.682,-. Gjald fyrir full fæði verður 10.462,- á mánuði. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 3.960,- á mánuði,-. Fyrir næstu hálfu stund kr.7.923,-.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 100% af dvalargjaldi fyrir þriðja
barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini fær greidd framlög frá Kópavogsbæ vegna dvalar hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af matargjaldi. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2023 og gildir til 31.ágúst 2023.