Leikskólar

Kópavogsbær rekur nítján leikskóla og auk þess er einn þjónusturekinn og tveir einkareknir leikskólar í bæjarfélaginu.

Leikskólar Kópavogsbæjar starfa eftir aðalnámskrá leikskóla.  Í henni kemur fram fagleg stefnumörkun og lýsing á sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.

Gjaldskrár

Leikskólagjöld

Prenta gjaldskrá

Ný gjaldskrá leikskóla tekur gildi 1. september þar sem dvalargjöld verða gjaldfrjáls fyrir vistun sem er 6 stundir á dag eða skemur.

Fæðisgjöld

1. janúar 2024

Fæðisgjöld
Hádegisverður
7.894 kr.
Hressing
2.721 kr.
Fullt fæði
10.615 kr.

Almennt gjald 1.janúar 2024

Dvalarstundir
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2.721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
4,5 stundir
0
2.721 kr..
7.894 kr
10.615 kr.
5,0 stundir
0
2.721 kr.
7.894 kr
10.615 kr.
5,5 stundir
0
7.894 kr
10.615 kr..
6,0 stundir
0
7.894 kr
10.615 kr.
6,5 stundir
24.154 kr.
32.042 kr.
34.769 kr.
7,0 stundir
26.012 kr.
33.906 kr.
36.627 kr.
7,5 stundir
32.512 kr.
40.406 kr.
43.127 kr.
8,0 stundir
39.012 kr.
46.906 kr.
49.627 kr.
8,5 stundir
48.012 kr.
55.906 kr.
58.627 kr.
9,0 stundir
67.012 kr.
74.906 kr.
77.627 kr.

Afslættir af dvalargjöldum

Afslættir

Frá 1. september 2023 hefur gefist kostur á að sækja um tekjutengda afslætti af dvalargjöldum.
Nýjar reglur um tekjutengdan afslátt taka gildi frá 1. janúar 2024. Sérstakir afslættir fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn falla úr gildi 31.12.2023.

Starfsfólk í leikskólum í 75% eða hærra starfshlutfalli eiga rétt á 40% afslætti.

Systkinaafsláttur helst óbreyttur og reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.

Tekjutengdir afslættir
Tekjutengdan afslátt og tekjuviðmið frá 1. janúar 2024 má sjá hér að neðan:

Einstæðir:                                                                 Í sambúð:

Tekjuviðmið Afsláttur   Tekjuviðmið Afsláttur
 0 - 460.000 kr. 50%    0 - 660.000 kr. 50%
 461.001 - 750.000 kr. 40%    660.001 - 980.000 kr. 40%
 750.001 - 790.000 kr. 30%    980.001 - 1.020.000 kr. 30%
 790.001 - 830.000 kr. 20 %    1.020.001 - 1.060.000 kr 20 %
 830.001 - 870.000 kr. 10%    1.060.001 - 1.100.000 kr 10%

Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.

Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt í þjónustugátt. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Samþykkt í bæjarráði Kópavogs, 6. júlí 2023

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi ef barn á eitt yngra systkini, en 100% af dvalargjaldi ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.

Hægt er að skoða leikskólagjöld útfrá mismunandi fjölda dvalartíma og afsláttum í reiknivél leikskólagjalda.

Hér að neðan eru dæmi um dvalargjöld með afsláttum.

Dvalargjöld með 30% afslætti:

Dvalarstundir 30% afsl.
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
4,5 stundir
0
2721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
5,0 stundir
0
2721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
5,5 stundir
0
7.894 kr.
10.615 kr.
6,0 stundir
0
7.894 kr.
10.615 kr.
6,5 stundir
16.908 kr.
24.802kr.
27.523 kr.
7,0 stundir
18.208 kr.
26.102 kr.
28.823 kr.
7,5 stundir
22.758 kr.
30.652 kr.
33.373 kr.
8,0 stundir
27.308 kr.
35.202kr.
37.923 kr.
8,5 stundir
33.608 kr.
41.502 kr.
44.223 kr.
9,0 stundir
46.908 kr.
54.802 kr.
57.523 kr.

Tekjutengdur afsláttur

Boðið verður upp á að sækja um tekjutengdan afslátt vegna dvalargjalda í leikskóla frá 1. september 2023. Tekjutengdur afsláttur er 40% af dvalargjöldum.

Samþykkt í bæjarráði Kópavogs, 6. júlí 2023

Dvalarstundir 40% afsl.
Dvalargjald
Með hressingu
Með hádegismat
Með fullu fæði
4,0 stundir
0
2.721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
4,5 stundir
0
2.721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
5,0 stundir
0
2.721 kr.
7.894 kr.
10.615 kr.
5,5 stundir
0
7.894 kr.
10.615 kr.
6,0 stundir
0
7.894 kr.
10.615 kr.
6,5 stundir
14.492 kr.
22.386 kr.
25.107 kr.
7,0 stundir
15.607 kr.
23.501 kr.
26.222 kr.
7,5 stundir
19.507 kr.
27.401 kr.
30.122 kr.
8,0 stundir
23.407 kr.
31.301 kr.
34.022 kr.
8,5 stundir
28.807 kr.
36.701 kr.
39.422 kr.
9,0 stundir
40.207 kr.
48.101 kr.
50.822 kr.

Reglur og aðrar upplýsingar

Reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Kópavogs

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu. Leikskólinn er á forsendum barnsins, en leitast er við að hafa sem mestan sveigjanleika í dvalartíma barnanna til að koma til móts við óskir foreldra. Grundvallaratriði er þó að það komi ekki niður á börnunum og leikskólamenntun þeirra.

Umsókn
Sækja þarf um leikskóladvöl fyrir barn í Þjónustugátt Kópavogsbæjar sem þá skráist á biðlista eftir aldri þess.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Kópavogi, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar.

Innritun
Börn raðast á biðlista eftir aldri og er sérstakur biðlisti fyrir hvern leikskóla. Foreldrar geta merkt við allt að fimm leikskóla á umsóknarblaðinu. Börnum er almennt einungis boðin dvöl í þeim leikskólum sem sótt er um.

Röð á biðlista ræður hvaða barn er næst inn, eldri börn ganga fyrir yngri börnum. Ýmislegt getur þó haft áhrif á biðlistann, t.d. forgangur.

Þiggja foreldrar vistun fyrir barn sitt í öðrum leikskóla en þau óskuðu eftir í fyrsta vali er möguleiki á að sækja um flutning. Til að tryggja stöðugleika barns og skólastarfs er reynt að verða við flutningsbeiðni í upphafi næsta skólaárs.

Leitast er við að systkini fái dvöl í sama leikskóla en aldur barna á biðlista ræður innritun.

Forgangur
Samkvæmt innritunarreglum má sækja um forgang í leikskóla Kópavogs vegna:
         1. Fatlaðra barna og barna með alvarleg þroskafrávik. Vottorð frá viðurkenndumgreiningaraðila skal fylgja forgangsumsókn.
         2. Barna sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi.
              a. Barnaverndarmál. Vottorð frá Velferðarsviði skal fylgja forgangsumsókn.
              b. Alvarleg veikindi eða fötlun hjá nánustu fjölskyldumeðlimum barnsins. Vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum skal fylgja
                   forgangsumsókn. Ef gögn systkinis liggja fyrir á skrifstofu Menntasviðs er nóg að vísa í þau, nafn og kennitala þarf að fylgja.
              c. Börn foreldra undir lögaldri.
              d. Börn einstæðra foreldra með þrjú börn eða fleiri undir níu ára aldri á framfæri.
              e. Þríbura.
         3. Barna starfsfólks í leikskólum Kópavogs.
              Starfsmenn leikskóla geta sótt um forgang í leikskóla Kópavogs, svo fremi sem leikskólastjóri mæli með forgangi. Láti starfsmaðurinn af störfum
              áður en komið er að barni hans á biðlista, missir barnið forgangsrýmið og hættir um leið og starfsmaðurinn.

Deildarstjóri leikskóladeildar úrskurðar um forgang í samráði við viðeigandi starfsmenn leikskóladeildar. Leikskóladvöl barns með forgang hefst í fyrsta lagi við
tólf mánaða aldur.

Dvöl
Leikskólar Kópavogs eru opnir frá kl. 7:30 til 16:30. Daglegur dvalartími stendur á heilli eða hálfri klukkustund og heimilt er að skipta hálfri klukkustund í 2x15 mínútur. Ef að hausti er ekki óskað eftir dvöl fyrir fleiri en þrjú börn í byrjun og/eða lok dags, er heimilt að hafa skólann lokaðan sem því nemur. Gildir sú ákvörðun leikskólaárið. Hvert barn hefur ákveðinn dvalartíma dag hvern, miðað skal við að börn komi og fari innan dvalartíma.

Öll börn taka þátt í þeim máltíðum sem falla innan dvalartíma þeirra.

Óski foreldrar eftir breytingu á dvalartíma metur leikskólastjóri hvort og hvenær hægt sé að verða við beiðninni. Breyting á dvalartíma miðast við mánaðamót eða
fimmtánda hvers mánaðar. Ekki er alltaf hægt að verða við beiðni foreldra um lengingu dvalartíma barns. Leikskólastjórar taka tillit til fjölda starfsmanna pr. deild á
þeim tíma sem óskað er eftir lengingu, aðstæðna barnsins og foreldra. Það foreldri sem barn á lögheimili hjá hefur heimild til að sækja um í leikskóla. Ef
foreldrar óska eftir tímabundinni styttingu á dvalartíma t.d. vegna fæðingarorlofs eða atvinnumissis, er orðið við þeirri beiðni. Foreldrum er jafnframt tryggð lenging í
upprunalegan dvalartíma þegar starf hefst að nýju. 

Dvalargjald
Dvalargjöld reiknast samkvæmt gildandi gjaldskrá.

Einstæðir foreldrar, öryrkjar með metna örorku 75% eða meira og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi greiða lægra gjald. Einstæðir foreldrar þurfa að
endurnýja umsókn um afslátt af leikskólagjöldum í ágúst ár hvert. Við útreikning á afslætti fyrir einstæða foreldra er stuðst við upplýsingar úr þjóðskrá. Öryrkjar
framvísa vottorði þegar dvalarsamningur er útfylltur. Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og kemur þá afsláttur til
framkvæmda næsta mánuð/mánuði. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Afsláttur er einungis veittur afturvirkt hjá námsmönnum sbr. ofangreint.

Gjald reiknast á það foreldri sem barnið á lögheimili hjá. Óski einstæðir foreldrar eftir
breytingu á því þurfa þeir báðir að undirrita beiðnina.
Systkinaafsláttur er veittur í samræmi við gildandi gjaldskrá.
Foreldrum ber að tilkynna um breytta stöðu sem hefur áhrif á greiðslu dvalargjalds.
Kópavogsbær greiðir ekki fyrir barn sem dvelur í leikskóla í öðru sveitarfélagi
samtímis því að halda rými í Kópavogi.

Uppsagnarfrestur
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Foreldrar þurfa að skila uppsögn á leikskóladvöl til
leikskólastjóra. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl.

Samkomulag milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kveður á um að barn sem flytur á milli þeirra sé heimilt að dvelja áfram í leikskóla í því sveitarfélagi sem flutt
er úr í allt að sex mánuði frá flutningi lögheimilis eða þar til það fær vistun í nýja leikskólanum. Foreldrar þurfa að sækja um leikskóla hjá sveitarfélaginu sem flutt er í
og skila umsókn um framlengingu á dvöl barns vegna flutnings til núverandi leikskólastjóra. Ef þjónusta sem börn þurfa á að halda er ekki í sveitarfélaginu sem
flutt er í geta tímamörk verið rýmri. Barn á lokaári hefur tækifæri til að ljúka leikskólagöngu sinni í sveitarfélaginu sem flutt er úr. Nýja sveitarfélagið greiðir
kostnað við leikskóladvöl barnsins samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Endurskoðað í febrúar 2021

Röskun vegna veðurs

Þegar Veðurstofa Ísland varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands.
Sjá nánar um Óveður 

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi.
Sjá nánar um Röskun á skólastarfi

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Sjá nánari upplýsingar í Textaspá

Athugið:
Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar.
Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára.

Reglur um heimgreiðslur

1. gr. Markmið
Kópavogsbær veitir foreldrum/forsjáraðilum barna 15 mánaða og eldri heimgreiðslur vegna barna sem hvorki
eru í dvöl hjá dagforeldri né í leikskóla.

2. gr. Skilyrði
Greiðslur eru bundnar eftirfarandi skilyrðum:

  • Barn sé með lögheimili í Kópavogi.
  • Barn njóti ekki annarra niðurgreiðslna frá Kópavogsbæ vegna dvalar barnsins.
  • Barn sé á biðlista eftir dvöl í leikskóla í Kópavogi.

3. gr. Umsókn
Sækja þarf um heimgreiðslur vegna barns í Þjónustugátt Kópavogsbæjar. Umsókn um heimgreiðslur
þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir.
Aðeins þarf að sækja um heimgreiðslur einu sinni. Heimgreiðslur eru ekki afturvirkar.


4. gr. Afgreiðsla
Heimgreiðslur eru greiddar eftir á frá næstu mánaðamótum eftir að barn hefur náð 15 mánaða aldri.
Heimgreiðslur reiknast frá þeim degi sem barn verður 15 mánaða.

Greiðslur falla niður þegar barn hefur dvöl í leikskóla eða hjá dagforeldri með starfsleyfi.
Greiðslur falla niður ef dvöl í leikskóla er hafnað vegna barna sem eru 30 mán. eða eldri.
Greiðslur falla niður við flutning á lögheimili barnsins úr sveitarfélaginu.

Heimgreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári, ekki er greitt vegna júlí mánaðar

5. gr. Upphæð
Mánaðarleg heimgreiðsla er 107.176 kr.

6. gr. Uppgjör
Menntasvið hefur umsjón með framkvæmd heimgreiðslna Kópavogsbæjar. Greiðslur fara
fram í fyrstu viku hvers mánaðar með rafrænum hætti.

7. gr. Leiðréttingar
 Verði um ofgreiðslu að ræða áskilur Kópavogsbær sér rétt til endurgreiðslu, m.a. í tilvikum þar sem ofgreiðsla kann
að vera á grundvelli þess að umsækjandi hafi gefið upp rangar upplýsingar eða ekki tilkynnt um breytingar á
högum sínum sem hafa áhrif á rétt til greiðslu.


Reglur þessar gilda frá 1. janúar 2024
Reglur þessar voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs í nóvember 2023


Reglur um tekjutengda afslætti af dvalargjöldum í leikskóla

 1. gr. Markmið
Reglur þessar eiga við um dvalargjöld í leikskólum í Kópavogi.

Kópavogsbær veitir foreldrum/forsjáraðilum með lágar tekjur tekjutengdan afslátt af dvalargjöldum í leikskóla með það að markmiði að koma til móts við fjölskyldur með ung börn í sveitarfélaginu.

2. gr. Skilyrði

Til þess að eiga rétt á að tekjutengdum afslætti þurfa meðaltekjur fyrir skatta að vera innan tekjuviðmiða í neðangreindri töflu. Upphæð afsláttar fer eftir því undir hvaða tekjuviðmið meðaltekjur falla og hvort umsækjandi er einstæður eða í sambúð.

Tekjuviðmið:

 Í Sambúð

 Tekjuviðmið   Afsláttur
 0 - 660.000 kr.  50 %
 660.001 - 980.000 kr.  40 %
 980.001 - 1.020.000 kr.  30 %
 1.020.001 - 1.060.000 kr.  20 %
 1.060.001 - 1.100.000 kr.  10 %


Einstæðir

 Tekjuviðmið  Afsláttur
 0 - 460.000 kr.  50 %
 460.001 - 750.000 kr.  40 %
 750.001 - 790.000 kr.  30 %
 790.001 - 830.000 kr.  20 %
 830.001 - 870.000 kr.

 10 %


Við mánaðarlegan útreikning á tekjutengdum afsláttum er miðað við meðaltekjur umsækjanda og maka ef við á, samkvæmt staðgreiðsluskrá fyrir síðustu þrjá mánuði sem aðgengilegir eru í skattaupplýsingum hjá Skattinum hverju sinni. Athygli er því vakin á því að afslættir geta verið breytilegir milli mánaða ef tekjur eru breytilegar milli mánaða.

Með umsókn um tekjutengdan afslátt veitir umsækjandi Kópavogsbæ heimild til þess að sækja skattaupplýsingar mánaðarlega til staðfestingar á því að tekjur séu innan tekjuviðmiða.
Hægt er að afturkalla ofangreinda heimild hvenær sem er og þá mun möguleiki á tekjutengdum afslætti einnig falla niður. Afturköllun þarf að gera með rafrænni undirritun og hægt er að óska eftir því með tölvupósti eða með skilaboðum á Þjónustugátt.

Skattaupplýsingarnar verða hvergi geymdar en starfsmenn sem vinna með fjármál leikskólans munu sjá að barnið er með tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum á reikningum til foreldra, ef skilyrði um tekjutengdan afslátt eru uppfyllt.

 Í tilviki sambúðarfólks þarf maki umsækjanda einnig að skrifa rafrænt undir umsókn og staðfestingu um heimild Kópavogsbæjar um uppflettingu í skattaskrá. Umsókn telst ekki gild fyrr en rafrænar undirskriftir liggja fyrir.

 3. gr. Umsókn

 Foreldrar/forsjáraðilar sækja um tekjutengdan afslátt af dvalargjöldum í leikskóla í gegnum þjónustugátt.
Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir.
Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

 

4. gr. Gjaldskrá

 Frekari upplýsingar um afslætti og gjöld má finna undir „Leikskólagjöld“ á vefsvæði fyrir Gjaldskrár á vefsíðu sveitarfélagsins.

 

5. gr. Leiðréttingar

 Ef veittir eru afslættir á röngum forsendum eða umfram það sem þessar reglur segja til um, áskilur Kópavogsbær sér rétt til leiðréttingu gjalda, m.a. í tilvikum þar sem leiðrétting kann að vera á grundvelli þess að umsækjandi hafi gefið upp rangar upplýsingar eða hann hafi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum sem hafa áhrif á rétt til afsláttar.

 

6. gr. Aðrir afslættir

Sérstakir afslættir fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn falla úr gildi 31.12.2023.

Systkinaafsláttur helst óbreyttur og reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.

 

Reglur þessar gilda frá 1. janúar 2024
Reglur þessar voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs í nóvember 2023.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar gefur innritunarfulltrúi leikskóla í síma 441 0000 á milli 11-12 alla virka daga nema miðvikudaga.

Allar gjaldskrár Kópavogsbæjar eru birtar með fyrirvara um villur.

Síðast uppfært 02. febrúar 2024