Velferð barna

Í stofnunum Kópavogsbæjar er vanræksla, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi eða annars konar óviðeigandi hegðun ekki liðið gagnvart börnum. Ef grunur vaknar um slíkt skulu stofnanir bregðast strax við.

Starfsfólk stofnana Kópvogsbæjar skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi og gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Jafnframt skal starfsfólk gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu.

Sjá verkferla og eyðublöð undir tengdu efni sem notast skal ef grunur vaknar um ofbeldi í leik-og grunnskólum og frístundastarfi.

Síðast uppfært 07. janúar 2020