Bæjarráð

2659. fundur 25. október 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. október

60. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1210014 - Atvinnu- og þróunarráð, 17. október

7. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1210012 - Forvarna- og frístundanefnd, 17. október

12. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1210009 - Framkvæmdaráð, 24. október

40. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1208812 - Snjómokstur

Þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í verkið "snjómokstur og hálkueyðing í Kópavogi 2012-2015", samkvæmt útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogs dags. 1.september 2012. Útboðið var opið og bárust tilboð í austursvæði frá Arnarverk ehf. og Óskatak ehf., Hilmar D. Ólafsson ehf., Malbikunastöðin Höfði ehf. og Hlaðbær Colas ehf. og vestursvæði frá Arnarverk og Óskatak ehf. Hilmar D. Ólafsson ehf. og Hlaðbær Colas ehf. Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægst bjóðanda Arnarverk og Óskatak ehf.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

6.1210427 - Kópavogsbraut 41, kaup á íbúð.

Framkvæmdaráð samþykkir kauptilboð í fasteignina Kópavogsbraut 41 og heimilar að framkvæmdir verði undirbúnar vegna breytinga á grundvelli afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

7.1209394 - Bláa tunnan, tilboð vegna hráefni.

Framkvæmdaráð samþykkir að svo stöddu að ekki verði fallist á tilboðið og að fylgst verði með markaðnum.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1210040 - Hólmaþing 7, tillaga um lóðagjöld.

Framkvæmdaráð samþykkir að lóðagjöld í Þingum af einbýlishúsalóðum verði óbreytt miðað við núgildandi gjaldskrá um yfirtökugjöld og að lóðin verði auglýst á vef bæjarins og úthlutað með hefbundnum hætti.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

9.1210423 - Austurkór 43,45,47,47a umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Sóltúni ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 43, 45, 47 og 47A.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

10.1210424 - Austurkór 49, 51, 53. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð.

Framkvæmdarráð leggur til við bæjarráð að Sóltúni ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 49, 51 og 53. Framkvæmdaráð samþykkir að hefðbundin yfirtökugjöld verða á lóðunum Austurkór 49, 51 og 53.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

11.1210362 - Hafraþing 1. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 1 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

12.1210361 - Hafraþing 2. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 2 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

13.1210360 - Hafraþing 3. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdarráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 3 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

14.1210359 - Hafraþing 4. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 4 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

15.1210317 - Almannakór 3. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur og Óskari Þór Ólafssyni verði úthlutað lóðinni Almannakór 3.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

16.1210258 - Landsendi 27, umsókn um lóð undir hesthús.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Valdimar Grímssyni verði úthlutað lóðinni Landsendi 27.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

17.1210259 - Landsendi 29, umsókn um lóð undir hesthús

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Kristjáns Gunnlaugssonar um lóðina Landsendi 29 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

18.1208644 - Álmakór 1. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 1.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

19.1208643 - Álmakór 2. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 2.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

20.1208642 - Álmakór 3. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 3.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

21.1208641 - Álmakór 5. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 5.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

22.1210422 - Örvasalir 8, framsal lóðarréttinda

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að beiðni lóðarhafa að Örvasölum 8 um framsal lóðarréttinda til Sveins H. Herbertssonar verði samþykkt. Tillagan er samþykkt með með tveimur atkvæðum.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tel eðlilegra að lóðinni verði skilað og henni úthlutað með hefðbundnum leiðum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

23.1210420 - Hafnarbraut dælustöð

Framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdum við fráveitustöð við Hafnarbraut á fjárhagsáætlun 2013 og að veitt verði heimild til að bjóða út kaup á dælum í fráveitustöð við Hafnarbraut.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

24.1209016 - Digranesskóli. Færanleg kennslustofa.

Borist hafa tilboð í lausa kennslustofu sem staðsett er við Digranesskóla. Framkvæmdaráð samþykkir sölu færanlegrar kennslustofu við Digranesskóla á grundvelli fyrirliggjandi tilboða. Niðurstöður verði lagðar fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur er Samfylkingin að reyna að tefja afgreiðslu mála sem einfaldlega er hægt að afgreiða í bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Það er einfaldlega hægt að sjá á þeim málum sem oddviti Samfylkingarinnar hefur vísað til bæjarstjórnar að samherjar hennar telja bæjarráð hæft til að afgreiða mál.  Rétt er að benda á að allir flokkar og framboð eiga fulltrúa í bæjarráði og í bæjarráði sitja 6 bæjarfulltrúar.

Ómar Stefánsson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Einungis 5 af 11 bæjarfulltrúum sitja í bæjarráði og eðilegt að fundargerðum nefnda ásamt þeim málum sem nefndirnar fjalla um sé vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Hingað til hefur verið hægt að ná samkomulagi um fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði séu mál brýn og mikilvægt að þeim sé hraðað, en þá hefur verið gert um það sérstakt samkomulag. Þetta snýst um vinnubrögð en ekki pólitík.

Guðríður Arnardóttir“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hugmyndir samstarfsnefndar um ”bættan brag bæjarstjórnar“ ganga m.a. út á að bæjarráð fullnaðarafgreiði mál. Þá bendi ég á að áheyrnarfulltrúar eru líka fólk.

Ómar Stefánsson“

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

”Hér sjást áherslumál Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson“

25.1201371 - Útboð vátrygginga sveitarfélagsins

Föstudaginn 12. október 2012 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í "vátryggingar á lögbundnum, samningsbundnum og frjálsum vátryggingum Kópavogsbæjar" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af ráðgjafafyrirtækinu Consello ehf. Við mat á tilboðum var gengið út frá tveimur þáttur, í fyrsta lagi tilboðsverði og í öðru lagi forvörnum.
Útboðið var opið og bárust tilboð: frá Sjóvá, Verði, TM, Vís. Tilboð Vís var lægst. Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda Vís (Vátryggingafélag Íslands ehf.) Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.1210010 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 17. október

15. fundur

Lagt fram.

27.1210392 - Jafnréttisráðgjafi

Jafnréttis og mannréttindanefnd vill árétta við bæjarráð að starf jafnréttisráðgjafa eigi að heyra undir starfsmannadeild sem starfsmannastjóri veitir forstöðu skv. jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar 2010-2014 en ekki Velferðarsvið eins og er í dag. Frá bæjarritara, dags. 24. október, umsögn um bókun jafnréttis- og mannréttindanefndar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 17. október.

Bókun bæjarráðs:

Með skipulagsbreytingum árið 2011 voru jafnréttismál færð á verksvið lögfræðings á velferðarsviði. Breytingarnar voru gerðar í hagræðingarskyni. Rök standa ekki til þess að færa skipulag í fyrra horf og verður starfsemin því óbreytt að sinni.

 

Erla Karlsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég legg til að skoðað verði af alvöru ráðning starfsmanns í fullt starf til að sinna verkefnum jafnréttisráðgjafa og sýna með því að málaflokkur jafnréttis- og mannréttindamála sé tekinn alvarlega.

Erla Karlsdóttir"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ákvarðanir um skipulagsbreytingar árið 2011 voru gerðar í tíð fyrri meirihluta sem Erla Karlsdóttir studdi.

Ármann Kr. Ólafsson"

28.1201281 - Skólanefnd MK, 23. október

21. fundur

Lagt fram.

29.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. október

114. fundur

Lagt fram.

30.1209016 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 18. október

26. fundur

Lagt fram.

31.1210497 - Fjárhagsáætlun 2013

Frá fjármálastjóra, tillaga að ósk um frestun á framlagningu fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

32.1210221 - Fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar í bæjarstjórn 09.10.12. Óskað eftir upplýsingum um nýtingu á Kór

Frá bæjarritara, dags. 23. október, svar við fyrirspurn um nýtingu á Kórnum sem óskað var eftir í bæjarstjórn 9. október sl.

Lagt fram.

33.1208004 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. október, umsögn um umsókn um launað námsleyfi, sem óskað var eftir í bæjarráði 9. ágúst sl., ásamt umsögn deildarstjóra menningar- og þróunardeildar.

Bæjarráð samþykkir umsókn um námsleyfi.

34.1112050 - Kópavogsbraut 3. Krafa vegna lóðarskerðingar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. október, umsögn um fyrirhugað samkomulag um greiðslu vegna lóðaskerðingar lóðarinnar Kópavogsbraut 3, ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra.

35.1209092 - Óskað eftir umsögn um drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. október, umsögn um drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga, sem óskað var eftir í bæjarráði 13. september sl.

Bæjarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs um að ekki sé ástæða fyrir sveitarfélagið að vinna sjálfstæða umsögn um frumvarpið með vísan til þess að unnið er að umfangsmikilli umsögn á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

36.1209378 - Bílastæði við Dalbrekku

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. október, umsögn um erindi frá Högum hf. varðandi bílastæði við Dalbrekku, sem óskað var eftir í bæjarráði 27. september sl. og fjallað var um á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 18. október, þar sem eftirfarandi var bókað:
"Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að heimiluð verði tímabundin notkun bílastæða við Dalbrekku. Ekki er hægt að verða við beiðni um afnot bílastæðanna til 15 ára. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs."

Bæjarráð staðfestir að ekki er unnt að verða við óskum um samning til 15 ára.

37.1206515 - Lækjarbotnaland. Endurnýjun lóðarleigusamninga.

Frá sviðsstjóra og skrifstofustjóra umhverfissviðs, drög að nýjum lóðarleigusamningum í Lækjarbotnalandi, mál, sem frestað var í bæjarráði 18. október sl.

Bæjarráð samþykkir drög að nýjum lóðaleigusamningi.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð leggur til að í samninginn verði sérstaklega tekið fram að endurnýjun til 20 ára er á grundvelli lagaskyldu.

Guðríður Arnardóttir"

38.1210456 - Fjárhagsáætlun 2013. Erindi frá SSH vegna endurskoðunar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 21. október, varðandi áætlun um kostnað vegna vinnu við endurskoðun á svæðisskipulagi hbsv. á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir áætlun um kostnað.

39.1210457 - Kynning á málefnum Sorpu bs. Erindi frá SSH

Frá SSH, dags. 21. október, samantekt um skoðunar- og kynnisferð stjórnar Sorpu bs. til Norðurlanda, ásamt kynningu frá Mannviti á mismunandi lausnum varðandi förgun úrgangs.

Lagt fram.

40.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Úttekt KPMG

Frá stjórn Slökkviliðs hbsv., dags. 22. október, óskað eftir að koma og kynna niðurstöður úttektar KPMG fyrir bæjarráði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

41.1210458 - Til umsagnar - frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka)

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 19. október, óskað umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál.

Lagt fram.

42.1210441 - Beiðni um styrk vegna ársins 2013

Frá Neytendasamtökunum, dags. 19. október, óskað eftir styrk til starfseminnar fyrir 2013.

Bæjarráð hafnar erindinu.

43.1210444 - Beiðni um styrk vegna átaks SÁÁ "Betra líf! - mannúð og réttlæti.

Frá SÁÁ, ódags., óskað eftir stuðningi við átakið Betra líf! sem felst í því að samþykkja stuðningsyfirlýsingu við tillögur sem liggja að baki átakinu og að stuðla að söfnun undirskrifta meðal almennings til að draga fram vilja fólks í þessu máli.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

44.1209351 - Nemakeppni AEHT í Ohrid, Makedóníu. Beiðni um styrk vegna þátttöku

Frá Menntaskólanum í Kópavogi, dags. 23. október, þakkir færðar fyrir stuðning við þátttöku nemenda í AEHT keppni í Makedoníu, ásamt fréttatilkynningu um árangur þátttakendanna.

Bæjarráð færir nemendum hamingjuóskir með góðan árangur.

45.1210445 - Hlíðarendi 2. Lóð skilað

Frá Grétari Þór Bergssyni, dags. 21. október, lóðinni að Hlíðarenda 2 skilað inn, ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 24. október, þar sem mælt er með því að lóðarhafi fái heimild til að skila inn umræddri lóð.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra umhverfissviðs og veitir Grétari Þór Bergssyni heimild til að skila inn lóðarréttindum á Hlíðarenda 2.

46.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Skipulagsnefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að boða til borgarafundar þar sem ofangreind drög að greinargerð og þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins verða kynnt og rædd.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm samhljóða greiddum atkvæðum.

47.1210498 - Úttekt á uppkaupum á hesthúsum. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur til að óháður úttektaraðili verði fenginn til þess að fara yfir aðdraganda og vinnubrögð kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins vegna uppkaupa hesthúsanna á Glaðheimalandinu sem og eignarnámi í Vatnsenda og vatnssölu til Garðabæjar.  Þar verði sérstaklega skoðuð tildrög þess að Kópavogsbær keypti hesthúsin í Glaðheimum, staða bæjarins gagnvart landeiganda á Vatnsenda við gerð eignarnámssáttarinnar árið 2007 og samningsstaða bæjarins þegar samið var um vatnssölu til Garðabæjar.

Greinargerð:

Eins og fram hefur komið í minnisblaði fjármálastjóra bæjarins frá árinu 2011 má rekja um 12 milljarða af skuldum bæjarins til þess þegar bæjaryfirvöld í Kópavogi keyptu hesthúsin í Glaðheimum árið 2006.  Það þýðir 400 þúsund króna skuld á hvern Kópavogsbúa. 

Þeim uppkaupum fylgdu loforð um flutning hestamannafélagsins Gusts upp á Kjóavelli, land sem þá var ekki í eigu bæjarins og innan vatnsverndar Garðabæjar.  Svo þessi flétta gæti gengið eftir þurfti Kópavogsbær að ganga til samninga við landeiganda á Vatnsenda sem og Garðbæinga sem þurftu að gefa eftir vatnsból sín.  Ljóst mátti vera að þá þegar var samningsstaða bæjarins gagnvart þessum aðilum slæm.  Enda hefur  svokölluð eignarnámssátt við landeiganda á Vatnsenda reynst verulega slæm og í dag niðurgreiða Kópavogsbúar vatn til Garðabæjar.

Til viðbótar berast nú fréttir af því að þegar fjársterkir aðilar hófu uppkaupin á hesthúsunum í Glaðheimum haustið 2005 hafi það verið gert með fullri vitund og samþykki þáverandi meirihluta í bæjarstjórn.  Slík vinnubrögð væri ekki hægt að kalla annað en svívirðu.

Guðríður Arnardóttir"

 

Hlé var gert á fundi kl. 9:37. Fundi var fram haldið kl. 10:01.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu að frestun:

"Tillaga Guðríðar er nokkuð góð að mínu mati og tel ég ástæðulaust að fallast ekki á hana.  Hinsvegar er í greinagerðinni ótrúlegar aðdróttanir og sýna í raun ”skítlegt eðli“ Guðríðar, að ef lygin er sögð nógu oft þá skal hún verða að sannleika. Hér er pólitík af gamla skólanum í sinni verstu mynd og á heima í sögubókum.

Legg til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað til næsta fundar.

Ómar Stefánsson"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég sé ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu tillögu Guðríðar Arnardóttur og styð hana.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ómar Stefánsson var í meirihluta á þessum tíma og greiddi atkvæði með málinu á öllum stigum málsins.  Undan þeirri ábyrgð getur hann ekki vikist.  Telji hann að sér vegið verður hann að rökstyðja með hvaða hætti.

Guðríður Arnardóttir"

 

Hlé var gert á fundi kl. 10:07. Fundi var fram haldið kl. 10:13.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Aðdróttanir um vitund og samþykki þáverandi meirihluta í bæjarstjórn þegar aðilar hófu uppkaupin á hesthúsunum er ekkert annað en ”skítlegt eðli“ þegar Guðríður veit betur. Og allt tal um svívirðu er henni til minnkunar.

Ómar Stefánsson"

48.1210499 - Lögmaður mæti á næsta fund vegna Vatnsenda. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð óskar eftir því að lögmaður bæjarins vegna Vatnsendamálsins mæti á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir stöðu málsins.  Öllum bæjarfulltrúum verði jafnframt boðið til fundarins.

Guðríður Arnardóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.