Föstudaginn 12. október 2012 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í "vátryggingar á lögbundnum, samningsbundnum og frjálsum vátryggingum Kópavogsbæjar" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af ráðgjafafyrirtækinu Consello ehf. Við mat á tilboðum var gengið út frá tveimur þáttur, í fyrsta lagi tilboðsverði og í öðru lagi forvörnum.
Útboðið var opið og bárust tilboð: frá Sjóvá, Verði, TM, Vís. Tilboð Vís var lægst. Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda Vís (Vátryggingafélag Íslands ehf.) Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir drög að nýjum lóðaleigusamningi.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð leggur til að í samninginn verði sérstaklega tekið fram að endurnýjun til 20 ára er á grundvelli lagaskyldu.
Guðríður Arnardóttir"