Frístundir

Kópavogsbær býður upp á fjölmargt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa sem bærinn styrkir með ýmsu móti. 

Meðal þess eru leikjanámskeið fyrir börn á sumrinfélagsmiðstöðvastarf fyrir unglingaungmennahús og félagsstarf fyrir eldri borgara.

Tómstundafélög eru margvísleg og bíður öll þessi starfssemi upp á ýmist íþrótta - og listtengt starf, menningarviðburði, garðrækt, tónlist, fræðslu og nám.

 • Félagsmiðstöðvar unglinga

  Í Kópavogi eru starfandi 9 félagsmiðstöðvar fyrir unglinga á aldrinum 13 – 16 ára. Starfsstöðvar félagsmiðstöðvanna eru starfræktar í öllum grunnskólum Kópavogs. 
  Hér má finna sameiginlega vefsíðu félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi.

 • Félagsstarf eldri borgara

  Félagsstarf eldri borgara er mjög öflugt í Kópavogi og fer fram í þremur félagsheimilum. Félagsheimilin eru opin frá kl 9:00 til 17:00 alla virka daga.  Ýmis fjölbreytt  og skipulögð dagskrá er í boði yfir vetrarmánuðina.

  Í Kópavogi eru rekin þrjú félagsheimili fyrir eldri borgara þar sem fram fer fjölbreytt og fræðandi félagsstarf. 

  Félagsheimilin eru opin fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi.

  Forstöðumaður yfir starfi  félagsheimilanna er: Tinna Rós Finnbogadóttir.  Sími 665 2923 og netfang: tinna.ros@kopavogur.is

  Allar félagsmiðstöðvarnar eru með sameiginlega vef þar sem finna má nánari upplýsingar um hvert félagsheimili og þjónustuna sem þar er í boði. 
  Hægt er að smella hér til að komast inn á sameiginlega vefsíðu félagsmiðstöðvanna.

 • Sumarnámskeið í Kópavogi

  Í Kópavogi eru starfrækt fjölmörg sumarnámskeið á vegum Frístundadeildar, íþróttafélaga bæjarins, tómstundafélaga og félagasamtaka með starfssemi í Kópavogi. Boðið er upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára, vinnutengd sumarnámskeið fyrir unglinga 13 til 16 ára og vinnutengd verkefni fyrir ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára. 

  Starfsreglur vegna sumarnámskeiða

  Gerðar eru miklar kröfur um þjálfun og þekkingu starfsfólks á viðfangsefnum námskeiðanna og um að fyllsta öryggis sé gætt. Sérstök aðgát er höfð í sundferðum, siglingum og þegar ferðast er með börnin á milli staða. Í öryggisskyni eru ekki fleiri en 20 börn á hvern leiðbeinanda nema á sértækum námskeiðum svo sem siglingum og á námskeiðum fyrir börn með sérþarfir, þar eru börnin færri á hvern leiðbeinanda.

  Öryggismál

  Allir starfsmenn sumarnámskeiða ljúka námskeiði í skyndihjálp, fá leiðsögn í viðbrögðum á mismunandi hegðun barna og brýnustu öryggismálum í umhverfi námskeiðanna, varðandi sund, siglingar og ferðir með börnin.

  Reglur og tilmæli til foreldra

  Mætið tímanlega með barnið/ börnin á námskeið. Oft er lagt upp í lengri eða styttri ferðir kl. 09:00 að morgni og kl. 13:00 eftir hádegi. Foreldrar eru beðnir að tilkynna til forstöðumanna ef forföll verða, t.d. vegna veikinda á hverjum morgni. Ef barn á við sjúkdóm eða fötlun að einhverju tagi er æskilegt að slíkt sé tekið fram við skráningu á námskeið. Þannig er hægt að mæta þörfum barnsins frá fyrsta degi.

  Nánari kynningar á sumarnámskeiðum má finna á Sumarvef Kópavogsbæjar

Síðast uppfært 03. maí 2017