Frístundir

Kópavogsbær býður upp á faglegt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa.

Frístundir starfa við alla grunnskóla þar sem börnum í 1. – 4. bekk býðst að dvelja við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur, í umsjá frístundaleiðbeinenda.

Frístundaklúbburinn Hrafninn er skipulagt frístundastarf fyrir börn og unglinga með fötlun í 5. – 10. bekk. Sumarstarf er í boði fyrir börn með fötlun frá 7 til 15 ára.

Félagsmiðstöðvar fyrir unglinga starfa í grunnskólum og þar fer fram fjölbreytt og faglegt tómstundastarf.

Ungmennahúsið Molinn er opið fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára. Þar gefst ungu fólki tækifæri til að nýta aðstöðuna til listsköpunar og samveru.

Leikjanámskeið eru skipulögð á sumrin á vegum frístundadeildar, íþróttafélaga bæjarins, tómstundafélaga og félagasamtaka með starfsemi í Kópavogi.

    Síðast uppfært 18. mars 2021