Kópavogsbær framkvæmir reglulega hraðamælingar á götum bæjarins til að tryggja öryggi. Niðurstöður mælinga eru aðgengilegar í gagnvirkri Power BI skýrslu hér að neðan, þar sem hægt er að sjá meðalhraða, fjölda bíla og stöðu aðgerða. Íbúar geta fylgst með stöðu ábendinga og mælinga á einum stað og séð hvort aðgerðir eru nauðsynlegar eða hvort hraði er innan viðmiða. Litakóðun (grænt, gult, rautt) sýnir hvort niðurstöður eru innan marka, þarfnast skoðunar eða krefjast aðgerða. Mælingar eru framkvæmdar bæði vegna ábendinga frá íbúum og vegna skipulagsmála. Ef ábending er send inn fær viðkomandi staðfestingu og getur fylgst með framvindu á vefnum. Gögn eru uppfærð reglulega og hægt er að skoða mælingasögu fyrir hverja götu. Markmiðið er að tryggja gagnsæi, veita einfaldar og skýrar upplýsingar og gera íbúum kleift að fylgjast með hraða og aðgerðum í sínu hverfi.
 
Skoðaðu Power BI skýrsluna og fylgstu með hraðamælingum í þínu hverfi.