Einstaklingsmeðferð í PMTO er fyrir foreldra barna með flókinn samskipta- og hegðunarvanda. Lögð er áhersla á markvissa vinnu með foreldrum þar sem unnið er sérstaklega út frá þörfum hverrar fjölskyldu. Um er að ræða einstaklingsþjónustu sem felst m.a. í allt að 20 viðtölum hjá PMTO meðferðaraðila. Tímasetning viðtala fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr samskipta- og hegðunarvanda.
Hægt er að sækja um einstaklingsmeðferð í PMTO með því að fara inn í þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum eða Íslykli þar sem lýsandi rökstuðningur þarf að vera fyrir ástæðu umsóknar.
Umsókn um PMTO