PMTO - foreldrafærni

PMTO (Parent Management Training – Oregon) er gagnreynt meðferðarúrræði fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi.

PMTO - foreldrafærni

PMTO námskeið eru fyrir foreldra barna með væga hegðunarerfiðleika. Foreldrar læra aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun þess með því að:

 • Nota skýr fyrirmæli
 • Hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
 • Setja hegðun barna mörk
 • Rjúfa vítahring í samskiptum
 • Vinna með tilfinningar og samskipti
 • Hafa markvisst eftirlit
 • Leysa ágreining
 • Hafa markviss tengsl heimilis og skóla

Nánari upplýsingar um aðferðina er að finna á vef PMTO foreldrafærni

 • PMTO foreldranámskeið

  PMTO foreldranámskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 4 - 12 ára eru haldin reglulega á vegum velferðar- og menntasviðs Kópavogsbæjar. Um er að ræða 8 vikna hópnámskeið þar sem PMTO meðferðaraðilar vinna með foreldrum einu sinni í viku og foreldrar vinna síðan heima á milli tíma. Námskeiðin hafa verið vel sótt og samkvæmt mati foreldra er mikil ánægja með þau og flestir telja sig færari við uppeldi barna sinna eftir námskeiðin en áður.

  Umsókn um PMTO

 • PMTO hópmeðferð (PTC)

  PMTO hópmeðferð (PTC) er 10 vikna hópmeðferð fyrir foreldra barna 6 – 14 ára, með samskipta- og hegðunarvanda. Lögð er áhersla á vinnu með verkfærum PMTO og sveigjanleika til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu. Reyndir meðferðaraðilar vinna með hópnum og foreldrar vinna heima á milli tíma. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðari hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda.

  Umsókn um PMTO

 • PMTO einstaklingsmeðferð

  Einstaklingsmeðferð í PMTO er fyrir foreldra barna með flókinn samskipta- og hegðunarvanda. Lögð er áhersla á markvissa vinnu með foreldrum þar sem unnið er sérstaklega út frá þörfum hverrar fjölskyldu. Um er að ræða einstaklingsþjónustu sem felst m.a. í allt að 20 viðtölum hjá PMTO meðferðaraðila. Tímasetning viðtala fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr samskipta- og hegðunarvanda.

  Hægt er að sækja um einstaklingsmeðferð í PMTO með því að fara inn í þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum eða Íslykli þar sem lýsandi rökstuðningur þarf að vera fyrir ástæðu umsóknar.

  Umsókn um PMTO

 • PMTO í leik- og grunnskólum

  Skólum gefst tækifæri á að senda fagfólk á námskeið í PMTO-grunnmenntun. Megintilgangur námskeiðsins er að efla fagfólk innan skólans til að takast á við hegðunarvanda nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólki með PMTO- grunnmenntun er ætlað að styrkja annað starfsfólk og foreldra þegar takast þarf á við hegðunarvanda í skóla.

 • Næstu námskeið

  Í dag eru tvö PMTO námskeið í gangi og er biðlisti á næstu námskeið. 

  Til upplýsinga þá er þátttökugjald 12.000 fyrir fjölskyldu. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Æskilegt er að báðir foreldrar mæti á námskeiðið og mikil áhersla er lögð á að foreldrar mæti í alla tímana.

Fagfólk með sérþekkingu á aðferðum PMTO

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Áttunnar

Árni Sveinsson, félagsfræðingur og ráðgjafi Áttunnar

Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, leikskólasérkennari og sérkennsluráðgjafi

Síðast uppfært 29. október 2021