PMTO - foreldrafærni

PMTO (Parent Management Training – Oregon) er gagnreynt meðferðarúrræði fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi.

PMTO - foreldrafærni

PMTO námskeið eru fyrir foreldra barna með væga hegðunarerfiðleika. Foreldrar læra aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun þess með því að:

  • Nota skýr fyrirmæli
  • Hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
  • Setja hegðun barna mörk
  • Rjúfa vítahring í samskiptum
  • Vinna með tilfinningar og samskipti
  • Hafa markvisst eftirlit
  • Leysa ágreining
  • Hafa markviss tengsl heimilis og skóla

Nánari upplýsingar um aðferðina er að finna á vef PMTO foreldrafærni

  • PMTO foreldranámskeið

    PMTO foreldranámskeið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 4 - 12 ára með væga hegðunarerfiðleika. Um er að ræða 8 vikna hópnámskeið þar sem PMTO meðferðaraðilar vinna með foreldrum einu sinni í viku, tvo tíma í senn, frá kl. 17:00-19:00. Foreldrar fá heimavinnu sem meðferðaraðilar fylgja eftir með vikulegum símtölum á tímabilinu. 

    Umsókn um PMTO

  • Næstu námskeið

    Árlega eru haldin tvö námskeið, á vor-og haust önn. Foreldrar á biðlista eftir námskeiði fá sendan tölvupóst um hvenær námskeið hefjast um mánuði fyrr.
    Þátttökugjald er 15.000 fyrir fjölskyldu, innifalin eru námskeiðsgögn og símtal milli tímanna sem foreldrar eru hvattir til að nýta sér.
    Æskilegt er að báðir foreldrar mæti á námskeiðið og mikil áhersla er lögð á að foreldrar mæti í alla tímana.

    Umsóknir eru einungis gildar í 2 ár.

Fagfólk með sérþekkingu á aðferðum PMTO

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Áttunnar

Árni Sveinsson, félagsfræðingur og ráðgjafi Áttunnar

Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu leikskóla kópavogs.

Erla Guðrún Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og ráðgjafi Áttunnar

Síðast uppfært 06. nóvember 2023