Skipulags- og umhverfisráð

21. fundur 15. desember 2025 kl. 15:30 - 17:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2511019F - Bæjarstjórn - 1330. fundur frá 09.12.2025

2511023F - Skipulags- og umhverfisráð - 20. fundur frá 01.12.2025.



2208454-Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar og Thelmu Árnadóttur.



2509064-Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2511029F - Bæjarráð - 3238. fundur frá 04.12.2025

2511023F - Skipulags- og umhverfisráð - 20. fundur frá 01.12.2025.



2208454-Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



2509064-Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25102579 - Stöðvarhvarf 2-8. Byggingaráform.

Lögð fram til afgreiðslu í samræmi við skipulagsskilmála drög Tendra arkitekta dags. 27. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-8 við Stöðvarhvarf að byggingaráformum. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2025.

Almenn erindi

4.2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs dags. 1. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Tillagan var auglýst frá 9. október til 2. desember 2025, athugasemdir bárust.

Almenn erindi

5.25121120 - Hlíðarhvarf 21. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf ódags. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Spurst er fyrir um hvort heimilað verði að byggja á lóðinni einbýlis hús á einni hæð í stað einnar hæðar auk kjallara.

Almenn erindi

6.2511765 - Brekkuhvarf 5. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf dags. 10. nóvember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. uppskipting lóðarinnar í tvær einbýlishúsalóðir, sbr. fyrri fyrirspurn dags. 26. maí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8. desember 2025 var erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2025.

Almenn erindi

7.25101025 - Hafnarbraut 17-23. Svæði 9. Drög að byggingaráformum.

Lögð fram að nýju, til afgreiðslu, í samræmi við skipulagsskilmála uppfærð drög Arkís arkitekta dags. 17. október 2025, uppfærð dags. 12. desember 2025, f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 17-23 við Hafnarbraut að byggingaráformum. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur húsa og lóða fellur að viðmiðum í ákvæðum í skipulagsskilmálum Kársnes Þróunarsvæði-svæði 9 og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringaruppdrætti deiliskipulagsins sem samþykkt var í bæjarráði Kópavogs 23. ágúst 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 10. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. desember 2025 og drög að uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 12. desember 2025.

Almenn erindi

8.25103362 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skógarlind um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Kópavogs. Spurst er fyrir um tvær tillögur að breytingunum en báðar gera þær ráð fyrir íbúðum, verslunum og þjónustu ásamt bílakjallara. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8. desember 2025 var erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

9.25121108 - Íþróttasvæði í Kópavogsdal. Samkeppni.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2025, þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við samkeppni á íþróttasvæði í Kópavogsdal í samræmi við tillögur skipulagsfulltrúa, dags. 15. janúar 2025 sem lagðar voru fram í bæjarráði þann 23. janúar 2025.

Freyr Snorrason verkefnastjóri gerir grein fyrir erindinu.