02.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Vegna fjölda áskoranna munu Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún snúa aftur í Salinn með tónleikaröðina SÖNGLEIKJASTÆLA. Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit.
Að þessu sinni verða þrennir tónleikar sem teygja sig yfir allan veturinn þar sem hverjir tónleikar eru með ólíka nálgun á formið.
2. nóvember: Nýstirnið Salka Gústafsdóttir og þjóðargersemin Jóhann Sigurðarson koma sem gestasöngvarar og flytja sín uppáhalds söngleikjalög.7. febrúar: Sprúðlandi fjölskyldutónleikar um miðjan dag þar sem börn á öllum aldri fá að syngja með.25. apríl: Sprengju-tónleikar með Söngleikjakórnum Viðlag.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á ALLA ÞRJÁ TÓNLEIKANA Á EINSTÖKU TILBOÐI
Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Samstarf þeirra hófst á Reykjavík Pride árið 2008 með söngleikjaparinu Viggó og Víólettu. Síðan þá hafa þau lagt hjarta og sál í söngleikjaformið og skemmt landanum á sviðum leikhúsanna, á árshátíðum, í afmælum og víðar. Meðal söngleikja sem þau hafa tekið þátt í eru: Vesalingarnir, Mary Poppins, Kardemommubærinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronja Ræningjadóttir, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.
Hljómsveitin er sem fyrr skipuð okkar fremsta tónlistarfólki:
Karl Olgeirsson: hljómsveitarstjóri spilar á píanó, hljómborð, harmonikku o.fl.Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur/slagverkAndri Ólafsson á bassa
10.11.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
11.11.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
12.11.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
12.11.2025 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Trúir þú öllu sem þú sérð á netinu?
Fyrsta svarið er líklega nei, auðvitað ekki! En getur þú í alvöru gert greinarmun á sannleika og uppspuna í stafrænum heimi? Tækninni fleygir hraðar fram en við höfum tök á að halda í við. Með hverjum deginum verður auðveldara að búa til trúverðugt efni sem getur blekkt marga. Svo hvernig verðum við upplýstir neytendur stafræns efnis?
Um fyrirlesara:Gyða Bjarkadóttir er tölvunarfræðingur, heiðarlegur hjakkari og netöryggisnörd sem heldur skemmtilega og fræðandi erindi um upplýsingatækni með áherslu á gæða- og öryggismál.
Erindið er hluti af verkefninu ,,Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu“ sem er styrkt af Bókasafnasjóði
12.11.2025 kl. 16:30 - Bókasafn Kópavogs
Þekkirðu ljósmyndina?Myndgreining með Símoni Hjalta Sverrissyni.
Sögufélag Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarviðburðum sem opnir eru almenningi, þar sem tækifæri gefst til að bera kennsl á myndefni úr fórum Sögufélags Kópavogs. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar og sögur sem auka enn á varðveislugildi myndanna.
Ókeypis inn og öll velkomin.
12.11.2025 kl. 18:00 - Gerðarsafn
Sýningin Skúlptúr/skúlptúr/performans verður opnuð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:00 í Gerðarsafni og öll eru velkomin að vera viðstödd.
Sýningin hvílir á skilum – í titrandi rýmum á milli einnar tilveru og annarrar. Líf okkar er uppfullt af endalausum tilfærslum og breytingum – þöglum eða skyndilegum, lúmskum eða yfirgnæfandi. Augnablikið áður en augnaráð mætast, rýmið á milli líkama á dansgólfinu. Kyrrðin áður en sólin birtir upp svartnættið. Þögnin eftir að hafa yfirgefið herbergi fullt af fólki, og flöktið í skjá í myrkrinu. Róin eftir partýið, þegar hjartað slær enn ört en heimurinn virðist hægari. Titringurinn í hálsinum þegar þú ert að fara að segja það.
Sýningin Skúlptúr/skúlptúr/performans kannar skörun og titring á milli höggmyndalistar og gjörningalistar þar sem skynjun, form og merking hliðrast. Skúlptúr ummyndast í gjörning; gjörningur líður yfir í mynd og hljóð; hljóð hliðrast í skúlptúr. Ekkert er statískt. Listafólk sýningarinnar eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Styrmir Örn Guðmundsson, Regn Sólmundur Evu, Curro Rodriguez, Jasa Baka, Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir), Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Auðarson) og Hekla Dögg Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Jo Pawlowskx.
Sýningarröðin Skúlptúr/skúlptúr kannar skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægur hluti listasögunnar heldur einnig sem hluti af lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin sækir í tilraunamennsku og framúrstefnu Gerðar Helgadóttur.
Ljósmynd: Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Bogi, 2025
12.11.2025 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Hvað er, er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem sérfræðingar eru fengnir til að varpa ljósi á og skýra ýmis hugtök og fyrirbæri úr náttúrvísindum.
Viðfangsefnið að þessu sinni er endurheimt votlendis. Jarðvegur er annar stærsti geymir lífræns kolefnis á jörðinni á eftir úthöfunum. Við framræsingu votlendis er rýmiseiginleikum þessarar risa kolefnisgeymslu raskað og kolefni losnar út í andrúmsloftið. Því gegnir endurheimt votlendis lykilhlutverki í kolefnisbindingu.
Finnur Ricardard Andrason er sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum og ætlar að fjalla nánar um viðfangsefnið, en er hann stjórnarmeðlimur í stjórn votlendissjóðs.
Öll velkomin!Ókeypis aðgangur.
Menning á miðvikudögum er styrkt af Menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar!
13.11.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur ótrauð áfram inn í sextánda starfsvetur sinn í Salnum.
Þær hafa brallað ýmislegt saman þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir; bæði sem leik- og söngkonur. Einu sinni gáfu þeir meira að segja út plötu saman. Selma hefur auk þess sent frá sér sólóplötur og verið áberandi á ýmsum sviðum íslensk menningarlífs undanfarin ár og vægast sagt komið víða við sem leikkona, leikstjóri, dansahöfundur eða söngkona. Það sama má segja um Hönsu sem er líklega ókrýnd drottning söngleikjanna á Íslandi eftir að hafa brugðið sér í hin ýmsu gervi í þeirri deild. Þær stöllur hafa marga fjöruna sopið og ljóst að hér er áhugaverð kvöldstund í vændum.
13.11.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Opinn leikskóli Memmm býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna.
Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum. Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri.
13.11.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra.
Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er menntaður Suzuki fiðlukennari.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
14.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már heldur tónleika í Salnum Kópavogi og Hljómahöll Reykjanesbæ ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester.
Öllu verður til tjaldað en hljómsveitina skipar glæsilegt hrynband, 12 manna strengjasveit, tré og málmblásturshljóðfæri, slagverk og söngvarar.
Á tónleikunum fá áhorfendur að heyra tónlist Más í bland við sígilda slagara í nýjum sinfónískum útsetningum.
Heiðursgestur sýningarinnar verður hinn víðfrægi enski söngvari Wayne Ellington.
Í nóvember 2024 hélt Már sína fyrstu tónleika ásamt RNCM session Orchestra við frábærar undirtektir. Í framhaldi hefur hann komið fram með sveitinni á fjölda viðburða í Englandi; má þar helst nefna tvenna uppselda tónleika í Manchester, og framkomu á tónlistarhátíðinni Candle Calling.
Ætlunin er að gera enn betur á Íslandi í nóvember, mikið er lagt í tónleikana sem verða stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
Enski söngvarinn Wayne Ellington sem sló svo eftirminnilega í gegn í The Voice Uk verður sérstakur heiðurssöngvari tónleikanna í ár. Wayne hefur snert hjörtu milljóna manna um heim allan með söng sínum, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur fram á Íslandi. Hann hefur deilt sviði með hljómsveitinni Blur og sungið í brúðkaupi Prince Harry og Meghan Markle svo eitthvað sé nefnt.
Styrktaraðilar tónleikanna eru: uppbyggingarsjóður Suðurnesja, K. Steinarsson, menningarsjóður Reykjanesbæjar, Rétturinn, Bus4U, Kökulist og Sporthúsið Reykjanesbæ.