Ef veður leyfir áformar Vegagerðin að malbika Arnarnesveg, milli Vetrarbrautar og Þorrasala laugardaginn 4. október og verður götuhlutanum lokað milli kl. 8:00 og 18:00. Bent er á hjáleið um Fífuhvammsveg á meðan lokun stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru allir vegfarendur óháð fararmáta beðnir um að sýna tillitssemi, halda hraða í hófi og virða merkingar.
Athugasemdir eða ábendingar vegna framkvæmdarinnar skulu sendast til Vegagerðarinnar á https://www.vegagerdin.is/vegagerdin/starfsemi/hafa-samband
