02.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Vegna fjölda áskoranna munu Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún snúa aftur í Salinn með tónleikaröðina SÖNGLEIKJASTÆLA. Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit.
Að þessu sinni verða þrennir tónleikar sem teygja sig yfir allan veturinn þar sem hverjir tónleikar eru með ólíka nálgun á formið.
2. nóvember: Nýstirnið Salka Gústafsdóttir og þjóðargersemin Jóhann Sigurðarson koma sem gestasöngvarar og flytja sín uppáhalds söngleikjalög.7. febrúar: Sprúðlandi fjölskyldutónleikar um miðjan dag þar sem börn á öllum aldri fá að syngja með.25. apríl: Sprengju-tónleikar með Söngleikjakórnum Viðlag.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á ALLA ÞRJÁ TÓNLEIKANA Á EINSTÖKU TILBOÐI
Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Samstarf þeirra hófst á Reykjavík Pride árið 2008 með söngleikjaparinu Viggó og Víólettu. Síðan þá hafa þau lagt hjarta og sál í söngleikjaformið og skemmt landanum á sviðum leikhúsanna, á árshátíðum, í afmælum og víðar. Meðal söngleikja sem þau hafa tekið þátt í eru: Vesalingarnir, Mary Poppins, Kardemommubærinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronja Ræningjadóttir, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.
Hljómsveitin er sem fyrr skipuð okkar fremsta tónlistarfólki:
Karl Olgeirsson: hljómsveitarstjóri spilar á píanó, hljómborð, harmonikku o.fl.Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur/slagverkAndri Ólafsson á bassa
13.11.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur ótrauð áfram inn í sextánda starfsvetur sinn í Salnum.
Þær hafa brallað ýmislegt saman þær Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir; bæði sem leik- og söngkonur. Einu sinni gáfu þeir meira að segja út plötu saman. Selma hefur auk þess sent frá sér sólóplötur og verið áberandi á ýmsum sviðum íslensk menningarlífs undanfarin ár og vægast sagt komið víða við sem leikkona, leikstjóri, dansahöfundur eða söngkona. Það sama má segja um Hönsu sem er líklega ókrýnd drottning söngleikjanna á Íslandi eftir að hafa brugðið sér í hin ýmsu gervi í þeirri deild. Þær stöllur hafa marga fjöruna sopið og ljóst að hér er áhugaverð kvöldstund í vændum.
13.11.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Opinn leikskóli Memmm býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna.
Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum. Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri.
13.11.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra.
Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er menntaður Suzuki fiðlukennari.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
14.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már heldur tónleika í Salnum Kópavogi og Hljómahöll Reykjanesbæ ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester.
Öllu verður til tjaldað en hljómsveitina skipar glæsilegt hrynband, 12 manna strengjasveit, tré og málmblásturshljóðfæri, slagverk og söngvarar.
Á tónleikunum fá áhorfendur að heyra tónlist Más í bland við sígilda slagara í nýjum sinfónískum útsetningum.
Heiðursgestur sýningarinnar verður hinn víðfrægi enski söngvari Wayne Ellington.
Í nóvember 2024 hélt Már sína fyrstu tónleika ásamt RNCM session Orchestra við frábærar undirtektir. Í framhaldi hefur hann komið fram með sveitinni á fjölda viðburða í Englandi; má þar helst nefna tvenna uppselda tónleika í Manchester, og framkomu á tónlistarhátíðinni Candle Calling.
Ætlunin er að gera enn betur á Íslandi í nóvember, mikið er lagt í tónleikana sem verða stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
Enski söngvarinn Wayne Ellington sem sló svo eftirminnilega í gegn í The Voice Uk verður sérstakur heiðurssöngvari tónleikanna í ár. Wayne hefur snert hjörtu milljóna manna um heim allan með söng sínum, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur fram á Íslandi. Hann hefur deilt sviði með hljómsveitinni Blur og sungið í brúðkaupi Prince Harry og Meghan Markle svo eitthvað sé nefnt.
Styrktaraðilar tónleikanna eru: uppbyggingarsjóður Suðurnesja, K. Steinarsson, menningarsjóður Reykjanesbæjar, Rétturinn, Bus4U, Kökulist og Sporthúsið Reykjanesbæ.
14.11.2025 kl.
Hljóðinnsetning og lifandi tónlistarflutningur í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Hvernig óma „skeljatalarar”? Er hægt að mæla muninn á hljóðrými sæeyra og fílasnúðs skelja? Hvað er djúpkrota, gormnefja og gjallarhnoðri?
Þetta og margt fleira tengist nýju innsetningarverki Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, “Af dularfullum röddum skelja” sem býður gestum og gangandi að kynnast skeljum og safnaeign Náttúrufræðistofu Kópavogs á nýja og spennandi vegu dagana 14.-15. nóvember.
Innsetningin er jafnframt gerð fyrir lifandi tónlistarflutning en hann verður í höndum Nordic Affect sem stígur inn í innsetninguna og spilar laugardaginn 15. nóvember kl. 15 og svo aftur kl. 16Viðburðurinn er haldinn í tilefni af því að skeljasafn Jóns Bogasonar er nú aftur til sýnis á safninu. Af dularfullum röddum skelja tekur útgangspunkt í forvinnu Höllu Steinunnar á safninu ásamt Halldóri Arnari Úlfarssyni sem hefur jafnframt hannað splunkunýja skeljatalara fyrir innsetninguna.
Halla Steinunn Stefánsdóttir er tónskáld, fiðluleikari, kúrator og listrannsakandi sem starfar á sviði raftónlistar, hljóðlistar og skapandi gervigreindar fyrir tónlistarflutning. Tónsköpun hennar og rannsóknir kanna samspil manns og “meira-en-manns” (more-than-human), og það atbeini og samfélagsleg tengsl sem myndast. Verk hennar hafa hafa náð til gesta í borgarumhverfi, í grasagörðum, tónleikasölum, söfnum og gegnum útvarpsbylgjur.Halldór Úlfarsson er myndlistarmaður og hönnuður en hefur undanfarin ár aðallega þróað hljóðfæri. Hann fann upp dórófóninn (rafakústískt strengjahljóðfæri fyrir fídbakk) og vinnur sem hljóðfærasmiður fyrir Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands.
Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. Gagnrýnendur innanlands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’. (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið). Hópurinn er styrktur af Menningarsjóði Reykjavíkurborgar og Tónlistarsjóði Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins.
Verkefnið Af dularfullum röddum skelja er styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEFs auk Náttúrufræðistofu Kópavogs.
14.11.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
15.11.2025 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Luktasmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum
Nú styttist í hátíð ljóss og friðar og er þá tilvalið að kíkja á fjölskyldustund á bókasafninu og búa til fallega lukt til að tendra friðarljós.
Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar myrkasti tími ársins er að ganga í garð.
Þau sem geta komið með krukku (án miða) geri það, en einhverjar krukkur verða á staðnum, aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
15.11.2025 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:30-13:00
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Hvetjum sérstaklega fjölskyldur til að koma saman og æfa sig í íslensku yfir skemmtilegu spili. Hentar fyrir fullorðna og öll börn sem hafa eirð í sér til að spila.
Viðburðaröðin Tala og spila er styrkt af Íslenskusjóði Háskóla Íslands.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, tablas y charlar en islandés a la biblioteca principal de Kopavogur, cada sábado 11:30-13:00. Café, ambiente acogedor y entrada gratuita. Adecuado para adultos y niños que pueden concentrarse a jugar de tablas. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos financiados en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:30-13:00
Coffee and cosy, free. Welcome! We especially want to encourage families to come together and practice Icelandic over a fun game. The event is suitable for grown-ups and children that are able to concentrate on board-games.
Tala og spila is funded by Íslenskusjóður of The University of Iceland and is in collaboration with GETA aid organisation.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:30-13:00. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:30 до 13:00. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
15.11.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Smiðja þar sem gamlar peysur öðlast nýtt líf sem jólapeysur - í tæka tíð fyrir aðventuna!
Smiðjan byggir á skapandi fataviðgerðarsmiðjum textílhönnuðarins Ýrúrarí, þar sem föt öðlast nýtt líf og útlit með mjög einföldum og aðgengilegum aðferðum.
Þátttakendur koma sjálfir með peysu, eða flík, sem þeir vilja breyta og ef einhverjar sérstaklega jólalegar hugmyndir hafa vaknað fyrir smiðju, eins og t.d. að nota litlar jólaseríur eða gamalt jólaskraut heima úr geymslu, þá er um að gera að taka slíkt með!
Í smiðjunni verður boðið upp á ýmis verkfæri og efnivið sem hægt er að vinna með í einföldum og skrautlegum textílaðferðum sem henta algjörum byrjendum sem og lengra komnum. Einnig verða í boði efniviður og lausnir til að taka þátt í smiðjunni án þess að koma með peysu eða flík, enda ýmislegt sem hægt er að útbúa til að festa á flíkur tímabundið, bara yfir jólin.
Smiðjan er fyrir 11 ára og eldri. Þátttaka er ókeypis.
Skráning fer fram á kristin.maria.kristinsdottir@kopavogur.is. Takmörkuð pláss í boði. Athugið að staðfestingarpóstur þarf að berast til þess að skráning sé tryggð.
15.11.2025 kl. 14:00 - Gerðarsafn
Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn listafólks Skúlptúr skúlptúr performans, þeirra Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur, Curro Rodriguez og Styrmis Arnar Guðmundssonar laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00.
Líf okkar samanstanda af óteljandi umbreytingum – stórum eða smáum, hljóðlátum eða yfirþyrmandi. Við göngum í gegnum þessar umskiptingar, þar sem tilfinningar brjótast fram án viðvörunar – og eitthvað óáþreifanlegt byrjar að titra. Í sjöttu sýningu Skúlptúr skúlptúr raðar Gerðarsafns mæta gjörningar höggmyndalist. Er þar listsköpun fundinn staður mitt í þessum umbreytingastundum, þar sem við vitum ekki hvar eitt endar og annað hefst – þar sem form, tilfinningar og merkingar fljóta um án þess að festa rætur. Listafólk sýningarinnar bregst við þessum umbreytingum með viðkvæmni, leikgleði, fögnuði og von – og réttir fram hönd hvað til annars, aftur til fortíðarinnar og hvísla mjúklega óskum til framtíðarinnar.
Listafólk sýningarinnar eru Curro Rodriguez, Hekla Dögg Jónsdóttir, Jasa Baka, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Jónasson Auðarson), Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir, Saga Kjerúlf), Regn Sólmundur Evu og Styrmir Örn Guðmundsson. Sýningarstjóri er Jo Pawlowskx.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef.
Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.
15.11.2025 kl. 14:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Við kynnum með stolti nýtt heiti safnsins með opnun tveggja smásýninga, Fjársjóður í flæðarmálinu og Kraftar náttúrunnar, laugardaginn 15. nóv. kl. 14:00.
Fjársjóður í flæðarmálinuDýrmæt innsýn í margslunginn heim lindýra úr safni Jóns Bogasonar, þar sem við sjáum hvernig berskjölduð dýr hafa mótað vörn gegn hættum heimsins.
Kraftar náttúrunnarLjóslifandi sýning á því hvernig eldgos, jöklar og jarðhiti hafa mótað og þróað landið okkar.
Af dularfullum röddum skelja kl. 15:00 og 16:00
Hljóðinnsetning og tónverk Höllu Steinunnar Stefánsdóttur þar sem hljóðheimur skelja fær að óma. Nordic Affect flytur hljóðverkið kl. 15:00 og 16:00 laugardaginn 15. nóvember, sem birtir aðrar hliðar á skeljaeign safnsins.
.
Welcome to the Nature Museum of Kópavogur!November 15, 2025 at 2 p.m.
We are proud to present the museum’s new name, The Nature Museum of Kópavogur, with the opening of two small exhibitions: Treasures along the Coast and Forces of Nature, on Saturday, November 15 at 14:00.
Treasures along the CoastA precious insight into the complex world of mollusks from Jón Bogason’s collection, revealing how these vulnerable creatures have developed defenses against the dangers of the world.
Forces of NatureA vivid exhibition showing how volcanic eruptions, glaciers, and geothermal energy have shaped and transformed our land.
From the Mysterious Voices of Shells | 3 p.m. and 4 p.m.A sound installation and soundwork by Halla Steinunn Stefánsdóttir, where the sonic world of shells resonates. Nordic Affect performs the piece at 3 p.m. and 4 p.m. on Saturday, November 15, offering a new perspective on the museum’s shell collection