Álfaheiði tilnefnd til hljóðvistarverðlaunanna 2025

Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Rakel Ýr Ísaksen stjórnendur leikskólans Álfaheiði.
Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Rakel Ýr Ísaksen stjórnendur leikskólans Álfaheiði.

Leikskólinn Álfaheiði var tilnefndur til Íslensku hljóðvistarverðlaunanna 2025 – verðlauna sem veitt eru fyrir framúrskarandi hljóðhönnun og vandað umhverfi þann 12. nóvember 2025. Alls voru sex leikskólar tilnefndir og hlaut leikskólinn Aldan verðlaunin að þessu sinni.

Við umfangsmiklar endurbætur á Álfaheiði var lögð sérstök áhersla á að skapa heilnæmt rými þar sem hljóðvist og loftgæði styðja vellíðan barna og starfsfólks. Góð hljóðvist skiptir miklu máli fyrir einbeitingu, samskipti og öryggi í leikskólaumhverfi og niðurstöður mælinga sýna að markmiðum hefur verið náð í þeim rýmum sem lagfærð voru.

"Það er okkur mikill heiður að fá tilnefningu til Íslensku Hljóðvistarverðlaunanna 2025 sem er viðurkenning á því að vel hefur tekist til endurbóta á leikskólanum. Við þökkum Kópavogsbæ fyrir metnaðarfullt samstarf og lausnamiðaða nálgun sem gerði þetta mögulegt," segja þær Anna Rósa Sigurjónsdóttir og Rakel Ýr Ísaksen stjórnendur leikskólans Álfaheiði.