Forsetakosningar 2020

Forsetakosningar 2020 fara fram 27.júní 2020.

kopavogur_2.jpg
Yfirlitsmynd

Kjörfundur í Kópavogi stendur yfir frá 09.00 til 22.00.  Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, íþróttahúsið Smárinn og íþróttahúsið Kórinn

Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. 

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi háttað mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhentir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil. 

Kjörstjórn

Yfirkjörstjórn í Kópavogi skipa: Ingibjörg Ingvadóttir, Pétur Steinn Guðmundsson og Snorri Tómasson. Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþróttahúsinu Smáranum, sími 441 8911.

Kjörskrá

Kjörskrá vegna forsetakosninga 27. júní 2020 liggur frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofum Kópavogs, Digranesvegi 1, frá og með 18. júní næstkomandi. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til bæjarlögmanns.

Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á vef stjórnarráðsins.

 

  • Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

    Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní nk. og er opið alla daga frá kl. 10:00-19:00. Þó verður lokað sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní nk.

    Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgasvæðinu, þ.e. á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli.

    Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00. Þó verður lokað miðvikudaginn 17. júní.

    Á kjördag, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Síðast uppfært 18. júní 2020