Lausar lóðir

Hér má nálgast þær lóðir sem Kópavogsbær hefur til úthlutunar hverju sinni.

Með umsókn einstaklinga um lóð, skal fylgja skattskýrsla og yfirlýsing banka um lánshæfi.
Með umsókn lögaðila um lóð, skal fylgja ársreikningur staðfestur af löggiltum endurskoðanda og yfirlýsing banka um lánshæfi.

Athugið að ef engar lóðir birtast í hlekkjunum hér fyrir neðan hefur Kópavogsbær ekki neinar lóðir til úthlutunar

Lausar lóðir eftir hverfum  Lausar lóðir eftir tegundum

 Eingöngu er hægt að sækja um lóðir rafrænt hér að ofan.

 • Auglýsing um lóð við Bláfjöll

  Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.

  Lóðin Bláfjallaleið 30 er afmörkuð innan þjóðlendu sem er innan lögsögumarka Kópavogs.

  Um er að ræða 2002 m2 lóð með landeignarnúmerinu L233564 og fasteignanúmerinu F2522056.

  Lóðin er innan Bláfjallafólkvangar, FS-5, og er á vatnsverndarsvæði. Allar framkvæmdir innan þess svæðis eru háðar samþykki heilbrigðiseftirlits vegna vatnsverndar og öll starfsemi á að vera á forsendum vatnsverndar.

  Lóðin er afmörkuð á grundvelli gildandi aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 og landnotkun skilgreind sem íþróttasvæði, ÍÞ-10. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins er í Bláfjöllum og er rekið sameiginlega af sveitarfélögunum sem aðild eiga að Bláfjallafólkvangi

  Stefnt skal að því að svæðið skuli skipulagt til skíðaiðkana en hvers konar mannvirkjagerð er háð samþykki Umhverfisstofnunar.

  Um er að ræða leyfi með gildistíma frá 1. nóvember 2023 til 1. nóvember 2043 með möguleika á framlengingu til fimm ára í senn í allt að fjögur skipti, eða í heild til dagsins 1. nóvember 2063.

  Þættir sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi, en ekki skal litið svo á að röðun þeirra gefi til kynna vægi einstakra skilmála innbyrðis:

  • Upplýsingar um hvernig umsækjandi hyggst nýta auglýsta lóð.
  • Að rekstri á lóðinni skal standa óhagnaðardrifið félag sem starfar í almannaþágu.
  • Þekking og reynsla umsækjanda af þjónustu og skipulagningu viðburða fyrir skíðaiðkenndur.

  Öll nýting á lóðinni er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Á svæðinu stendur nú 18,4 fm. snyrting ásamt 35 fm. skála sem ekki er stöðuleyfi fyrir. Mannvirkið er í eigu Skíðagöngufélagsins Ulls sem hefur verið með starfsemi á svæðinu til þessa. Ef breyting verður á lóðarhafa á svæðinu verður nýjum lóðarhafa skylt að kaupa mannvirkið í samræmi við verðmat löggilts fasteignasala.

  Um lóðarleigu fer samkvæmt reglum, staðfestum af fjármála- og efnahagsráðuneyti, um afgjöld fyrir afnot af landi í eigu ríkissjóðs.

  Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda tillögu að notkun á umræddu svæði til Kópavogsbæjar á netfangið logfraedideild(hjá)kopavogur.is,
  eigi síðar en 20. október nk. kl. 13:00.

  Bæjarlögmaður Kópavogs

 • Lágmarksverð/úthlutunarverð lóðagjalda

  Lágmarksverð/úthlutunarverð einbýlishúsalóða er reiknað með þessum hætti, viðmiðun vísitala janúar 2023:

  Við úthlutun lóðar er greitt 70% heimilaðs byggingarmagns á lóð, skv. deiliskipulagi. Byggingarmagn umfram 70% er innheimt með byggingarleyfisgjöldum og tengdum gjöldum.

  Hámarksbyggingarmagn t.d. 400 fm. x 70% = 280 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 21.0 millj.
  Hámarksbyggingarmagn t.d. 300 fm. x 70% = 210 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 15.8 millj.
  Hámarksbyggingarmagn t.d. 250 fm. x 70% = 175 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 13.2 millj.

  Sé byggt umfram 70% hámarksstærðar, þá reiknast til viðbótar þegar aðaluppdrættir eru samþykktir kr/fm. 75.046.- Auk þess eru þá reiknuð byggingartengd gjöld m.a. byggingarleyfisgjald, tengigjald vatns- og fráveitu, gjöld vegna úttekta, alls áætlað kr. 800.000.- til 1.100.000.-

  Veittur er 2% staðgreiðsluafsláttur sé greitt innan mánaðar frá dags. bréfs um úthlutun.
  Greiða þarf við úthlutun að lágmarki 10% lóðagjalda og er lánað allt að 90% til allt að 8 ára, með vísitölu og 5% vöxtum, vaxtalaust í 6 mánuði, fyrsti gjalddagi eftir þrjú ár. Fyrsti veðréttur.

  Sjá nánar gjaldskrá lóðagjalda fyrir einbýli, raðhús, parhús, tvíbýlishús, keðjuhús, fjölbýlishús, verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús og annað húsnæði.

 • Gjaldskrá

  Prenta gjaldskrá

  Desember 2023

  Gatnagerðargjald

  Gjald miðast við byggingavísitölu desember 2023 (186,9)

  Tegund húsnæðis
  Kr./m² húss
  Einbýlishús
  43.330
  Rað-, par-, tvíbýli- og keðjuhús
  34.640
  Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri
  24.250
  Atvinnuhúsnæði, verslun eða þjónusta
  28.860
  Aðrar byggingar
  28.860

  Byggingarréttargjald

  Tegund húsnæðis
  Kr./m² húss
  Einbýlishús
  37.355 Kr./m² húss
  Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  40.467 Kr./m² húss
  Fjölbýli
  49.805 Kr./m² húss
  Fjölbýli í vesturbæ
  62.257 Kr./m² húss
  Tegund húsnæðis
  Kr./m² lóðar
  Atvinnuhúsnæði
  12.452 Kr./m² lóðar
  Hesthús á Kjóavöllum
  4.202 Kr./m² lóðar
  Annað húsnæði
  12.452 Kr./m² lóðar

  Byggingarleyfisgjald

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir öll hús
  144 Kr./m³ húss
  Lágmarks afgreiðslugjald
  14.600 Kr.

  Mælingagjald

  Þjónusta
  Verð kr.
  Mælingagjald
  77.100 Kr. á hús

  Gjald pr. úttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald per úttekt
  13.600 Kr.

  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
  42.200 Kr. á hús

  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
  42.200 Kr. á hús

  Lóðarleiga

  Tegund lóða
  Kr./m² lóðar
  Íbúðahúsalóðir
  21,43
  Atvinnuhúsalóðir
  180,00
  Lækjarbotnaland
  21,43

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk umhverfissviðs í síma 441 0000 

Síðast uppfært 20. febrúar 2024