Lausar lóðir

Hér má nálgast þær lóðir sem Kópavogsbær hefur til úthlutunar hverju sinni.

Með umsókn einstaklinga um lóð, skal fylgja skattskýrsla og yfirlýsing banka um lánshæfi.
Með umsókn lögaðila um lóð, skal fylgja ársreikningur staðfestur af löggiltum endurskoðanda og yfirlýsing banka um lánshæfi.

Athugið að ef engar lóðir birtast í hlekkjunum hér fyrir neðan hefur Kópavogsbær ekki neinar lóðir til úthlutunar

Lausar lóðir eftir hverfum  Lausar lóðir eftir tegundum

 Eingöngu er hægt að sækja um lóðir rafrænt hér að ofan.

  • Lágmarksverð/úthlutunarverð lóðagjalda

    Lágmarksverð/úthlutunarverð einbýlishúsalóða er reiknað með þessum hætti, viðmiðun vísitala janúar 2023:

    Við úthlutun lóðar er greitt 70% heimilaðs byggingarmagns á lóð, skv. deiliskipulagi. Byggingarmagn umfram 70% er innheimt með byggingarleyfisgjöldum og tengdum gjöldum.

    Hámarksbyggingarmagn t.d. 400 fm. x 70% = 280 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 21.0 millj.
    Hámarksbyggingarmagn t.d. 300 fm. x 70% = 210 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 15.8 millj.
    Hámarksbyggingarmagn t.d. 250 fm. x 70% = 175 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 13.2 millj.

    Sé byggt umfram 70% hámarksstærðar, þá reiknast til viðbótar þegar aðaluppdrættir eru samþykktir kr/fm. 75.046.- Auk þess eru þá reiknuð byggingartengd gjöld m.a. byggingarleyfisgjald, tengigjald vatns- og fráveitu, gjöld vegna úttekta, alls áætlað kr. 800.000.- til 1.100.000.-

    Veittur er 2% staðgreiðsluafsláttur sé greitt innan mánaðar frá dags. bréfs um úthlutun.
    Greiða þarf við úthlutun að lágmarki 10% lóðagjalda og er lánað allt að 90% til allt að 8 ára, með vísitölu og 5% vöxtum, vaxtalaust í 6 mánuði, fyrsti gjalddagi eftir þrjú ár. Fyrsti veðréttur.

    Sjá nánar gjaldskrá lóðagjalda fyrir einbýli, raðhús, parhús, tvíbýlishús, keðjuhús, fjölbýlishús, verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús og annað húsnæði.

  • Gjaldskrá

    Prenta gjaldskrá

    Janúar 2023

    Gatnagerðargjald

    Tegund húsnæðis
    Kr./m² húss
    Einbýlishús
    40.509
    Rað-, par-, tvíbýli- og keðjuhús
    30.517
    Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri
    18.634
    Atvinnuhúsnæði , verslun, þjónusta
    25.656
    Annað húsnæði
    25.656

    Byggingarréttargjald

    Tegund húsnæðis
    Kr./m² húss
    Einbýlishús
    34.537 Kr./m² húss
    Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
    37.414 Kr./m² húss
    Fjölbýli
    46.048 Kr./m² húss
    Fjölbýli í vesturbæ
    57.560 Kr./m² húss
    Tegund húsnæðis
    Kr./m² lóðar
    Atvinnuhúsnæði
    11.512 Kr./m² lóðar
    Hesthús á Kjóavöllum
    3.885 Kr./m² lóðar
    Annað húsnæði
    11.512 Kr./m² lóðar

    Byggingarleyfisgjald

    Þjónusta
    Verð kr.
    Gjald fyrir öll hús
    144 Kr./m³ húss
    Lágmarks afgreiðslugjald
    14.600 Kr.

    Mælingagjald

    Þjónusta
    Verð kr.
    Mælingagjald
    71.000 Kr. á hús

    Gjald pr. úttekt

    Þjónusta
    Verð kr.
    Gjald per úttekt
    13.600 Kr.

    Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

    Þjónusta
    Verð kr.
    Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
    42.200 Kr. á hús

    Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

    Þjónusta
    Verð kr.
    Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
    42.200 Kr. á hús

    Lóðarleiga

    Tegund lóða
    Kr./m² lóðar
    Íbúðahúsalóðir
    21,43
    Atvinnuhúsalóðir
    180,00
    Lækjarbotnaland
    21,43

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk umhverfissviðs í síma 441 0000 

Síðast uppfært 07. mars 2023