Lágmarksverð/úthlutunarverð einbýlishúsalóða er reiknað með þessum hætti, viðmiðun vísitala janúar 2023:
Við úthlutun lóðar er greitt 70% heimilaðs byggingarmagns á lóð, skv. deiliskipulagi. Byggingarmagn umfram 70% er innheimt með byggingarleyfisgjöldum og tengdum gjöldum.
Hámarksbyggingarmagn t.d. 400 fm. x 70% = 280 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 21.0 millj.
Hámarksbyggingarmagn t.d. 300 fm. x 70% = 210 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 15.8 millj.
Hámarksbyggingarmagn t.d. 250 fm. x 70% = 175 fm x kr/fm. 75.046.- Alls við úthlutun um kr. 13.2 millj.
Sé byggt umfram 70% hámarksstærðar, þá reiknast til viðbótar þegar aðaluppdrættir eru samþykktir kr/fm. 75.046.- Auk þess eru þá reiknuð byggingartengd gjöld m.a. byggingarleyfisgjald, tengigjald vatns- og fráveitu, gjöld vegna úttekta, alls áætlað kr. 800.000.- til 1.100.000.-
Veittur er 2% staðgreiðsluafsláttur sé greitt innan mánaðar frá dags. bréfs um úthlutun.
Greiða þarf við úthlutun að lágmarki 10% lóðagjalda og er lánað allt að 90% til allt að 8 ára, með vísitölu og 5% vöxtum, vaxtalaust í 6 mánuði, fyrsti gjalddagi eftir þrjú ár. Fyrsti veðréttur.
Sjá nánar gjaldskrá lóðagjalda fyrir einbýli, raðhús, parhús, tvíbýlishús, keðjuhús, fjölbýlishús, verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús og annað húsnæði.