Lóðagjöld

Lóðagjöld eru gjald fyrir byggingarrétt, gatnagerðargjöld og tengd gjöld.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 13. janúar 2015 gjöld fyrir byggingarrétt. 

Gatnagerðargjöld eru skv. samþykkt bæjarstjórnar 26. mars 2013 og samþykkt (gjaldskrá) um gatnagerðargjald nr. 850/2007.

Lóðagjöldin taka breytingum til samræmis við byggingarvísitölu.

Við úthlutun lóðar fyrir íbúðarhúsnæði eru reiknuð lóðagjöld vegna byggingarréttar og gatnagerðargjöld. Lágmarksgjald fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld við úthlutun lóðar er 70% af hámarksfermetrum byggingar, sem reisa má á viðkomandi lóð, skv. gildandi deiliskipulagi (án sameiginlegrar bílageymslu).

Endanlegt gjald vegna byggingarréttar og gatnagerðargjald miðast við endanlega stærð mannvirkis og er lagt á við samþykkt byggingaráforma og aðalteikninga. Gjöld fyrir sameiginlega bílageymslu reiknast 25% af gatnagerðargjaldi íbúðarhúsnæðis.

Lágmarksgjald við úthlutun lóðar er ekki endurgreitt þó leyfi fáist fyrir byggingu undir 70% stærðar skv. deiliskipulagi.

Við útgáfu byggingarleyfis eru einnig lögð á tengd gjöld; byggingarleyfisgjald, heimæðagjald vatnsveitu og fráveitu, mælingargjald og gjöld fyrir úttektir og vottorð.

Gjaldskrá lóðagjalda er birt með fyrirvara um villur.

 • Greiðslufyrirkomulag

  Ganga þarf frá greiðslum lóðagjalda innan 30 daga frá staðfestri úthlutun.

  Heimilt er að greiða 90% lóðagjalda, sem lögð eru á við úthlutun, með skuldabréfi til allt að 8 ára, verðtryggt með 5% vöxtum. Fyrsti vaxtadagur 6 mánuðum eftir staðfesta úthlutun. Fyrsti gjalddagi þremur árum eftir staðfesta úthlutun.

  Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur, séu álögð gjöld við úthlutun greidd innan 30 daga frá staðfestri úthlutun.

   

 • Gjaldskrá

  Prenta gjaldskrá

  Nóvember 2019
  B. vísitala 146,3

   

  Gatnagerðargjald

  Tegund húsnæðis
  Kr./m² húss
  Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu
  34.303
  Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  23.555
  Fjölbýlishús
  11.206
  Verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús
  19.438
  Annað húsnæði
  19.438

  Byggingarréttargjald

  Tegund húsnæðis
  Kr./m² húss
  Einbýlishús
  29.241 Kr./m² húss
  Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús
  31.676 Kr./m² húss
  Fjölbýli
  38.986 Kr./m² húss
  Fjölbýli í vesturbæ
  48.733 Kr./m² húss
  Tegund húsnæðis
  Kr./m² lóðar
  Atvinnuhús á hafnarsvæði
  13.401 Kr./m² lóðar
  Atvinnuhúsnæði
  9.747 Kr./m² lóðar
  Hesthús á Kjóavöllum
  3.289 Kr./m² lóðar
  Annað húsnæði
  9.747 Kr./m² lóðar

  Byggingarleyfisgjald

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir öll hús
  128 Kr./m³ húss
  Lágmarks afgreiðslugjald
  13.000 Kr.

  Heimæðagjald vatnsveitu

  Þjónusta
  Kr. m³ húss
  Einbýlishús, raðhús, tvíbýlishús
  345
  Fjölbýlishús
  322
  Atvinnuhúsnæði að 2000 rM
  225
  Atvinnuhúsnæði umfram 2000 rM
  113
  Annað húsnæði
  345

  Heimæðagjald frárennslis

  Þjónusta
  Kr. á tengingu
  Einbýlishús, raðhús, tvíbýlishús
  180.268
  Fjölbýlishús
  284.661
  Atvinnuhúsnæði og annað
  285.875

  Mælingagjald

  Þjónusta
  Verð kr.
  Mælingagjald
  58.600 Kr. á hús

  Gjald pr. úttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald per úttekt
  12.000 Kr.

  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir fokheldisvottorð og fokheldisúttekt
  37.500 Kr. á hús

  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt

  Þjónusta
  Verð kr.
  Gjald fyrir lokaúttektarvottorð og lokaúttekt
  37.500 Kr. á hús

  Lóðarleiga

  Tegund lóða
  Kr./m² lóðar
  Íbúðahúsalóðir
  21,43
  Atvinnuhúsalóðir
  180,00
  Lækjarbotnaland
  21,43
Síðast uppfært 23. október 2018