Landupplýsingar Kópavogs

Landupplýsingar Kópavogsbæjar (LUK) safna og miðla gögnum vegna lögbundinna verkefna sveitarfélagsins og upplýsingagjafar. 

Hér má nálgast margvíslegar upplýsingar sem flokkast sem opinn gögn og falla ekki undir persónuverndarlög, varða öryggismál eða höfundarétt þriðja aðila.

Opna kortavef  Byggingarteikningar   Niðurhal á gögnum

Landupplýsingar Kópavogsbæjar eru flokkaðar og staðlaðar samkvæmt lögum um grunngerð stafrænna landupplýsinga (44/2011) og viðmið staðsetningar er landshnitakerfið bæði í plani og hæð.

Engar kvaðir eru um endurnýtingu eða aðlögun samanber "Leiðbeiningar varðandi endurnot opinberra upplýsinga". Hafa ber í huga við notkun upplýsinga LUK að stöðugt er verið að uppfæra þær og þær geta verið úreldar, rangar eða þær vanti alveg þó stöðug sé verið að auka gæði þeirra.

Upplýsingar sem hér eru að finna varða viðmiðunarhnitakerfi, stjórnsýslueiningar, staðföng, landareignir og lóðir, samgöngur, skipulag, verndarsvæði, hæð, byggingar, landnotkun, veitur og þjónusta á vegum Kópavogsbæjar. Einnig örnefni, vatnafar, loftmyndir, jarðfræði, lýðfræði, jarðveg, umhverfisvöktun, framleiðslu- og iðnaðaraðstöðu, landbúnað og lagareldi og svæði sem lúta að stýringu/takmörkunum/reglugerðum og skýrslugjöf, náttúruleg áhættusvæði, orkuauðlindir, jarðefnaauðlindir. Þegar leitað er með leitarvél má auðvelda hana með þessum stikkorðum.

Á niðurhalssíðunni eru um 40 gagnasett í opnum gögnum. Þegar smellt er á Opin gögn koma upp öll gagnasettin en hægt er að þrengja úrtakið með leitarorðum í leitarvél.

Á kortavefnum eru upplýsingarnar settar fram til að auðvelda skoðun þeirra og samhengi. Þar er hægt að prenta út kort auk þess að skoða punktaský og leggja þversnið.

Þegar smellt er á Byggingarteikningar opnast kortavefur þar sem hægt er að smella á staðfang og fá lista af teikningum viðkomandi staðfanginu.

Aðgangur að upplýsingunum er veittur með þremur gjaldfrjálsum þjónustum: Niðurhal, Kortavefur og Byggingarteikningar.

Síðast uppfært 12. janúar 2023