Heimili fyrir fatlað fólk

Heimili fyrir fatlað fólk og stuðningsþjónusta sem hentar hverjum og einum.

Þjónustan á að taka mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins. Miðað er við að fólk eigi val um hvernig það býr, á sama hátt og aðrir í samfélaginu.

Kópavogsbær rekur íbúðakjarna og heimili fyrir fatlað fólk sem hefur verið hannað með þarfir fatlaðs fólks í huga.

 • Heimili fyrir fatlaða

  Kópavogsbær rekur eftirtalin heimili:

  Hægt er að sækja um þjónustu heim á formi félagslegrar heimaþjónustu, félagslegrar liðveislu og frekari liðveislu, hvort sem fólk býr í eigin íbúð, leiguíbúð á almennum markaði eða félagslegri leiguíbúð.

 • Sértæk þjónusta

  Þjónustan er ætluð fólki  sem þarf sértækan stuðning við ýmsar athafnir í daglegu lífi. Sá stuðningur kemur til viðbótar almennri stuðningsþjónustu og á að gera fólki kleift að búa eins og því hentar best.

  Notendur þjónustunnar geta hringt síma 441-9692 alla daga frá 8:00-24:00.

 • Félagsleg heimaþjónusta

  Félagslegri heimaþjónustu er ætlað að aðstoða fólk sem þarf stuðning til að geta séð um sig sjálft, svo sem aðstoð við almennt heimilishald, persónulega umhirðu og félagslegan stuðning.

  Sjá nánar um félagslega heimaþjónustu hér

Síðast uppfært 29. apríl 2021