Fólk með fötlun

Kópavogsbær veitir fjölbreytta þjónustu til fólks með fatlanir og foreldra fatlaðra barna. 

Þjónusta er veitt á heimilum og utan þeirra og miðar að því að stuðla að jafnrétti og skapa skilyrði til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu.

  • Réttindagæsla

    Þeir sem telja að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks eiga að tilkynna það réttindagæslumanni. Það má gera með því að hringja eða senda tölvupóst og hann aðstoðar fólk við að leita réttar síns. Hann getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði. Starfsmönnum er skylt að veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem hann þarf vegna starfs síns. 

    Fatlað fólk sem á erfitt með að gæta réttar síns getur valið sér persónulegan talsmann sem hjálpar því að koma óskum sínum á framfæri.  Talsmaðurinn aðstoðar fólk við að gæta réttar síns og við önnur persónuleg málefni,  svo sem meðferð heilbrigðisstarfsmanna, val á búsetu, atvinnu, tómstundum og ráðstöfun fjármuna. 

    Skilyrði fyrir því að verða persónulegur talsmaður er þekking á persónulegum þörfum og áhugamálum þess sem hann aðstoðar. Starf persónulegs talsmanns er ólaunað en hann fær endurgreiddan kostnað vegna starfa sinna.

    Réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Kópavogi er Eiríkur Karl Ólafsson Smith, sími 858 1753.

Síðast uppfært 09. janúar 2024