Myndavefur Kópavogs

Myndavefur Kópavogs hefur verið opnaður. Á honum er að finna gamlar myndir og myndskeið úr Kópavogi sem sýna bæinn á ýmsum tímum. 

Afmælisnefnd Kópavogs sem sett var á laggirnar í tilefni sextugsafmælis bæjarins 2015 ýtti verkefninu úr vör.  

Unnið hefur verið að undirbúningi vefsins frá því 2015. Áfram verður unnið að því að bæta við myndum á vefinn og gera hann þannig efnisríkari. Notendur vefsins geta sent inn athugasemdir um myndirnar og þannig bætt við upplýsingum um fólk og staði.

Myndirnar sem nú eru gerðar aðgengilegar á vefnum koma að mestu úr safni Héraðsskjalasafns Kópavogs.  Myndirnar sýna svo glöggt þá miklu breytingu sem Kópavogur hefur gengið í gegnum frá því að þéttbýlismyndun hófst hér á fjórða áratugnum. Þarna eru myndir af margvíslegu tagi sem er gaman að skoða.

Smelltu hér til að skoða myndavef Kópavogsbæjar.

Bent er á að á forsíðu vefsins er hægt að skoða sögusýningu þar sem saga Kópavogs frá 1940 til ársins 2003 er sögð í myndum.

 

Síðast uppfært 13. janúar 2020