Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. janúar 2021 var 38.329 íbúar.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.
Liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.
Börn á aldrinum 6 - 17 ára sem eiga í erfiðleikum sem jafna má við fötlun og eru félagslega einangruð geta einnig átt rétt á félagslegri liðveislu.
Að jafnaði er miðað við allt að 16 tíma í liðveislu á mánuði. Þegar sérstök rök mæla með því er heimilt að veita allt að 36 tíma á mánuði.
Í sérstökum tilvikum er leyfilegt að veita einstaklingum á heimilum fatlaðs fólks liðveislu og þá að hámarki 8 tíma á mánuði.