Reiknivél leikskólagjalda

Hvað kostar dvöl í leikskóla í Kópavogs? Settu inn hvað þú þarft margra tíma dvöl á hverjum degi fyrir barnið þitt og sjáðu hver leikskólagjöldin verða. Athugið að ekki þarf að hafa dvalartíma jafn langan alla daga en skráður dvalartími getur ekki hafist seinna en 09:00 á degi hverjum.

Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjöldum en ekki fæðisgjöldum. Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina.
Við útreikning á systkinaafslætti leikskólabarna eru talin með öll yngri systkini sem eru í leikskóla eða hjá dagforeldri.
Systkinaafsláttur í leikskóla er 30% ef barn á eitt yngra systkin, en 100% ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri.
Systkinaafsláttur í frístund grunnskóla er 30% ef barn á eitt yngra systkin, 75% ef barn á tvö yngri systkini og 100% ef barn á þrjú yngri systkini eða fleiri sem eru í frístund, leikskóla eða hjá dagforeldri.
Systkinaafsláttur er eini afslátturinn sem reiknast ofan á aðra afslætti.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um systkinaafslátt þar sem hann reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu Völu sem heldur utan um skráningar barna hjá dagforeldrum, sem og í leikskóla og frístund.

Tekjutengdur afsláttur
Tekjutengdan afslátt og tekjuviðmið frá 1. janúar 2024 má sjá hér að neðan:

Einstæðir:                                                                 Í sambúð:

 Tekjuviðmið  Afsláttur    Tekjuviðmið  Afsláttur
 0 - 460.000 kr.  50%    0 - 660.000 kr. 50%
 461.001 - 750.000 kr.  40%    660.001 - 980.000 kr. 40%
 750.001 - 790.000 kr.  30%    980.001 - 1.020.000 kr. 30%
 790.001 - 830.000 kr. 20 %    1.020.001 - 1.060.000 kr 20 %
 830.001 - 870.000 kr. 10%    1.060.001 - 1.100.000 kr 10%

Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.

Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt í þjónustugátt. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Fæðisgjöld
Gjald fyrir hádegisverð verður 7.894,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu 2.721,-. Gjald fyrir full fæði verður 10.615,- það reiknast ekki afsláttur af því gjaldi.

Dvalartími
Bent er á að hægt er að hafa mismunandi dvalartíma milli daga og að öll stytting á dvalartíma kemur til lækkunar á leikskólagjöldum. Útreikningur leikskólagjalda byggir á nákvæmu meðaltali dvalartíma á dag og geta dvalargjöld því verið milli gjaldflokka eins og þeir birtast í gjaldskrá.

Dvalartími mismunandi milli daga
Frá 1. janúar 2024 geta foreldrar óskað eftir að barn sé í dvöl 4 daga í viku í stað 5 daga. Foreldrar geta ekki valið 4 daga dvöl í Völu eða reiknivél heldur þurfa foreldrar að senda á viðkomandi leikskólastjóra ósk um 4 daga dvöl sé þess óskað. 


Fyrirvari. Athugið að útreikningar í reiknivél eru birtir með fyrirvara um mögulegar villur. Ef um misræmi er að ræða gilda upplýsingar í gjaldskrá. 

Fjöldi barna

Mánudagur

Veldu tíma

Þriðjudagur

Veldu tíma

Miðvikudagur

Veldu tíma

Fimmtudagur

Veldu tíma

Föstudagur

Veldu tíma

Afslættir

Síðast uppfært 04. janúar 2024