Fasteignagjöld

Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra.

Fasteign telst afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.

Nánari upplýsingar um fasteignagjöld má finna hér að neðan.

  • Á hverju byggir álagning fasteignagjalda?

    Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Kópavogi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð. Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands.

  • Hvar eru upplýsingarnar um byggingar geymdar?

    Byggingarfulltrúinn í Kópavogi sendir Þjóðskrá Íslands upplýsingar og gögn um nýbyggingar,viðbyggingar, eldri byggingar sem er breytt, hús sem eru rifin og aðrar viðeigandi upplýsingar.

  • Hver sér um eigendaskráningu húsa og lóða?

    Eigendaskráning húsa og lóða er í höndum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og er hún í samræmi við þinglýst skjöl/gögn.

  • Hver sér um að reikna út álagningu fasteignagjalda?

    Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda, leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá stjórnsýslusviði/fjármáladeild Kópavogsbæjar.

  • Gjalddagar á fasteignagjöldum

    Gjalddagar verða 8; fyrsti gjalddagi 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar (mars - september).

    Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 40.000 er um einn gjalddaga að ræða og er hann 1. mars.

  • Afsláttur af fasteignagjöldum

    Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin í heild eru greidd fyrir 15. febrúar ár hvert. Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á banka: 0130-26- 74, kt. 700169-3759.

    Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorku-lífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð.
    Hægt að sjá nánar í gjaldskrá fasteignagjalda.

  • Hvernig reiknast afslátturinn?

    Við álagningu fasteignagjalda er afslátturinn reiknaður út frá álagningu 2020 vegna skatttekna ársins 2019, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10)

    Félög og félagasamtök, sem eru fasteignaeigendur í Kópavogi og í húsnæðinu fer eingöngu fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af viðkomandi fasteign

  • Um útsendingu greiðsluseðla

    Vinsamlegast athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og áður. Hægt er að nálgast seðlana inn á island.is og þjónustugátt Kópavogsbæjar. Engin breyting verður hjá þeim sem greitt hafa með boðgreiðslum eða í greiðsluþjónustu. 

  • Fasteignagjöld - gjaldskrá

    Prenta gjaldskrá

    Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Kópavogi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.

    Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá.

    Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands. Byggingarfulltrúinn í Kópavogi sendir Þjóðskrá Íslands upplýsingar og gögn um nýbyggingar, viðbyggingar, eldri byggingar sem er breytt, hús sem eru rifin og aðrar viðeigandi upplýsingar. Eigendaskráning húsa og lóða er í höndum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og er hún í samræmi við þinglýst skjöl/gögn. Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda, leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá fjármála og stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar.

    Fasteignagjöld
    Íbúðarhúsnæði
    Atvinnuhúsnæði
    Fasteignaskattur
    0,17% af hús- og lóðarmati
    1,42% af hús- og lóðamati
    Vatnsgjald
    0,060% af hús- og lóðarmati
    0,060% af hús- og lóðarmati
    Holræsagjald
    0,065% af hús- og lóðarmati
    0,065% af hús- og lóðarmati
    Lóðaleiga
    21,43 kr. á fermetra
    180,00 kr. á fermetra
    Sorpeyðingargjald
    48.400 kr. á íbúð
    Aukavatnsgjald
    50 kr. á rúmmetra .
    Lóðaleiga Lækjarbotnum
    21,43 kr. á fermetra
    Fasteignask. Sumarhús/hesthús
    0,17% af hús- og lóðarmati

    Gjalddagar verða 8, fyrsti gjalddagi 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar (mars - september). Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga. Ef gjöld eru samtals lægri en kr. 40.000 er um einn gjalddaga að ræða sem er 1. mars.

    Vinsamlegast athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og áður.  Engin breyting verður hjá þeim sem greitt hafa með boðgreiðslum eða í greiðsluþjónustu. 

    Ekki verða sendir álagningarseðlar á pappírsformi en hægt er að nálgast nýjustu álagningarseðla í Þjónustugátt Kópavogsbæjar og á ísland.is.

    Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin í heild eru greidd fyrir 17. febrúar 2023. Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á banka: 0130-26-74, kt. 700169- 3759.

    Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorku-lífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð, og er hann reiknaður út frá álagningu 2022 vegna skatttekna ársins 2021, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7 og 2.8) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10)

    100% lækkun:
    Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 6.213.700 krónur.
    Hjón með heildarárstekjur allt að 7.939.400 krónur.

    75% lækkun:
    Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 6.213.701 - 6.316.500 krónur.
    Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.939.401 – 8.353.900 krónur.

    50% lækkun:
    Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.316.501 – 6.420.400 krónur.
    Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.353.901 - 8.767.300 krónur.

    25% lækkun:
    Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.420.401 – 6.520.000 krónur.
    Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.767.301 - 9.180.700 krónur.

    Álagning á atvinnuhúsnæði:

    Fasteignaskattur er 1,42% af hús- og lóðamati, vatnsgjald 0,060% og holræsagjald 0,065%, lóðaleiga 180,00 kr. á m² og aukavatnsgjald 50 kr á m3.

    Að öðru leyti vísast til samþykkta Bæjarstjórnar Kópavogs frá 22. nóvember 2022 og laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 ásamt síðari breytingum.

    Álagning á sorphirðu- og eyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu. Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu.

    Félög og félagasamtök, sem eru fasteignaeigendur í Kópavogi og í húsnæðinu fer eingöngu fram starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, eiga þess kost að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af viðkomandi fasteign.

    Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts.

    Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 441 0000 og fyrirspurnir má senda á netfangið : thjonustuver@kopavogur.is.

Síðast uppfært 13. janúar 2020