Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Ýmis fróðleikur
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út garðlönd til matjurtaræktunnar.
Garðlöndin sem Kópavogsbær leigir út eru 25 m2 að stærð og hver leigjandi getur fengið tvo skika úthlutaða eða samtals 50m2. Skilyrði fyrir því að fá úthlutaðan garð er að eiga lögheimili í Kópavogi.
Staðsetning garðlanda í Kópavogi:
Garðlöndin við Guðmundarlund eru hugsuð fyrir þá sem vilja einnig rækta fjölært grænmeti, s.s. rabarbara, graslauk, skessujurt o.fl. Þau eru því ekki tætt (plægð) á hverju vori eins og hin garðlöndin, heldur verða leigjendur sjálfir að sjá um að stinga þau upp á vorin.
Garðlöndin eru afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir. Á staðnum eru skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur.
Umsókn um garðlönd er í Íbúagátt og opnar fyrir umsóknir í lok mars.
Garðlönd fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára eru í Skólagörðum og má finna þá hér.